Utan vallar: Ævintýrið okkar heldur áfram í ævintýralandinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. nóvember 2014 08:00 Vísir/Anton Íslenska körfuboltalandsliðið tryggði sér sæti á sínu fyrsta stórmóti í haust og Ísland verður því ein af 24 þjóðum á Evrópumótinu á næsta ári. Auðvitað hlakkar allt íslenskt körfuboltaáhugafólk til sögulegrar stundar í lok næsta sumars en það er ekki mikið minni spenningur í okkur körfuboltaáhugamönnum að sjá hvar og við hverja íslenska liðið spilar í september 2015. Í vikunni kom það í ljós að það verður dregið í riðla fyrir Evrópumót karla 2015 í Disneylandi í París þann 8. desember næstkomandi. Þetta er fyrsta Evrópukeppnin þar sem riðlakeppnin fer fram í mörgum löndum og það er því allt opið þegar Hannes S. Jónsson og aðrir fulltrúar KKÍ mæta til Parísar í jólamánuðinum. Riðlakeppnin fer fram í Berlín (Þýskalandi), Montpellier (Frakklandi), Riga (Lettlandi) og Zagreb (Króatíu). Úrslitakeppnin fer síðan fram í Lille í Frakklandi. Það er ljóst að íslenska liðið verður með mjög sterkum liðum í riðli en fimm aðrar þjóðir verða í íslenska riðlinum og fjórar komast síðan áfram í sextán liða úrslitin. Króatía, Frakkland, Litháen og Spánn verða væntanlega í fyrsta styrkleikaflokki og Ísland er örugglega í þeim síðasta. Það kemur þó ekki endanlega í ljós í hvaða flokkum þjóðirnar 24 eru fyrr en nær dregur drættinum. Það er samt alveg hægt að hefja vangavelturnar strax svona aðeins til að létta á spenningnum. Við gætum lent með Evrópumeisturum Frakka, Hlynur Bæringsson gæti þurft að slást við Gasol-bræður og það er jafnvel möguleiki á því að nágrannaþjóðirnar Litháen, Finnland, Lettland og Pólland endi í okkar riðli og íslenska stuðningsfólkið lendi í miðri innrás í Riga úr öllum áttum. Það er auðveldlega hægt að láta sig dreyma um flotta riðla þótt það sé fullt af mögulegum martraðarriðlum í boði líka. Staðsetningin er síðan enn ein víddin í spenningnum sem mun magnast dag frá degi næstu 38 dagana. Íslenskt körfuboltafólk mun örugglega fjölmenna á EM og þó að það sé hægt að láta sig dreyma um sæta sigra og sæti í útsláttarkeppninni þá blasir raunsæið við. Ísland er langminnsta liðið í keppninni, bæði hvað varðar sögu og stærð leikmanna. Þetta snýst því líka mikið um upplifun við að stíga þetta risaskref fyrir íslenskan körfubolta. Finnar fjölmenntu á HM á Spáni í ár og settu skemmtilegan svip á mótið þar sem körfuboltafjölskyldan var í sviðljósinu; pabbi, mamma, afi, amma og krakkarnir. Það væri magnað að upplifa eitthvað í líkingu við slíkt eftir tæpt ár. Finnar hefðu vissulega átt að vinna fleiri leiki en þökk sé fólkinu á pöllunum voru þeir samt sigurvegarar á sinn hátt. Ef við Íslendingar ætlum að fjölmenna þá þurfum við að fara að bóka miða, hótel og plana ferðina hvort sem hún verður til Króatíu, Frakklands, Lettlands eða Þýskalands. KKÍ þarf líka að fara að plana undirbúninginn fyrir mótið sem verður eitthvað stærra og meira en sambandið hefur nokkurn tímann lent í. Þessir 38 dagar mega því líða fljótt. Hvort körfuboltafólk hlakkar meira til 8. desember eða 24. desember er önnur og ókönnuð saga en það er samt vel við hæfi að næsti kafli íslenska körfuboltaævintýrsins fari fram í Disneylandi í desember. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Handbolti Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til Enski boltinn Meistararnir unnu annan leikinn í röð Enski boltinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Enski boltinn Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Enski boltinn Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Fótbolti Fleiri fréttir Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ „Það er krísa“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 87-89 | Langþráður sigur Álftnesinga Tryggvi Snær tók flest fráköst í góðum sigri Uppgjörið og viðtöl: ÍR - Grindavík 98-90 | ÍR sigraði í framlengdri rússibanareið Uppgjörið: Njarðvík - Þór Þ. 106-104 | Heimasigur í hörkuleik Íslenska körfuboltaárið hefur aldrei byrjað fyrr Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Sakar NBA-deildina um að vera á móti Houston Rockets Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Martin stiga- og stoðsendingahæstur í tapi Berlínarmanna Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Meiddist eftir aðeins eina sekúndu Kostaði hann fjórtán milljónir að nota f-orðið í viðtali Stiklað á stóru sigrunum: „Erum stolt af því að vera íþróttabær“ Sjá meira
Íslenska körfuboltalandsliðið tryggði sér sæti á sínu fyrsta stórmóti í haust og Ísland verður því ein af 24 þjóðum á Evrópumótinu á næsta ári. Auðvitað hlakkar allt íslenskt körfuboltaáhugafólk til sögulegrar stundar í lok næsta sumars en það er ekki mikið minni spenningur í okkur körfuboltaáhugamönnum að sjá hvar og við hverja íslenska liðið spilar í september 2015. Í vikunni kom það í ljós að það verður dregið í riðla fyrir Evrópumót karla 2015 í Disneylandi í París þann 8. desember næstkomandi. Þetta er fyrsta Evrópukeppnin þar sem riðlakeppnin fer fram í mörgum löndum og það er því allt opið þegar Hannes S. Jónsson og aðrir fulltrúar KKÍ mæta til Parísar í jólamánuðinum. Riðlakeppnin fer fram í Berlín (Þýskalandi), Montpellier (Frakklandi), Riga (Lettlandi) og Zagreb (Króatíu). Úrslitakeppnin fer síðan fram í Lille í Frakklandi. Það er ljóst að íslenska liðið verður með mjög sterkum liðum í riðli en fimm aðrar þjóðir verða í íslenska riðlinum og fjórar komast síðan áfram í sextán liða úrslitin. Króatía, Frakkland, Litháen og Spánn verða væntanlega í fyrsta styrkleikaflokki og Ísland er örugglega í þeim síðasta. Það kemur þó ekki endanlega í ljós í hvaða flokkum þjóðirnar 24 eru fyrr en nær dregur drættinum. Það er samt alveg hægt að hefja vangavelturnar strax svona aðeins til að létta á spenningnum. Við gætum lent með Evrópumeisturum Frakka, Hlynur Bæringsson gæti þurft að slást við Gasol-bræður og það er jafnvel möguleiki á því að nágrannaþjóðirnar Litháen, Finnland, Lettland og Pólland endi í okkar riðli og íslenska stuðningsfólkið lendi í miðri innrás í Riga úr öllum áttum. Það er auðveldlega hægt að láta sig dreyma um flotta riðla þótt það sé fullt af mögulegum martraðarriðlum í boði líka. Staðsetningin er síðan enn ein víddin í spenningnum sem mun magnast dag frá degi næstu 38 dagana. Íslenskt körfuboltafólk mun örugglega fjölmenna á EM og þó að það sé hægt að láta sig dreyma um sæta sigra og sæti í útsláttarkeppninni þá blasir raunsæið við. Ísland er langminnsta liðið í keppninni, bæði hvað varðar sögu og stærð leikmanna. Þetta snýst því líka mikið um upplifun við að stíga þetta risaskref fyrir íslenskan körfubolta. Finnar fjölmenntu á HM á Spáni í ár og settu skemmtilegan svip á mótið þar sem körfuboltafjölskyldan var í sviðljósinu; pabbi, mamma, afi, amma og krakkarnir. Það væri magnað að upplifa eitthvað í líkingu við slíkt eftir tæpt ár. Finnar hefðu vissulega átt að vinna fleiri leiki en þökk sé fólkinu á pöllunum voru þeir samt sigurvegarar á sinn hátt. Ef við Íslendingar ætlum að fjölmenna þá þurfum við að fara að bóka miða, hótel og plana ferðina hvort sem hún verður til Króatíu, Frakklands, Lettlands eða Þýskalands. KKÍ þarf líka að fara að plana undirbúninginn fyrir mótið sem verður eitthvað stærra og meira en sambandið hefur nokkurn tímann lent í. Þessir 38 dagar mega því líða fljótt. Hvort körfuboltafólk hlakkar meira til 8. desember eða 24. desember er önnur og ókönnuð saga en það er samt vel við hæfi að næsti kafli íslenska körfuboltaævintýrsins fari fram í Disneylandi í desember.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Handbolti Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til Enski boltinn Meistararnir unnu annan leikinn í röð Enski boltinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Enski boltinn Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Enski boltinn Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Fótbolti Fleiri fréttir Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ „Það er krísa“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 87-89 | Langþráður sigur Álftnesinga Tryggvi Snær tók flest fráköst í góðum sigri Uppgjörið og viðtöl: ÍR - Grindavík 98-90 | ÍR sigraði í framlengdri rússibanareið Uppgjörið: Njarðvík - Þór Þ. 106-104 | Heimasigur í hörkuleik Íslenska körfuboltaárið hefur aldrei byrjað fyrr Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Sakar NBA-deildina um að vera á móti Houston Rockets Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Martin stiga- og stoðsendingahæstur í tapi Berlínarmanna Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Meiddist eftir aðeins eina sekúndu Kostaði hann fjórtán milljónir að nota f-orðið í viðtali Stiklað á stóru sigrunum: „Erum stolt af því að vera íþróttabær“ Sjá meira