Miðhálendi Íslands: Háspennulínur og hraðbrautir? Nei, takk! Steingrímur J. Sigfússon skrifar 6. nóvember 2014 07:00 Tilkynningar tveggja aðila, Landsnets og Vegagerðarinnar, um að vinna sé að hefjast við umhverfismat á háspennulínu og uppbyggðum vegi um Sprengisand sæta tíðindum. Fyrir það fyrsta vaknar spurningin; er það svona sem framtíð miðhálendisins á að ráðast? Að einstakir framkvæmdaaðilar hefji undirbúning svo umdeildra framkvæmda án undangenginnar opinberrar umræðu og stefnumótunar sem tekur mið af viðhorfum dagsins og framtíðarinnar? Er nóg að menn telji sig hafa glugga í gömlu miðhálendisskipulagi, sem einmitt nú sætir endurskoðun, sbr. vinnu við mótun Landsskipulagsstefnu 2015-2026? Og hvaðan kemur fé til þessara verkefna? Vegagerðin hefur ekki talið sig fara varhluta af samdrætti og niðurskurði og því miður með réttu. Stórir hlutar vegakerfisins eru að grotna niður. Hvernig er þá hægt að koma því við að setja mat á Sprengisandsleið í forgang?Um hjartað þvert Það er ekkert einkamál Landsnets og Vegagerðarinnar hvort farið verður með skóg háspennumastra og uppbyggðan veg þvert um hjarta miðhálendis Íslands. Ég kalla það að fara um hjarta miðhálendisins ef þræða á möstur og uppbyggðan veg milli friðlands í Þjórsárverum og Hofsjökuls á aðra hönd og Vatnajökulsþjóðgarðs að meðtöldum Vatnajökli og Tungnafellsjökli á hina. Og, síðan áfram norður um víðáttur Sprengisands allt norður í Bárðardal. Vissulega hefur Landsnet með í sínum drögum að matsáætlun þann möguleika að einhver hluti leiðarinnar á allra viðkvæmasta svæðinu fari í jörð og Vegagerðin gerir ekki ráð fyrir heilsársvegi. En hér þarf að mörgu að hyggja. Verður ekki þrýstingurinn á að hafa jarðstrengsbútinn í 220 kv. línu sem allra stystan ef nokkurn og veginn það uppbyggðan og burðarmikinn að sumarið teygist í 6-9 mánuði ef ekki árið allt? Í upphafi skyldi endinn skoða ef yfir höfuð á að leggja af stað.Bíðum við Áhugi Landsnets á þessari framkvæmd kemur mér minna á óvart en þátttaka Vegagerðarinnar. Ég vissi ekki til þess að nýr vegur um Sprengisand væri þar framarlega í áætlunum og þaðan af síður að Vegagerðin væri svo vel sett með fjármuni að hún gæti kostað miklu til í slík áform nú. Og spyrja má; á að tengja nýjan Sprengisandsveg við Bárðardalsveg vestri í núverandi ástandi eða væri ráð að byggja hann upp fyrst? Og hvað með Kjalveg; væri frekar einhver friður um að lagfæra hann eitthvað á næstu árum en leyfa Sprengisandi að bíða? Þurfa ekki þing og þjóð að koma með einhverjum hætti beint og milliliðalaust að svo stóru máli sem framtíð miðhálendisins er áður en ákvarðanir eru teknar? Er ekki mál að vakna, bræður og systur, áður en það verður of seint? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steingrímur J. Sigfússon Mest lesið Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Tilkynningar tveggja aðila, Landsnets og Vegagerðarinnar, um að vinna sé að hefjast við umhverfismat á háspennulínu og uppbyggðum vegi um Sprengisand sæta tíðindum. Fyrir það fyrsta vaknar spurningin; er það svona sem framtíð miðhálendisins á að ráðast? Að einstakir framkvæmdaaðilar hefji undirbúning svo umdeildra framkvæmda án undangenginnar opinberrar umræðu og stefnumótunar sem tekur mið af viðhorfum dagsins og framtíðarinnar? Er nóg að menn telji sig hafa glugga í gömlu miðhálendisskipulagi, sem einmitt nú sætir endurskoðun, sbr. vinnu við mótun Landsskipulagsstefnu 2015-2026? Og hvaðan kemur fé til þessara verkefna? Vegagerðin hefur ekki talið sig fara varhluta af samdrætti og niðurskurði og því miður með réttu. Stórir hlutar vegakerfisins eru að grotna niður. Hvernig er þá hægt að koma því við að setja mat á Sprengisandsleið í forgang?Um hjartað þvert Það er ekkert einkamál Landsnets og Vegagerðarinnar hvort farið verður með skóg háspennumastra og uppbyggðan veg þvert um hjarta miðhálendis Íslands. Ég kalla það að fara um hjarta miðhálendisins ef þræða á möstur og uppbyggðan veg milli friðlands í Þjórsárverum og Hofsjökuls á aðra hönd og Vatnajökulsþjóðgarðs að meðtöldum Vatnajökli og Tungnafellsjökli á hina. Og, síðan áfram norður um víðáttur Sprengisands allt norður í Bárðardal. Vissulega hefur Landsnet með í sínum drögum að matsáætlun þann möguleika að einhver hluti leiðarinnar á allra viðkvæmasta svæðinu fari í jörð og Vegagerðin gerir ekki ráð fyrir heilsársvegi. En hér þarf að mörgu að hyggja. Verður ekki þrýstingurinn á að hafa jarðstrengsbútinn í 220 kv. línu sem allra stystan ef nokkurn og veginn það uppbyggðan og burðarmikinn að sumarið teygist í 6-9 mánuði ef ekki árið allt? Í upphafi skyldi endinn skoða ef yfir höfuð á að leggja af stað.Bíðum við Áhugi Landsnets á þessari framkvæmd kemur mér minna á óvart en þátttaka Vegagerðarinnar. Ég vissi ekki til þess að nýr vegur um Sprengisand væri þar framarlega í áætlunum og þaðan af síður að Vegagerðin væri svo vel sett með fjármuni að hún gæti kostað miklu til í slík áform nú. Og spyrja má; á að tengja nýjan Sprengisandsveg við Bárðardalsveg vestri í núverandi ástandi eða væri ráð að byggja hann upp fyrst? Og hvað með Kjalveg; væri frekar einhver friður um að lagfæra hann eitthvað á næstu árum en leyfa Sprengisandi að bíða? Þurfa ekki þing og þjóð að koma með einhverjum hætti beint og milliliðalaust að svo stóru máli sem framtíð miðhálendisins er áður en ákvarðanir eru teknar? Er ekki mál að vakna, bræður og systur, áður en það verður of seint?
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar