Gjaldfelldu sig í hagnaðarskyni Sigurjón M. Egilsson skrifar 20. nóvember 2014 06:00 Segja verður sem er að forysta stjórnarandstöðuflokkanna á Alþingi hefur gjaldfellt sig. Og það á því aumasta af öllu aumu. Þrátt fyrir að eiga það sameiginlegt að búa við fjárhagslegt öryggi, sameinaðist forysta stjórnarandstöðuflokkanna, reyndar að Pírötum frátöldum, í að þiggja greiðslur úr ríkissjóði til að lækka skuldir sínar lítið eitt. Ekki vegna þess að þetta annars ágæta fólk glímdi við fjárhagslegan vanda, ætti ekki fyrir afborgunum, lifði í óvissu um hvernig tækist að ná endum saman. Nei, bara til að þess að hafa það ögn betra. Ekki er nokkrum blöðum um það fletta að þau eru ekki ein velstæðra sem gerðu það. Nei, aldeilis ekki. Víða má finna dæmi þess að velstætt fólk hafi fengið ótrúlegar niðurfellingar lána. Enda var leikurinn meðal annars til þess gerður. Hitt er annað, að fáir hafa haft uppi jafn mikla gagnrýni og stjórnmálaleiðtogar á Alþingi Íslendinga. Þar er fólk sem fann allt að aðgerðunum, fannst rangt að útdeila peningum til þeirra sem ekki þurfa nauðsynlega á þeim halda. Þar á meðal til þeirra sjálfra. Eins og þetta ágæta fólk hefur bent á er víða brýn þörf fyrir þá peninga sem fara nú til velstæðra Íslendinga, meðal annars stjórnmálaforingja. Grípum aðeins niður í ræðu eins þeirra: „Það er verið að ganga á innviðina, við sjáum það bara á vegunum, þeim er ekki haldið við. Það safnar bara upp kostnaði ef þeim er ekki haldið við. Þörf er á nýjum spítala en það er ekki hægt að fara í hann. Peningarnir fara í skuldaleiðréttinguna. Það er þörf á fjárfestingu í menntakerfinu, menntamálaráðherra talar síendurtekið um að við séum að dragast aftur úr þar, og það er þörf á því að greiða niður opinberar skuldir.“ Já, orð að sönnu. Við lesturinn hér að ofan er hreint ótrúlegt að þeir sem þannig tala, og skortir ekki neitt, skuli samt sækja í almannapeninga sér til hagsbóta. Frægt er að fjármálaráðherrann, sem er með stöndugri mönnum en sótti samt um að hluti skulda hans færi yfir á ríkissjóð, sagði í ræðustól Alþingis: „Var það sanngjarnt að öllu leyti hvernig tekið var á gengislánamálum eða á öðrum skuldum? Ég veit það ekki, en það er að minnsta kosti ýmislegt búið að gera fyrir flesta aðra en þá sem falla undir þá aðgerð sem við ræðum hér í dag.“ Trúverðugleiki er stjórnmálamönnum eflaust mikils virði. Þess vegna er klént að tala sig hásan um vondar aðgerðir í niðurfellingu skulda en fara samt í röðina í von um að fá sneið af hinni fordæmdu köku. Öll orð hér eftir, um þetta mál hið minnsta, verða að skoðast í því ljósi að orð og athafnir hafa stangast á. Öll gagnrýnin, sem sett hefur verið fram, missir þar með marks. Enn og aftur eru það peningar, von um gróða, sem varpar skugga á fólk. Það er ekki hægt að tala á einn veg og fara aðra leið sjálfur. Það er eiginlega aumast af öllu aumu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón M. Egilsson Mest lesið Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Annars konar skoðun á hinu ósýnilega í lífi fólks Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og Bandaríkin í skugga hægri öfga skrifar Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Sjá meira
Segja verður sem er að forysta stjórnarandstöðuflokkanna á Alþingi hefur gjaldfellt sig. Og það á því aumasta af öllu aumu. Þrátt fyrir að eiga það sameiginlegt að búa við fjárhagslegt öryggi, sameinaðist forysta stjórnarandstöðuflokkanna, reyndar að Pírötum frátöldum, í að þiggja greiðslur úr ríkissjóði til að lækka skuldir sínar lítið eitt. Ekki vegna þess að þetta annars ágæta fólk glímdi við fjárhagslegan vanda, ætti ekki fyrir afborgunum, lifði í óvissu um hvernig tækist að ná endum saman. Nei, bara til að þess að hafa það ögn betra. Ekki er nokkrum blöðum um það fletta að þau eru ekki ein velstæðra sem gerðu það. Nei, aldeilis ekki. Víða má finna dæmi þess að velstætt fólk hafi fengið ótrúlegar niðurfellingar lána. Enda var leikurinn meðal annars til þess gerður. Hitt er annað, að fáir hafa haft uppi jafn mikla gagnrýni og stjórnmálaleiðtogar á Alþingi Íslendinga. Þar er fólk sem fann allt að aðgerðunum, fannst rangt að útdeila peningum til þeirra sem ekki þurfa nauðsynlega á þeim halda. Þar á meðal til þeirra sjálfra. Eins og þetta ágæta fólk hefur bent á er víða brýn þörf fyrir þá peninga sem fara nú til velstæðra Íslendinga, meðal annars stjórnmálaforingja. Grípum aðeins niður í ræðu eins þeirra: „Það er verið að ganga á innviðina, við sjáum það bara á vegunum, þeim er ekki haldið við. Það safnar bara upp kostnaði ef þeim er ekki haldið við. Þörf er á nýjum spítala en það er ekki hægt að fara í hann. Peningarnir fara í skuldaleiðréttinguna. Það er þörf á fjárfestingu í menntakerfinu, menntamálaráðherra talar síendurtekið um að við séum að dragast aftur úr þar, og það er þörf á því að greiða niður opinberar skuldir.“ Já, orð að sönnu. Við lesturinn hér að ofan er hreint ótrúlegt að þeir sem þannig tala, og skortir ekki neitt, skuli samt sækja í almannapeninga sér til hagsbóta. Frægt er að fjármálaráðherrann, sem er með stöndugri mönnum en sótti samt um að hluti skulda hans færi yfir á ríkissjóð, sagði í ræðustól Alþingis: „Var það sanngjarnt að öllu leyti hvernig tekið var á gengislánamálum eða á öðrum skuldum? Ég veit það ekki, en það er að minnsta kosti ýmislegt búið að gera fyrir flesta aðra en þá sem falla undir þá aðgerð sem við ræðum hér í dag.“ Trúverðugleiki er stjórnmálamönnum eflaust mikils virði. Þess vegna er klént að tala sig hásan um vondar aðgerðir í niðurfellingu skulda en fara samt í röðina í von um að fá sneið af hinni fordæmdu köku. Öll orð hér eftir, um þetta mál hið minnsta, verða að skoðast í því ljósi að orð og athafnir hafa stangast á. Öll gagnrýnin, sem sett hefur verið fram, missir þar með marks. Enn og aftur eru það peningar, von um gróða, sem varpar skugga á fólk. Það er ekki hægt að tala á einn veg og fara aðra leið sjálfur. Það er eiginlega aumast af öllu aumu.
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun