Hjakkað í sama farinu Stjórnarmaðurinn skrifar 12. nóvember 2014 09:00 Skuldaleiðréttingin er holdgervingur þjóðfélags sem spólar fast, og stjórnmálalífs þar sem 180 gráða kúvending verður með hverjum stjórnarskiptum. Mótmæli á Austurvelli, fréttir af sekt eða sakleysi Kaupþingsmanna, furðulegar yfirlýsingar seðlabankastjóra, flugvallarmálið og umræður um forsendubrest og leiðréttingu á skuldamálum heimilanna. Hér er ekki verið að lýsa seinni hluta október 2008, heldur fyrstu dögum nóvembermánaðar árið 2014. Við þetta má svo bæta þeirri staðreynd að Ísland er enn fast í viðjum gjaldeyrishafta, með tilheyrandi skorti á fjárfestingakostum og furðulegum hlutabréfamarkaði þar sem lífeyrissjóðirnir eru nánast eini markverði þátttakandinn. Þetta eru ekki heilbrigðismerki á þjóð og þjóðfélagi, sem aldrei virðist geta rætt málin án þess að skipa sér í sveit og beina röddinni á háa c-ið. Vitandi hið fornkveðna um að hæst bylur í tómri tunnu, halda skynsamir menn og konur sig frekar til hlés en að hætta sér inn á hála braut þjóðfélagsumræðu á villigötum. Þetta er einfaldlega ekki þess virði. Skuldaleiðréttingin er holdgervingur þjóðfélags sem spólar fast, og stjórnmálalífs þar sem 180 gráða kúvending verður með hverjum stjórnarskiptum. Leiðréttingunni er ætlað að bæta tilteknum þjóðfélagshópi upp tap sem varð í atburðum sem urðu fyrir réttum sex árum. Áætlaður kostnaður sem fellur á ríkissjóð er 80 milljarðar króna, að viðbættum töpuðum skatttekjum upp á um 20 milljarða til viðbótar. Þetta er gert á sama tíma og menn virðast sammála um að heilbrigðiskerfið sé að hruni komið. Árið 2013 námu heildarútgjöld til heilbrigðismála rúmlega 160 milljörðum króna. Þegar allt er talið felst um 100 milljarða reikningur stílaður á ríkissjóð í skuldaleiðréttingunni. Einungis brot af þeirri fjárhæð gæti skipt sköpum til frambúðar hvað heilbrigðiskerfið varðar. Menntamál og heilbrigðismál eru dæmi um fjárfestingu í nútíð og framtíð. Almennar skattalækkanir eru annað úrræði sem aflögufær ríkissjóður getur beitt til að rýmka andrými þegnanna og ýta undir vöxt. Þá er ekki minnst á landbúnaðarkerfi sem er bæði óhagkvæmt og heldur þeim sem styrkina þiggja í fátæktargildru. Hugaðri stjórnmálamenn hefðu staldrað við einhvern af þessum kostum. Skuldaleiðréttingin svokallaða er hins vegar retróspektív aðgerð sem nýtist bara sumum en er fjármögnuð af öllum. Þetta er ekki bara popúlísk aðgerð, heldur var hún einnig til þess fallin að skapa ástand óvissu og eftirvæntingar í hagkerfi sem fyrst og fremst þurfti á staðfestu og stöðugleika að halda. Skuldaleiðréttingin var óréttlát, óskynsamleg og allt of seint fram komin. Látum hér við sitja, og ekki orð um það meir. Það er kominn tími til að líta fram á veginn.Tweets by @stjornarmadur Stjórnarmaðurinn Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Mótmæli á Austurvelli, fréttir af sekt eða sakleysi Kaupþingsmanna, furðulegar yfirlýsingar seðlabankastjóra, flugvallarmálið og umræður um forsendubrest og leiðréttingu á skuldamálum heimilanna. Hér er ekki verið að lýsa seinni hluta október 2008, heldur fyrstu dögum nóvembermánaðar árið 2014. Við þetta má svo bæta þeirri staðreynd að Ísland er enn fast í viðjum gjaldeyrishafta, með tilheyrandi skorti á fjárfestingakostum og furðulegum hlutabréfamarkaði þar sem lífeyrissjóðirnir eru nánast eini markverði þátttakandinn. Þetta eru ekki heilbrigðismerki á þjóð og þjóðfélagi, sem aldrei virðist geta rætt málin án þess að skipa sér í sveit og beina röddinni á háa c-ið. Vitandi hið fornkveðna um að hæst bylur í tómri tunnu, halda skynsamir menn og konur sig frekar til hlés en að hætta sér inn á hála braut þjóðfélagsumræðu á villigötum. Þetta er einfaldlega ekki þess virði. Skuldaleiðréttingin er holdgervingur þjóðfélags sem spólar fast, og stjórnmálalífs þar sem 180 gráða kúvending verður með hverjum stjórnarskiptum. Leiðréttingunni er ætlað að bæta tilteknum þjóðfélagshópi upp tap sem varð í atburðum sem urðu fyrir réttum sex árum. Áætlaður kostnaður sem fellur á ríkissjóð er 80 milljarðar króna, að viðbættum töpuðum skatttekjum upp á um 20 milljarða til viðbótar. Þetta er gert á sama tíma og menn virðast sammála um að heilbrigðiskerfið sé að hruni komið. Árið 2013 námu heildarútgjöld til heilbrigðismála rúmlega 160 milljörðum króna. Þegar allt er talið felst um 100 milljarða reikningur stílaður á ríkissjóð í skuldaleiðréttingunni. Einungis brot af þeirri fjárhæð gæti skipt sköpum til frambúðar hvað heilbrigðiskerfið varðar. Menntamál og heilbrigðismál eru dæmi um fjárfestingu í nútíð og framtíð. Almennar skattalækkanir eru annað úrræði sem aflögufær ríkissjóður getur beitt til að rýmka andrými þegnanna og ýta undir vöxt. Þá er ekki minnst á landbúnaðarkerfi sem er bæði óhagkvæmt og heldur þeim sem styrkina þiggja í fátæktargildru. Hugaðri stjórnmálamenn hefðu staldrað við einhvern af þessum kostum. Skuldaleiðréttingin svokallaða er hins vegar retróspektív aðgerð sem nýtist bara sumum en er fjármögnuð af öllum. Þetta er ekki bara popúlísk aðgerð, heldur var hún einnig til þess fallin að skapa ástand óvissu og eftirvæntingar í hagkerfi sem fyrst og fremst þurfti á staðfestu og stöðugleika að halda. Skuldaleiðréttingin var óréttlát, óskynsamleg og allt of seint fram komin. Látum hér við sitja, og ekki orð um það meir. Það er kominn tími til að líta fram á veginn.Tweets by @stjornarmadur
Stjórnarmaðurinn Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira