Það sem við höfum lært Yngvi Örn Kristinsson skrifar 5. nóvember 2014 07:00 Í Markaðshorni síðustu viku mátti lesa þá fullyrðingu Þorbjörns Þórðarsonar fréttamanns að engin raunveruleg verðmætasköpun eigi sér stað í bönkum. Fullyrðingin var sett fram til að skjóta fótum undir umræðu um launamál í bönkum og hagnað þeirra. Hugsunin var sú að þar sem fjármálafyrirtæki skapa ekki raunveruleg verðmæti en væru bakhjarlar raunverulegrar verðmætasköpunar ættu laun og hagnaður í geiranum að vera lág. Hér er ekki ætlunin að draga úr gildi þess að hagkvæmni sé gætt í allri efnahagsstarfsemi. Hagfræðin kennir og reynslan sýnir að það er líklegast til að gerast þegar saman fer frelsi á markaði og lýðræðislegt skipulag í stjórnmálum. Sú hugsun sem Þorbjörn styðst við er býsna gamaldags. Hún tilheyrir þeim kenningum sem skildar voru eftir í vegkantinum við framgang hagfræðinnar, þó hún fyrirfinnist enn í marxískri hugmyndafræði. Uppruni þessara hugmynda um að skipta megi efnahagsstarfseminni í framleiðslu raunverulegra verðmæta og aðra starfsemi, með áherslu á gildi þeirrar fyrri, má rekja til frönsku búauðgistefnunnar frá miðri átjándu öld. Búauðgistefnan taldi að landbúnaður væri uppspretta allra raunverulegra verðmæta, en seinni tíma fylgjendur stefnunnar útvíkkuðu hana þannig að áherslan er á vöruframleiðsluna sem hina raunverulega uppsprettu verðmæta í hagkerfinu. Áhrif marxisma á þróun þessarar hugmyndar er því greinileg. Nútímahagfræði byggir að meginstofni á tveimur kenningum. Annars vegar kenningum Adams Smith frá seinni hluta átjándu aldar sem í riti sínu Auðlegð þjóðanna lagði áherslu á að efnahagsstarfsemi væri samfelld keðja þar sem hlekkir keðjunnar mótuðust af verkaskiptingu í efnahagsstarfseminni. Enginn hlekkur væri í raun mikilvægari en annar. Hins vegar á kenningum Alfreds Marshall (og reyndar fleiri) frá seinustu árum nítjándu aldar um verðmyndun vöru og þjónustu, þar sem framboð og eftirspurn eftir vöru og þjónustu á jaðrinum ákvarðar viðskiptaverð. Þessar kenningar gera engan greinarmun á efnahagsstarfsemi hvort sem hún er framleiðsla á vörum eða veiting þjónustu: hvort tveggja er nauðsynlegur hlekkur í efnahagsstarfseminni og verð beggja ákvarðast með sama hætti. Sömu efnahagslögmál gilda um rekstur, laun og arðsemi fyrirtækja óháð því hvort um er að ræða framleiðslu á vörum eða þjónustu. Engin hlutlæg rök liggja því til grundvallar fullyrðinga um að ein tiltekin efnahagsstarfsemi skapi raunveruleg verðmæti en aðrar ekki. Þannig er verslun sem selur aðföng til vöruframleiðslu, þjónustufyrirtækja eða neytenda mikilvægur hlekkur í efnahagsstarfseminni og veitir raunverulega þjónustu. Eins er um lánastofnun sem veitir lán til fjárfestingar eða rekstrar. Sama gildir um tryggingafélag sem tryggir rekstur og eignir fyrirtækja og heimila. Sama gildir um aðra fjármálaþjónustu og þjónustu á sviði rannsókna, mennta, heilbrigðismála og löggæslu svo fleiri dæmi séu tekin. Fjármálafyrirtæki veita fyrirtækjum og heimilum margvíslega þjónustu. Grunnþættir í starfsemi þeirra eru þrír: greiðslumiðlun, miðlun á sparnaði og dreifing áhættu. Hagræði af greiðslumiðlun bæði innanlands og milli landa er oft vanmetið. Eilítil umhugsun ætti þó að leiða í ljós hvílíkur tímasparnaður nútíma greiðslumiðlun er fyrir fyrirtæki og heimili. Aðilar sem ætla að skiptast á greiðslum þurfa ekki að hittast á sama stað og sama tíma til að inna af hendi greiðslu og ekki að burðast með reiðufé. Gildi hinna ýmsu tegunda fjármálafyrirtækja við söfnun sparnaðar og miðlun fjármagns heimila og fyrirtækja og dreifingu áhættu er hins vegar augljósara og þekktara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Á hlaupum undan ábyrgðinni Áslaug Friðriksdóttir Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Skoðun Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Sjá meira
Í Markaðshorni síðustu viku mátti lesa þá fullyrðingu Þorbjörns Þórðarsonar fréttamanns að engin raunveruleg verðmætasköpun eigi sér stað í bönkum. Fullyrðingin var sett fram til að skjóta fótum undir umræðu um launamál í bönkum og hagnað þeirra. Hugsunin var sú að þar sem fjármálafyrirtæki skapa ekki raunveruleg verðmæti en væru bakhjarlar raunverulegrar verðmætasköpunar ættu laun og hagnaður í geiranum að vera lág. Hér er ekki ætlunin að draga úr gildi þess að hagkvæmni sé gætt í allri efnahagsstarfsemi. Hagfræðin kennir og reynslan sýnir að það er líklegast til að gerast þegar saman fer frelsi á markaði og lýðræðislegt skipulag í stjórnmálum. Sú hugsun sem Þorbjörn styðst við er býsna gamaldags. Hún tilheyrir þeim kenningum sem skildar voru eftir í vegkantinum við framgang hagfræðinnar, þó hún fyrirfinnist enn í marxískri hugmyndafræði. Uppruni þessara hugmynda um að skipta megi efnahagsstarfseminni í framleiðslu raunverulegra verðmæta og aðra starfsemi, með áherslu á gildi þeirrar fyrri, má rekja til frönsku búauðgistefnunnar frá miðri átjándu öld. Búauðgistefnan taldi að landbúnaður væri uppspretta allra raunverulegra verðmæta, en seinni tíma fylgjendur stefnunnar útvíkkuðu hana þannig að áherslan er á vöruframleiðsluna sem hina raunverulega uppsprettu verðmæta í hagkerfinu. Áhrif marxisma á þróun þessarar hugmyndar er því greinileg. Nútímahagfræði byggir að meginstofni á tveimur kenningum. Annars vegar kenningum Adams Smith frá seinni hluta átjándu aldar sem í riti sínu Auðlegð þjóðanna lagði áherslu á að efnahagsstarfsemi væri samfelld keðja þar sem hlekkir keðjunnar mótuðust af verkaskiptingu í efnahagsstarfseminni. Enginn hlekkur væri í raun mikilvægari en annar. Hins vegar á kenningum Alfreds Marshall (og reyndar fleiri) frá seinustu árum nítjándu aldar um verðmyndun vöru og þjónustu, þar sem framboð og eftirspurn eftir vöru og þjónustu á jaðrinum ákvarðar viðskiptaverð. Þessar kenningar gera engan greinarmun á efnahagsstarfsemi hvort sem hún er framleiðsla á vörum eða veiting þjónustu: hvort tveggja er nauðsynlegur hlekkur í efnahagsstarfseminni og verð beggja ákvarðast með sama hætti. Sömu efnahagslögmál gilda um rekstur, laun og arðsemi fyrirtækja óháð því hvort um er að ræða framleiðslu á vörum eða þjónustu. Engin hlutlæg rök liggja því til grundvallar fullyrðinga um að ein tiltekin efnahagsstarfsemi skapi raunveruleg verðmæti en aðrar ekki. Þannig er verslun sem selur aðföng til vöruframleiðslu, þjónustufyrirtækja eða neytenda mikilvægur hlekkur í efnahagsstarfseminni og veitir raunverulega þjónustu. Eins er um lánastofnun sem veitir lán til fjárfestingar eða rekstrar. Sama gildir um tryggingafélag sem tryggir rekstur og eignir fyrirtækja og heimila. Sama gildir um aðra fjármálaþjónustu og þjónustu á sviði rannsókna, mennta, heilbrigðismála og löggæslu svo fleiri dæmi séu tekin. Fjármálafyrirtæki veita fyrirtækjum og heimilum margvíslega þjónustu. Grunnþættir í starfsemi þeirra eru þrír: greiðslumiðlun, miðlun á sparnaði og dreifing áhættu. Hagræði af greiðslumiðlun bæði innanlands og milli landa er oft vanmetið. Eilítil umhugsun ætti þó að leiða í ljós hvílíkur tímasparnaður nútíma greiðslumiðlun er fyrir fyrirtæki og heimili. Aðilar sem ætla að skiptast á greiðslum þurfa ekki að hittast á sama stað og sama tíma til að inna af hendi greiðslu og ekki að burðast með reiðufé. Gildi hinna ýmsu tegunda fjármálafyrirtækja við söfnun sparnaðar og miðlun fjármagns heimila og fyrirtækja og dreifingu áhættu er hins vegar augljósara og þekktara.
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun