Körfubolti

Ísland spilar á sterku æfingamóti fyrir EM

Tómas Þór Þórðarson skrifar
vísir/daníel
Eftir að búið var að draga í riðla fyrir EM 2015 í körfubolta í Disneylandi í París í gær hófust forsvarsmen körfuboltasambandanna og þjálfara liðanna handa við að setja upp dagskrá fyrir næsta ár og undirbúning fyrir EM.

„Það er allt á fullu hérna að skipuleggja leikina. Maður vildi ekki festa neina æfingaleiki fyrr en við vissum með hverjum við yrðum í riðli,“ sagði Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, við Fréttablaðið í gærkvöldi.

Eitt æfingamót var neglt niður í gær, en Hlynur Bæringsson og strákarnir okkar mæta Makedóníumönnum, Úkraínu og Póllandi á fjögurra landa móti í lok ágúst.

„Þetta eru virkilega sterkar þjóðir og gott mót að fara á. Við erum svo að skoða æfingaleiki við fleiri þjóðir sem eru að fara á Evrópumótið en eru ekki með okkur í riðli,“ sagði Hannes, en viðræður stóðu hvað hæst þegar Fréttablaðið heyrði í formanninum í gær.

„Við erum á fullu hérna að tala saman og það er að myndast dagskrá. Menn vilja klára þetta bara strax hérna.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×