Skyr út, jógúrt inn: Það elska það allir Ólafur Stephensen skrifar 13. nóvember 2014 07:00 Mjólkursamsalan hefur náð glæsilegum árangri í útflutningi á íslenzka skyrinu. Fram kom í fjölmiðlum fyrr í vikunni að MS áformaði að selja um 100 milljón dósir af skyri á næsta ári, þar af meira en 80% erlendis. Sala á skyri erlendis hefur vaxið um 85% á þessu ári. Í Morgunblaðinu var haft eftir Jóni Axel Péturssyni, framkvæmdastjóra sölu- og markaðssviðs MS, að tollar Evrópusambandsins hömluðu útflutningi á skyri frá Íslandi. ESB gefur út tollkvóta, þannig að fyrstu tæplega 400 tonnin sem flutt eru inn til ríkja sambandsins eru tollfrjáls, en eftir það leggjast á tollar. Áætlað er að skyrsala í Finnlandi einu og sér verði um 5.400 tonn á næsta ári. Í öllum norrænu ríkjunum er gríðarleg eftirspurn eftir skyri. „Það elska það allir, ungir sem aldnir, hvar sem við setjum niður fót og kynnum það og seljum,“ segir Jón Axel í Morgunblaðinu. Til að greiða fyrir útflutningnum hafa Samtök afurðastöðva í mjólkuriðnaði óskað eftir að fá allt að fimm þúsund tonna aukinn skyrkvóta í Evrópusambandinu, að því er Sigurður Ingi Jóhannsson landbúnaðarráðherra greindi frá á Alþingi 3. nóvember. Í febrúar á næsta ári eru áformaðar viðræður í Brussel, þar sem á að reyna að semja um aukna fríverzlun Íslands og ESB og krafan um aukinn skyrkvóta verður höfð uppi. Landssamtök sláturleyfishafa hafa líka farið fram á að tollfrjáls kvóti fyrir lambakjöt í ESB verði aukinn úr 1.850 tonnum í 4.000 tonn. Landbúnaðarráðherrann sagði í þinginu að Ísland legði áherzlu á „algera gagnkvæmni í niðurfellingum tolla, þ.e. að vörur sem eiga að vera á núlltollum inn til Íslands verði einnig á núlltollum inn til Evrópu frá Íslandi.“ Væntanlega á hann ekki við að á móti innflutningskvóta fyrir skyr og lambakjöt í ESB rýmki Ísland til fyrir innflutningi sömu vara hingað; það myndi hvorki gagnast framleiðendum í ESB né neytendum á Íslandi.Jógúrtin er tolluð Hins vegar eru margar landbúnaðarvörur, framleiddar í ríkjum Evrópusambandsins, sem mikil eftirspurn er eftir hér á Íslandi, en innflutningur er torveldaður á með tollum. Ein slík vara er jógúrt, sem íslenzk stjórnvöld hafa hingað til aldrei tekið í mál að fella niður tolla á, vegna þess að jógúrtinnflutningur væri í beinni samkeppni við innlenda framleiðslu. Slík rök halda að sjálfsögðu ekki þegar verið er að fara fram á mörg þúsund tonna tollkvóta fyrir stærsta framleiðanda jógúrtvara á Íslandi inn á ESB-markaðinn. Í ofanálag er kvótinn ætlaður vöru, sem er víðast hvar í beinni samkeppni við jógúrtvörur. Tollurinn á kíló af jógúrt sem flutt er inn frá ESB-löndum er í dag 53 krónur. Það er ekki svakalegur tollur miðað við ýmislegt annað sem viðgengst í tollskránni, en auðvitað myndi neytendur muna um að hann félli niður. MS og aðrir innlendir jógúrtframleiðendur fengju aukna samkeppni, sem vandséð er að þeir gætu kvartað undan þegar þeir blanda sér sjálfir galvaskir í samkeppnina á ESB-markaði.Ekki bara framleiðendahagsmunir Það kom ekki sérstaklega á óvart að í áðurnefndum umræðum á Alþingi stillti landbúnaðarráðherrann málinu eingöngu upp sem hagsmunamáli innlendra framleiðenda af því að geta flutt meira út til ESB-ríkja. En auðvitað eru það líka hagsmunir íslenzkra neytenda og verzlunarinnar í landinu að tollar séu felldir niður á erlendum landbúnaðarvörum – vörum, sem er mikil eftirspurn eftir og allir elska og eru þar af leiðandi í samkeppni við innlenda framleiðslu. Bezt væri að það tækist að semja um mikla lækkun á tollum á íslenzka skyrinu og lambakjötinu, og á móti kæmi mikil lækkun á til dæmis jógúrt, ostum, pylsum og skinkum frá ESB. Það væri niðurstaða sem allir ættu að geta elskað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Mjólkursamsalan hefur náð glæsilegum árangri í útflutningi á íslenzka skyrinu. Fram kom í fjölmiðlum fyrr í vikunni að MS áformaði að selja um 100 milljón dósir af skyri á næsta ári, þar af meira en 80% erlendis. Sala á skyri erlendis hefur vaxið um 85% á þessu ári. Í Morgunblaðinu var haft eftir Jóni Axel Péturssyni, framkvæmdastjóra sölu- og markaðssviðs MS, að tollar Evrópusambandsins hömluðu útflutningi á skyri frá Íslandi. ESB gefur út tollkvóta, þannig að fyrstu tæplega 400 tonnin sem flutt eru inn til ríkja sambandsins eru tollfrjáls, en eftir það leggjast á tollar. Áætlað er að skyrsala í Finnlandi einu og sér verði um 5.400 tonn á næsta ári. Í öllum norrænu ríkjunum er gríðarleg eftirspurn eftir skyri. „Það elska það allir, ungir sem aldnir, hvar sem við setjum niður fót og kynnum það og seljum,“ segir Jón Axel í Morgunblaðinu. Til að greiða fyrir útflutningnum hafa Samtök afurðastöðva í mjólkuriðnaði óskað eftir að fá allt að fimm þúsund tonna aukinn skyrkvóta í Evrópusambandinu, að því er Sigurður Ingi Jóhannsson landbúnaðarráðherra greindi frá á Alþingi 3. nóvember. Í febrúar á næsta ári eru áformaðar viðræður í Brussel, þar sem á að reyna að semja um aukna fríverzlun Íslands og ESB og krafan um aukinn skyrkvóta verður höfð uppi. Landssamtök sláturleyfishafa hafa líka farið fram á að tollfrjáls kvóti fyrir lambakjöt í ESB verði aukinn úr 1.850 tonnum í 4.000 tonn. Landbúnaðarráðherrann sagði í þinginu að Ísland legði áherzlu á „algera gagnkvæmni í niðurfellingum tolla, þ.e. að vörur sem eiga að vera á núlltollum inn til Íslands verði einnig á núlltollum inn til Evrópu frá Íslandi.“ Væntanlega á hann ekki við að á móti innflutningskvóta fyrir skyr og lambakjöt í ESB rýmki Ísland til fyrir innflutningi sömu vara hingað; það myndi hvorki gagnast framleiðendum í ESB né neytendum á Íslandi.Jógúrtin er tolluð Hins vegar eru margar landbúnaðarvörur, framleiddar í ríkjum Evrópusambandsins, sem mikil eftirspurn er eftir hér á Íslandi, en innflutningur er torveldaður á með tollum. Ein slík vara er jógúrt, sem íslenzk stjórnvöld hafa hingað til aldrei tekið í mál að fella niður tolla á, vegna þess að jógúrtinnflutningur væri í beinni samkeppni við innlenda framleiðslu. Slík rök halda að sjálfsögðu ekki þegar verið er að fara fram á mörg þúsund tonna tollkvóta fyrir stærsta framleiðanda jógúrtvara á Íslandi inn á ESB-markaðinn. Í ofanálag er kvótinn ætlaður vöru, sem er víðast hvar í beinni samkeppni við jógúrtvörur. Tollurinn á kíló af jógúrt sem flutt er inn frá ESB-löndum er í dag 53 krónur. Það er ekki svakalegur tollur miðað við ýmislegt annað sem viðgengst í tollskránni, en auðvitað myndi neytendur muna um að hann félli niður. MS og aðrir innlendir jógúrtframleiðendur fengju aukna samkeppni, sem vandséð er að þeir gætu kvartað undan þegar þeir blanda sér sjálfir galvaskir í samkeppnina á ESB-markaði.Ekki bara framleiðendahagsmunir Það kom ekki sérstaklega á óvart að í áðurnefndum umræðum á Alþingi stillti landbúnaðarráðherrann málinu eingöngu upp sem hagsmunamáli innlendra framleiðenda af því að geta flutt meira út til ESB-ríkja. En auðvitað eru það líka hagsmunir íslenzkra neytenda og verzlunarinnar í landinu að tollar séu felldir niður á erlendum landbúnaðarvörum – vörum, sem er mikil eftirspurn eftir og allir elska og eru þar af leiðandi í samkeppni við innlenda framleiðslu. Bezt væri að það tækist að semja um mikla lækkun á tollum á íslenzka skyrinu og lambakjötinu, og á móti kæmi mikil lækkun á til dæmis jógúrt, ostum, pylsum og skinkum frá ESB. Það væri niðurstaða sem allir ættu að geta elskað.
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun