Mórallinn hrundi Sigurjón M. Egilsson skrifar 6. desember 2014 07:00 Í fyrstu virtist val Bjarna Benediktssonar á eftirmanni Hönnu Birnu Kristjánsdóttur í embætti innanríkisráðherra vera snilldarbragð. Útlit var fyrir að hann hefði slegið vopnin úr höndum allra þeirra þingmanna, sem gengu með ráðherrann í maganum, þegar hann fól Ólöfu Nordal að gegna embættinu. Rykið settist fljótt og þá kom í ljós, bæði í opinberum viðbrögðum og prívatsamtölum, að það ólgar innan þingflokksins. Kastljósið er skyndilega komið á innanbúðarmál Sjálfstæðisflokksins og einkum þingflokksins. Engum hefur dulist að Bjarni hefur haft góð tök á sínu fólki, sínum flokki og þingmönnunum. Hann hefur verið óskoraður fyrirliði síns liðs. Það kann að hafa breyst. Takist honum ekki að lægja öldurnar er allt eins víst að ósættið aukist. Það er grínlaust að hafa þrjá eða fjóra þingmenn, í ekki fjölmennari hópi, sem eru ósáttir og telja eigin framgang átt að hafa orðið meiri en hann hefur orðið. Fólk er í fýlu. Og því fylgir vandi. Mál Hönnu Birnu ætlar að reynast erfitt, fyrir hana og fyrir Bjarna. Það losnaði eitt ráðherraembætti og hið minnsta fjórir þingmenn flokksins töldu sig albúna til verksins. Og eflaust voru þau hvert og eitt ágætir kandídatar í embættið. Það eitt að Bjarni kaus að leita út fyrir þingflokkinn er eitt. Annað er hvað hann sagði við fjölmiðla eftir að hafa afráðið að Ólöf Nordal tæki við embættinu. „Þetta er vandasöm ákvörðun sem ég stóð frammi fyrir. Fyrst og fremst vildi ég fá einstakling sem nyti óskoraðs trausts okkar sjálfstæðismanna. Ég lít á hana sem eina af okkur enda var hún á þingi með okkur allt fram á síðasta ár.“ Þessi orð Bjarna fóru þversum í marga. Auðvitað telja þingmenn flokksins að þeir njóti óskoraðs trausts flokksmanna. Af lestri Morgunblaðsins, en afstaða þess er talin skipta máli, er ekki hægt að sjá að blaðið fagni ákvörðun formannsins, en blaðið hefur greinilega ekkert á móti skipan Ólafar. Mogginn kinkar kolli. Gefur samþykki sitt. Ólöf Nordal var áberandi þingmaður, þann tíma sem hún sat á þingi, og segja má að það hafi munað um minna. Ólöf segir sjálf að þótt hún setjist nú í ráðherrastól, án þess að vera kjörin til þings, sé alls ekki víst að það merki nýtt upphaf, að hún muni sækjast eftir kjöri til þings í næstu kosningum. Þegar ljóst varð að Ólöf yrði ráðherra fannst mörgum blasa við að Bjarni væri þar að velja næsta varaformann, að Ólöf myndi í framhaldinu sækjast eftir að verða aftur kjörin varaformaður flokksins, þar sem staða Hönnu Birnu er veik, hið minnsta þessa stundina, hvað sem verður. Bjarni hefur ekki leyst vanda innan flokksins. Hann átti fáa góða kosti, kannski engan. Hann hefur hið minnsta sýnt okkur að það gengur á ýmsu innan flokks og milli þingmannanna. Einn er örugglega sigurvegari þessa alls. Einar K. Guðfinnsson las rétt í stöðuna og kaus, þrátt fyrir eftirgang Bjarna, að sitja áfram sem forseti þingsins. Stjórnarandstæðingar hafa keppst við að fagna ákvörðun hans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón M. Egilsson Mest lesið Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Skoðun Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Sjá meira
Í fyrstu virtist val Bjarna Benediktssonar á eftirmanni Hönnu Birnu Kristjánsdóttur í embætti innanríkisráðherra vera snilldarbragð. Útlit var fyrir að hann hefði slegið vopnin úr höndum allra þeirra þingmanna, sem gengu með ráðherrann í maganum, þegar hann fól Ólöfu Nordal að gegna embættinu. Rykið settist fljótt og þá kom í ljós, bæði í opinberum viðbrögðum og prívatsamtölum, að það ólgar innan þingflokksins. Kastljósið er skyndilega komið á innanbúðarmál Sjálfstæðisflokksins og einkum þingflokksins. Engum hefur dulist að Bjarni hefur haft góð tök á sínu fólki, sínum flokki og þingmönnunum. Hann hefur verið óskoraður fyrirliði síns liðs. Það kann að hafa breyst. Takist honum ekki að lægja öldurnar er allt eins víst að ósættið aukist. Það er grínlaust að hafa þrjá eða fjóra þingmenn, í ekki fjölmennari hópi, sem eru ósáttir og telja eigin framgang átt að hafa orðið meiri en hann hefur orðið. Fólk er í fýlu. Og því fylgir vandi. Mál Hönnu Birnu ætlar að reynast erfitt, fyrir hana og fyrir Bjarna. Það losnaði eitt ráðherraembætti og hið minnsta fjórir þingmenn flokksins töldu sig albúna til verksins. Og eflaust voru þau hvert og eitt ágætir kandídatar í embættið. Það eitt að Bjarni kaus að leita út fyrir þingflokkinn er eitt. Annað er hvað hann sagði við fjölmiðla eftir að hafa afráðið að Ólöf Nordal tæki við embættinu. „Þetta er vandasöm ákvörðun sem ég stóð frammi fyrir. Fyrst og fremst vildi ég fá einstakling sem nyti óskoraðs trausts okkar sjálfstæðismanna. Ég lít á hana sem eina af okkur enda var hún á þingi með okkur allt fram á síðasta ár.“ Þessi orð Bjarna fóru þversum í marga. Auðvitað telja þingmenn flokksins að þeir njóti óskoraðs trausts flokksmanna. Af lestri Morgunblaðsins, en afstaða þess er talin skipta máli, er ekki hægt að sjá að blaðið fagni ákvörðun formannsins, en blaðið hefur greinilega ekkert á móti skipan Ólafar. Mogginn kinkar kolli. Gefur samþykki sitt. Ólöf Nordal var áberandi þingmaður, þann tíma sem hún sat á þingi, og segja má að það hafi munað um minna. Ólöf segir sjálf að þótt hún setjist nú í ráðherrastól, án þess að vera kjörin til þings, sé alls ekki víst að það merki nýtt upphaf, að hún muni sækjast eftir kjöri til þings í næstu kosningum. Þegar ljóst varð að Ólöf yrði ráðherra fannst mörgum blasa við að Bjarni væri þar að velja næsta varaformann, að Ólöf myndi í framhaldinu sækjast eftir að verða aftur kjörin varaformaður flokksins, þar sem staða Hönnu Birnu er veik, hið minnsta þessa stundina, hvað sem verður. Bjarni hefur ekki leyst vanda innan flokksins. Hann átti fáa góða kosti, kannski engan. Hann hefur hið minnsta sýnt okkur að það gengur á ýmsu innan flokks og milli þingmannanna. Einn er örugglega sigurvegari þessa alls. Einar K. Guðfinnsson las rétt í stöðuna og kaus, þrátt fyrir eftirgang Bjarna, að sitja áfram sem forseti þingsins. Stjórnarandstæðingar hafa keppst við að fagna ákvörðun hans.
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun