Betri stjórnarstefna er möguleg Árni Páll Árnason skrifar 4. desember 2014 07:00 Stjórnarandstaðan hefur sameinast um breytingartillögur við fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar til að freista þess að draga úr verstu ágöllum frumvarpsins. Ríkisstjórnin sýnir í hverju málinu á fætur öðru þann ásetning sinn að vinna í þágu hinna fáu. Ríkisstjórn ríka fólksins hefur reynst fullkomið réttnefni. Það er mikilvægt að þjóðin sjái að önnur stjórnarstefna er möguleg og að samstaða er um hana í stjórnarandstöðunni. Við leggjum til að fallið verði frá stórauknum álögum á almenning vegna heilbrigðisþjónustu. Ef allt er talið stefnir í að kostnaðarhlutdeild sjúklinga í heilbrigðisþjónustu – komugjöld í heilsugæslunni, greiðsluþátttaka hjá sérfræðilæknum, í lyfjum, hjálpartækjum og þjálfun – hækki um nærri 2 milljarða frá því sem var í tíð síðustu ríkisstjórnar. Það er ótrúlegt að heyra stjórnarflokkana stæra sig af skattalækkunum á sama tíma og nýr 2 milljarða skattur er með þessum hætti felldur á heimilin í landinu. Við leggjum líka til að framhaldsskólinn verði áfram opinn fyrir nemendum óháð aldri. Ríkisstjórnin vill loka þessari leið fyrir fólki yfir 25 ára aldri og vísa því á margfalt dýrari einkareknar leiðir. Fólk yfir 25 ára aldri er borgarar eins og aðrir og á sama rétt til að afla sér menntunar og fá að nýta tækifæri, óháð efnahag. Allt ber að sama brunni í stefnumörkun ríkisstjórnarinnar: Lögð eru gjöld á allt sem á að vera hluti opinberrar þjónustu. Nýir skattar heita öðrum nöfnum: Hærri kostnaðarhlutdeild sjúklinga, hærri gjöld fyrir aðgang að framhaldsskólamenntun og ný gjöld fyrir að fá að ganga um náttúru Íslands. Við þessari stefnumörkun þarf að bregðast með því að sýna alvöruvalkost. Við setjum heilbrigðismál og menntamál í forgang og sækjum kjarabætur fyrir lífeyrisþega með auknum framlögum til almannatrygginga. Við viljum verja umsamin réttindi á vinnumarkaði, eins og rétt til atvinnuleysisbóta og bæta úr brýnni þörf fyrir fjárfestingu í innviðum. Þetta er betri stefna og um hana er hægt að byggja víðtæka sátt meðal þjóðarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Mest lesið Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson Skoðun Halldór 06.09.2025 Halldór Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar Skoðun Línurnar skýrast Jóhanna Sigurðardóttir Fastir pennar Lesum í sporin! Steingrímur J. Sigfússon Skoðun Meirihluti telur Ísland á réttri leið Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Sjá meira
Stjórnarandstaðan hefur sameinast um breytingartillögur við fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar til að freista þess að draga úr verstu ágöllum frumvarpsins. Ríkisstjórnin sýnir í hverju málinu á fætur öðru þann ásetning sinn að vinna í þágu hinna fáu. Ríkisstjórn ríka fólksins hefur reynst fullkomið réttnefni. Það er mikilvægt að þjóðin sjái að önnur stjórnarstefna er möguleg og að samstaða er um hana í stjórnarandstöðunni. Við leggjum til að fallið verði frá stórauknum álögum á almenning vegna heilbrigðisþjónustu. Ef allt er talið stefnir í að kostnaðarhlutdeild sjúklinga í heilbrigðisþjónustu – komugjöld í heilsugæslunni, greiðsluþátttaka hjá sérfræðilæknum, í lyfjum, hjálpartækjum og þjálfun – hækki um nærri 2 milljarða frá því sem var í tíð síðustu ríkisstjórnar. Það er ótrúlegt að heyra stjórnarflokkana stæra sig af skattalækkunum á sama tíma og nýr 2 milljarða skattur er með þessum hætti felldur á heimilin í landinu. Við leggjum líka til að framhaldsskólinn verði áfram opinn fyrir nemendum óháð aldri. Ríkisstjórnin vill loka þessari leið fyrir fólki yfir 25 ára aldri og vísa því á margfalt dýrari einkareknar leiðir. Fólk yfir 25 ára aldri er borgarar eins og aðrir og á sama rétt til að afla sér menntunar og fá að nýta tækifæri, óháð efnahag. Allt ber að sama brunni í stefnumörkun ríkisstjórnarinnar: Lögð eru gjöld á allt sem á að vera hluti opinberrar þjónustu. Nýir skattar heita öðrum nöfnum: Hærri kostnaðarhlutdeild sjúklinga, hærri gjöld fyrir aðgang að framhaldsskólamenntun og ný gjöld fyrir að fá að ganga um náttúru Íslands. Við þessari stefnumörkun þarf að bregðast með því að sýna alvöruvalkost. Við setjum heilbrigðismál og menntamál í forgang og sækjum kjarabætur fyrir lífeyrisþega með auknum framlögum til almannatrygginga. Við viljum verja umsamin réttindi á vinnumarkaði, eins og rétt til atvinnuleysisbóta og bæta úr brýnni þörf fyrir fjárfestingu í innviðum. Þetta er betri stefna og um hana er hægt að byggja víðtæka sátt meðal þjóðarinnar.
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar