Strákarnir spila gegn NBA-stjörnum á EM næsta haust Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 10. desember 2014 06:00 Gasol-bræðurnir fara fyrir ógnarsterku liði Spánverja. vísir/AFP Þegar ljóst varð að Ísland yrði í B-riðli með hverri stórþjóðinni á fætur annarri á EM í körfubolta næsta haust fór um marga stuðningsmenn íslenska landsliðsins. Það var ljóst að verkefnið hefði varla getað verið erfiðara fyrir strákana okkar sem þreyta frumraun sína á stórmóti í körfubolta í Berlín í septembermánuði næstkomandi. Teitur Örlygsson, fyrrverandi landsliðsmaður og núverandi aðstoðarþjálfari Njarðvíkur, fylgdist eins og margir aðrir gríðarlega spenntur með drættinum í fyrradag og honum leist vel á útkomuna. „Mér finnst þetta hálfgerður draumur,“ segir Teitur. „Draumur fyrir kannski alla aðra en leikmenn íslenska landsliðsins enda varla raunhæft að ætlast til þess að liðið fari langt í þessari keppni. Vonandi eiga þeir eftir að valda hinum liðunum einhverjum vandræðum en fyrst og fremst eiga þeir að njóta þess að spila gegn þessum köllum. Það verður hápunktur ferilsins hjá öllum þessum strákum sem fá að taka þátt í þessu,“ segir Teitur. Eins og sjá má á úttektinni hér til hliðar eiga öll liðin sem eru með Íslandi í riðli minnst einn leikmann í NBA-deildinni, líkt og Snorri Örn Arnaldsson körfuboltaþjálfari benti á skömmu eftir dráttinn. Spánverjar, sem Teitur segir að séu fyrirfram með sterkasta lið riðilsins, eiga sjö. „Þetta eru langflestir NBA-leikmenn sem eru að byrja inn á hjá sínum liðum. Þetta eru engir aukvisar og ég á von á að sviðsljósið í keppninni verði fyrst og fremst á þessum riðli,“ segir Teitur. „Svo verða Þjóðverjar á heimavelli og vonandi að þeir fái að njóta krafta þeirra Dirk Nowitzky og Chris Kaman í mótinu. Mér finnst líklegt að fyrst Þjóðverjar verða á heimavelli að þeir reyni að koma saman sínu allra sterkasta liði.“ Evrópskir leikmenn í NBA-deildinni hafa ekki alltaf getað gefið kost á sér þegar lönd þeirra keppa á Evrópumeistaramóti en Teitur telur að stemningin fyrir þessari keppni sé slík að það sé vilji hjá langflestum þeirra til að taka þátt. „Sérstaklega í þessum riðli. Hann er það sterkur að öll lið vilja mæta til leiks með sína allra bestu leikmenn.“ Evrópumeistaramótið í körfubolta hefst þann 5. nóvember og stendur yfir í fimmtán daga. Fjögur lið úr hverjum riðli komast áfram í 16-liða úrslitin í keppninni.grafík/fréttablaðið Körfubolti Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Strákarnir mæta Dirk Nowitzki í fyrsta leik Fá einn hvíldarlag í dauðariðilinum á EM á næsta ári. 8. desember 2014 17:18 Ísland mætir ógnarsterkum liðum í Berlín Ísland í riðil með risaþjóðum á EM í körfubolta sem fer fram næsta haust. 8. desember 2014 15:09 Hannes: Hinum þjóðunum leist ágætlega á að vera með Íslandi í riðli Frábært tækifæri fyrir íslenskan körfubolta, segir formaður KKÍ. 8. desember 2014 17:01 Mest lesið Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Golf Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Danir úr leik á HM Handbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Fótbolti Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Sjá meira
Þegar ljóst varð að Ísland yrði í B-riðli með hverri stórþjóðinni á fætur annarri á EM í körfubolta næsta haust fór um marga stuðningsmenn íslenska landsliðsins. Það var ljóst að verkefnið hefði varla getað verið erfiðara fyrir strákana okkar sem þreyta frumraun sína á stórmóti í körfubolta í Berlín í septembermánuði næstkomandi. Teitur Örlygsson, fyrrverandi landsliðsmaður og núverandi aðstoðarþjálfari Njarðvíkur, fylgdist eins og margir aðrir gríðarlega spenntur með drættinum í fyrradag og honum leist vel á útkomuna. „Mér finnst þetta hálfgerður draumur,“ segir Teitur. „Draumur fyrir kannski alla aðra en leikmenn íslenska landsliðsins enda varla raunhæft að ætlast til þess að liðið fari langt í þessari keppni. Vonandi eiga þeir eftir að valda hinum liðunum einhverjum vandræðum en fyrst og fremst eiga þeir að njóta þess að spila gegn þessum köllum. Það verður hápunktur ferilsins hjá öllum þessum strákum sem fá að taka þátt í þessu,“ segir Teitur. Eins og sjá má á úttektinni hér til hliðar eiga öll liðin sem eru með Íslandi í riðli minnst einn leikmann í NBA-deildinni, líkt og Snorri Örn Arnaldsson körfuboltaþjálfari benti á skömmu eftir dráttinn. Spánverjar, sem Teitur segir að séu fyrirfram með sterkasta lið riðilsins, eiga sjö. „Þetta eru langflestir NBA-leikmenn sem eru að byrja inn á hjá sínum liðum. Þetta eru engir aukvisar og ég á von á að sviðsljósið í keppninni verði fyrst og fremst á þessum riðli,“ segir Teitur. „Svo verða Þjóðverjar á heimavelli og vonandi að þeir fái að njóta krafta þeirra Dirk Nowitzky og Chris Kaman í mótinu. Mér finnst líklegt að fyrst Þjóðverjar verða á heimavelli að þeir reyni að koma saman sínu allra sterkasta liði.“ Evrópskir leikmenn í NBA-deildinni hafa ekki alltaf getað gefið kost á sér þegar lönd þeirra keppa á Evrópumeistaramóti en Teitur telur að stemningin fyrir þessari keppni sé slík að það sé vilji hjá langflestum þeirra til að taka þátt. „Sérstaklega í þessum riðli. Hann er það sterkur að öll lið vilja mæta til leiks með sína allra bestu leikmenn.“ Evrópumeistaramótið í körfubolta hefst þann 5. nóvember og stendur yfir í fimmtán daga. Fjögur lið úr hverjum riðli komast áfram í 16-liða úrslitin í keppninni.grafík/fréttablaðið
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Strákarnir mæta Dirk Nowitzki í fyrsta leik Fá einn hvíldarlag í dauðariðilinum á EM á næsta ári. 8. desember 2014 17:18 Ísland mætir ógnarsterkum liðum í Berlín Ísland í riðil með risaþjóðum á EM í körfubolta sem fer fram næsta haust. 8. desember 2014 15:09 Hannes: Hinum þjóðunum leist ágætlega á að vera með Íslandi í riðli Frábært tækifæri fyrir íslenskan körfubolta, segir formaður KKÍ. 8. desember 2014 17:01 Mest lesið Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Golf Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Danir úr leik á HM Handbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Fótbolti Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Sjá meira
Strákarnir mæta Dirk Nowitzki í fyrsta leik Fá einn hvíldarlag í dauðariðilinum á EM á næsta ári. 8. desember 2014 17:18
Ísland mætir ógnarsterkum liðum í Berlín Ísland í riðil með risaþjóðum á EM í körfubolta sem fer fram næsta haust. 8. desember 2014 15:09
Hannes: Hinum þjóðunum leist ágætlega á að vera með Íslandi í riðli Frábært tækifæri fyrir íslenskan körfubolta, segir formaður KKÍ. 8. desember 2014 17:01