Miklu betri þegar það telur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. nóvember 2014 07:00 Hér má sjá muninn á milli vináttuleikja og mótsleikja undir stjórn Lars Lagerbäck og Heimis Hallgrímssonar. graf/Thanos Framundan er toppslagur við Tékka, einvígi tveggja efstu liðanna sem hafa ekki tapað stigi í fyrstu þremur leikjum sínum. Íslenska liðið lá fyrir Belgum í vináttulandsleik í Brussel en við þurfum ekki að hafa alltof miklar áhyggjur ef marka má þjálfaratíð Lars Lagerbäck.Æfingaleikirnir notaðir vel Undir stjórn Lars og Heimis Hallgrímssonar hefur íslenska liðið náð miklu betri árangri í leikjunum sem skipta einhverju máli. Æfingarleikirnir hafa á sama tíma verið notaðir til að þróa og bæta liðið auk þess að gefa leikmönnum tækifæri til að sýna sig og sanna. Margir leikmenn fengu tækifæri gegn Belgíu í fyrrakvöld og þótt að það sé ólíklegt að þeir komi inn í byrjunarliðið fyrir Tékkaleikinn þá eru þeir Lars og Heimir eflaust komnir með góða mynd af því hvenær þessir leikmenn geti hjálpað íslenska landsliðinu á næstunni þegar leikbönn eða meiðsli herja á hópinn. Það er ekki bara að íslenska liðið sé betra í keppnisleikjum síðan Lars tók við heldur sýnir tölfræðin það að liðið er miklu betra. Íslenska landsliðið er búið að ná í 60 prósent stiga í fimmtán leikjum í undankeppnum HM og EM síðan Lars Lagerbäck tók við en aðeins í 33 prósent stiga í vináttuleikjunum ef við reiknum með að sams konar stigafjöldi hafi verið í boði í þeim leikjum.vísir/gettyVinna leikina í Dalnum Íslenska landsliðið hefur nefnilega aðeins unnið 4 af 13 vináttulandsleikjum sínum í þjálfaratíð Lagerbäcks, heimaleikina á móti Færeyjum (2 leikir; 2012 og 2013) og Eistlandi sem og útileik á móti Andorra í nóvember 2012. Liðið hefur unnið alla þrjá vináttuleiki sína á heimavelli án þess að fá á sig mark en er hins vegar búið að tapa 8 af 10 vináttulandsleikjum sínum utan Íslands. Íslenska liðið tapaði meðal annars fjórum fyrstu leikjum sínum undir stjórn Lagerbäcks árið 2012 en fagnaði sínum fyrsta sigri í vináttuleik við Færeyjar á Laugardalsvellinum í ágúst.8 sigrar í 15 leikjum Fyrsti keppnisleikurinn vannst á móti Noregi á sama stað rúmum þremur vikum síðar og alls hefur íslenska liðið unnið 8 af 15 leikjum sínum í undankeppni undir stjórn Svíans. Þeim árangri hefur enginn annar þjálfari íslenska liðsins náð. Íslenska liðið hefur líka verið að spila við sterkar þjóðir í vináttulandsleikjum enda eru leikir við Rússa, Frakka og Svía meðal annars að baki auk leiksins við Belga á miðvikudagskvöldið en Belgar eru sem stendur í fjórða sæti á FIFA-listanum. Gengið í keppnisleikjunum hefur verið sögulegt. Liðið komst í umspil um sæti á HM í fyrsta sinn í undankeppni HM í Brasilíu og er nú á toppi síns riðils eftir þrjá leiki í undankeppni EM 2016.vísir/afpHelst hefðin í Plzen Eins og sjá má í grafinu hér á síðunni er gengið nánast eins og spegilmynd þegar alvöru leikir eru bornir saman við æfingaleiki. Markatalan í keppnisleikjum er átta mörk í plús en sjö mörk í mínus í vináttulandsleikjunum. Sigrarnir í keppnisleikjum eru átta alveg eins og töpin í vináttuleikjunum. Nú er bara að vona að hefðin haldist í Plzen í Tékklandi á sunnudagskvöldið og að strákarnir okkar nái þar hagstæðum úrslitum og stigi einu skrefi nær því að komast í úrslitakeppni stórmóts í fyrsta sinn. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Cech: Sterkasta vopn Íslands er liðsheildin Tékkar fá viku til að undirbúa sig fyrir toppslaginn gegn Íslandi. 13. nóvember 2014 07:00 Rosicky: Ísland athyglisverður og erfiður andstæðingur Miðjumaðurinn öflugi ætlar ekki að vanmeta íslenska liðið. 13. nóvember 2014 15:30 Áhofendur í Plzen fá tíu þúsund bjóra Landsliðsþjálfari Tékka vann veðmálið við bruggverksmiðju í Plzen. 13. nóvember 2014 14:30 Emil tók því rólega á æfingu landsliðsins Engin ný meiðsli eftir leikinn gegn Belgíu í gær. 13. nóvember 2014 13:32 Ekkert lið eins vel skipulagt og það íslenska Tékkneski landsliðsmaðurinn Tomas Sivok segir að íslenska landsliðið sé betra en það hollenska. 13. nóvember 2014 06:00 Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Golf Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Ísak Snær opnaði markareikninginn hjá Lyngby Kolbeinn lagði upp sigurmarkið Frankfurt kann það betur en flest félög að græða pening á framherjum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini „Forréttindi fyrir okkur sem eru nærri honum að fá að verða vitni að þessu“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Sjá meira
Framundan er toppslagur við Tékka, einvígi tveggja efstu liðanna sem hafa ekki tapað stigi í fyrstu þremur leikjum sínum. Íslenska liðið lá fyrir Belgum í vináttulandsleik í Brussel en við þurfum ekki að hafa alltof miklar áhyggjur ef marka má þjálfaratíð Lars Lagerbäck.Æfingaleikirnir notaðir vel Undir stjórn Lars og Heimis Hallgrímssonar hefur íslenska liðið náð miklu betri árangri í leikjunum sem skipta einhverju máli. Æfingarleikirnir hafa á sama tíma verið notaðir til að þróa og bæta liðið auk þess að gefa leikmönnum tækifæri til að sýna sig og sanna. Margir leikmenn fengu tækifæri gegn Belgíu í fyrrakvöld og þótt að það sé ólíklegt að þeir komi inn í byrjunarliðið fyrir Tékkaleikinn þá eru þeir Lars og Heimir eflaust komnir með góða mynd af því hvenær þessir leikmenn geti hjálpað íslenska landsliðinu á næstunni þegar leikbönn eða meiðsli herja á hópinn. Það er ekki bara að íslenska liðið sé betra í keppnisleikjum síðan Lars tók við heldur sýnir tölfræðin það að liðið er miklu betra. Íslenska landsliðið er búið að ná í 60 prósent stiga í fimmtán leikjum í undankeppnum HM og EM síðan Lars Lagerbäck tók við en aðeins í 33 prósent stiga í vináttuleikjunum ef við reiknum með að sams konar stigafjöldi hafi verið í boði í þeim leikjum.vísir/gettyVinna leikina í Dalnum Íslenska landsliðið hefur nefnilega aðeins unnið 4 af 13 vináttulandsleikjum sínum í þjálfaratíð Lagerbäcks, heimaleikina á móti Færeyjum (2 leikir; 2012 og 2013) og Eistlandi sem og útileik á móti Andorra í nóvember 2012. Liðið hefur unnið alla þrjá vináttuleiki sína á heimavelli án þess að fá á sig mark en er hins vegar búið að tapa 8 af 10 vináttulandsleikjum sínum utan Íslands. Íslenska liðið tapaði meðal annars fjórum fyrstu leikjum sínum undir stjórn Lagerbäcks árið 2012 en fagnaði sínum fyrsta sigri í vináttuleik við Færeyjar á Laugardalsvellinum í ágúst.8 sigrar í 15 leikjum Fyrsti keppnisleikurinn vannst á móti Noregi á sama stað rúmum þremur vikum síðar og alls hefur íslenska liðið unnið 8 af 15 leikjum sínum í undankeppni undir stjórn Svíans. Þeim árangri hefur enginn annar þjálfari íslenska liðsins náð. Íslenska liðið hefur líka verið að spila við sterkar þjóðir í vináttulandsleikjum enda eru leikir við Rússa, Frakka og Svía meðal annars að baki auk leiksins við Belga á miðvikudagskvöldið en Belgar eru sem stendur í fjórða sæti á FIFA-listanum. Gengið í keppnisleikjunum hefur verið sögulegt. Liðið komst í umspil um sæti á HM í fyrsta sinn í undankeppni HM í Brasilíu og er nú á toppi síns riðils eftir þrjá leiki í undankeppni EM 2016.vísir/afpHelst hefðin í Plzen Eins og sjá má í grafinu hér á síðunni er gengið nánast eins og spegilmynd þegar alvöru leikir eru bornir saman við æfingaleiki. Markatalan í keppnisleikjum er átta mörk í plús en sjö mörk í mínus í vináttulandsleikjunum. Sigrarnir í keppnisleikjum eru átta alveg eins og töpin í vináttuleikjunum. Nú er bara að vona að hefðin haldist í Plzen í Tékklandi á sunnudagskvöldið og að strákarnir okkar nái þar hagstæðum úrslitum og stigi einu skrefi nær því að komast í úrslitakeppni stórmóts í fyrsta sinn.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Cech: Sterkasta vopn Íslands er liðsheildin Tékkar fá viku til að undirbúa sig fyrir toppslaginn gegn Íslandi. 13. nóvember 2014 07:00 Rosicky: Ísland athyglisverður og erfiður andstæðingur Miðjumaðurinn öflugi ætlar ekki að vanmeta íslenska liðið. 13. nóvember 2014 15:30 Áhofendur í Plzen fá tíu þúsund bjóra Landsliðsþjálfari Tékka vann veðmálið við bruggverksmiðju í Plzen. 13. nóvember 2014 14:30 Emil tók því rólega á æfingu landsliðsins Engin ný meiðsli eftir leikinn gegn Belgíu í gær. 13. nóvember 2014 13:32 Ekkert lið eins vel skipulagt og það íslenska Tékkneski landsliðsmaðurinn Tomas Sivok segir að íslenska landsliðið sé betra en það hollenska. 13. nóvember 2014 06:00 Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Golf Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Ísak Snær opnaði markareikninginn hjá Lyngby Kolbeinn lagði upp sigurmarkið Frankfurt kann það betur en flest félög að græða pening á framherjum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini „Forréttindi fyrir okkur sem eru nærri honum að fá að verða vitni að þessu“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Sjá meira
Cech: Sterkasta vopn Íslands er liðsheildin Tékkar fá viku til að undirbúa sig fyrir toppslaginn gegn Íslandi. 13. nóvember 2014 07:00
Rosicky: Ísland athyglisverður og erfiður andstæðingur Miðjumaðurinn öflugi ætlar ekki að vanmeta íslenska liðið. 13. nóvember 2014 15:30
Áhofendur í Plzen fá tíu þúsund bjóra Landsliðsþjálfari Tékka vann veðmálið við bruggverksmiðju í Plzen. 13. nóvember 2014 14:30
Emil tók því rólega á æfingu landsliðsins Engin ný meiðsli eftir leikinn gegn Belgíu í gær. 13. nóvember 2014 13:32
Ekkert lið eins vel skipulagt og það íslenska Tékkneski landsliðsmaðurinn Tomas Sivok segir að íslenska landsliðið sé betra en það hollenska. 13. nóvember 2014 06:00