Myndform og Netflix í viðræðum Haraldur Guðmundsson skrifar 19. nóvember 2014 07:00 Myndform á meðal annars sýningarrétt á kvikmyndum Universal. Vísir/AFP Netflix hefur átt í viðræðum við Myndform um kaup á ýmsu myndefni sem íslenska fyrirtækið á sýningarrétt á hér á landi. Viðræðurnar hafa staðið yfir síðan í ágúst. Fyrirtækin hafa ekki enn komist að samkomulagi en ljóst er að Netflix á í viðræðum við þrjú stærstu kvikmyndafyrirtæki landsins. „Það er verið að vinna í þessu á fullu en þetta er flókið mál. Við eigum rétt til að sýna mjög mikið af efni hér á landi en það er misjafnt út á hvað þau réttindi ganga. Stundum hefur Myndform keypt öll réttindi vegna tiltekinnar bíómyndar en í öðrum tilvikum einungis kvikmyndahúsaréttindin,“ segir Magnús Gunnarsson, yfirmaður kvikmyndadreifingar Myndforms og framkvæmdastjóri Laugarásbíós, í samtali við Markaðinn. Myndform á meðal annars sýningarrétt á kvikmyndum bandarísku framleiðslufyrirtækjanna Universal, Lionsgate og Metro-Goldwyn-Mayer (MGM). Fyrirtækið er einnig í samstarfi við sænska dreifingarfyrirtækið Svensk Filmindustri og selur að auki mikið af erlendu barnaefni.Magnús Gunnarsson„Við funduðum með Netflix og Svensk Filmindustri í Stokkhólmi ágúst og þá vorum við fyrsta íslenska fyrirtækið sem ræddi við Netflix um þessi mál. Okkur líst vel á þetta því öll lögleg sala á þessu efni er okkur til hagsbóta,“ segir Magnús. Hann nefnir að Myndform á réttinn á kvikmyndum eins og Dumb and Dumber To, Nightcrawler, John Wick og þríleiknum um Hobbitann. „Þannig að það er eftir miklu að slægjast. En Netflix er að opna í svo mörgum löndum núna, og Ísland er bara einn lítill markaður, þannig að þetta gerist ekki á einni nóttu,“ segir Magnús. Eins og komið hefur fram vinnur Netflix að því að opna fyrir þjónustu sína hér á landi en fyrirtækið hefur undanfarið unnið að því að hasla sér völl í Evrópu. Fréttavefurinn Nútíminn greindi fyrst frá þreifingum Netflix hér á landi þann 16. október síðastliðinn. Þann sama dag var sagt frá því á mbl.is að Sena ætti í viðræðum við bandaríska fyrirtækið og um tveimur vikum síðar fylgdi fréttavefurinn Kjarninn málinu eftir með frétt um að viðræður Netflix og Sam-félagsins, sem á og rekur Sambíóin og Samfilm, væru langt komnar. Netflix Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Samstarf Fleiri fréttir Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sjá meira
Netflix hefur átt í viðræðum við Myndform um kaup á ýmsu myndefni sem íslenska fyrirtækið á sýningarrétt á hér á landi. Viðræðurnar hafa staðið yfir síðan í ágúst. Fyrirtækin hafa ekki enn komist að samkomulagi en ljóst er að Netflix á í viðræðum við þrjú stærstu kvikmyndafyrirtæki landsins. „Það er verið að vinna í þessu á fullu en þetta er flókið mál. Við eigum rétt til að sýna mjög mikið af efni hér á landi en það er misjafnt út á hvað þau réttindi ganga. Stundum hefur Myndform keypt öll réttindi vegna tiltekinnar bíómyndar en í öðrum tilvikum einungis kvikmyndahúsaréttindin,“ segir Magnús Gunnarsson, yfirmaður kvikmyndadreifingar Myndforms og framkvæmdastjóri Laugarásbíós, í samtali við Markaðinn. Myndform á meðal annars sýningarrétt á kvikmyndum bandarísku framleiðslufyrirtækjanna Universal, Lionsgate og Metro-Goldwyn-Mayer (MGM). Fyrirtækið er einnig í samstarfi við sænska dreifingarfyrirtækið Svensk Filmindustri og selur að auki mikið af erlendu barnaefni.Magnús Gunnarsson„Við funduðum með Netflix og Svensk Filmindustri í Stokkhólmi ágúst og þá vorum við fyrsta íslenska fyrirtækið sem ræddi við Netflix um þessi mál. Okkur líst vel á þetta því öll lögleg sala á þessu efni er okkur til hagsbóta,“ segir Magnús. Hann nefnir að Myndform á réttinn á kvikmyndum eins og Dumb and Dumber To, Nightcrawler, John Wick og þríleiknum um Hobbitann. „Þannig að það er eftir miklu að slægjast. En Netflix er að opna í svo mörgum löndum núna, og Ísland er bara einn lítill markaður, þannig að þetta gerist ekki á einni nóttu,“ segir Magnús. Eins og komið hefur fram vinnur Netflix að því að opna fyrir þjónustu sína hér á landi en fyrirtækið hefur undanfarið unnið að því að hasla sér völl í Evrópu. Fréttavefurinn Nútíminn greindi fyrst frá þreifingum Netflix hér á landi þann 16. október síðastliðinn. Þann sama dag var sagt frá því á mbl.is að Sena ætti í viðræðum við bandaríska fyrirtækið og um tveimur vikum síðar fylgdi fréttavefurinn Kjarninn málinu eftir með frétt um að viðræður Netflix og Sam-félagsins, sem á og rekur Sambíóin og Samfilm, væru langt komnar.
Netflix Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Samstarf Fleiri fréttir Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sjá meira