Nauðungarflutningar ríkisstarfsmanna … af því bara Árni Stefán Jónsson skrifar 18. desember 2014 07:00 Flestir geta tekið undir þau sjónarmið að æskilegt sé að hið opinbera starfi jafnt út á landsbyggðinni sem á höfuðborgarsvæðinu og í þeim efnum getum við gert mun betur en nú er. Staðsetning stofnunar má þó aldrei ráðast af tilviljunum eða þröngum hagsmunum einstakra landsvæða og jafnvel stjórnmálamanna og ástæðan má heldur ekki vera „af því bara“! Það er tvennt ólíkt að setja niður starfsemi opinberra fyrirtækja eða stofnana á landsbyggðinni og að taka rótgróna stofnun og flytja hana út á land með manni og mús, eins og nú er reynt með flutningi Fiskistofu frá Hafnarfirði til Akureyrar. Það sem er ólíkt við þessar tvær aðgerðir er í fyrsta lagi það að þegar opinber starfsemi er byggð upp frá grunni á viðkomandi landsvæði vex mannauðurinn með stofnuninni og tekur þátt í að þróa starfsemina. Þegar reynt er hins vegar að flytja stofnun með valdi með öllu sem henni tilheyrir, jafnt innanstokksmunum sem starfsmönnum, þá tapast mikill mannauður og þekking í leiðinni. Síðarnefnda aðferðin er algjörlega ólíðandi gagnvart starfsmönnum stofnunarinnar og brýtur illilega í bága við nútíma mannauðs- og fjölskyldustefnu stofnana og fyrirtækja. Starfsmenn stofnunarinnar eru ekki eyland og ef þess er krafist að þeir flytji með stofnuninni milli landsvæða, neyðast börn þeirra og maki til að flytja líka, algjörlega burtséð frá aðstæðum þeirra, einungis af því það hentar hagsmunum einhverra stjórnmálamanna.Norska leiðin, eða hvað? Svo er það hin hliðin á málinu. Þykir til dæmis sannað að flutningur stofnunarinnar sé góður fyrir starfsemina? Sjávarútvegsráðherra vill meina að slíkur flutningur hafi jákvæð áhrif og benti m.a. á reynslu Norðmanna: „Ef við horfum bara til reynslu þeirra landa sem við gjarnan horfum til, til að mynda Norðmanna sem hafa staðið í slíkum flutningum á störfum frá höfuðborgarsvæðinu út um land þá hefur reynslan verið sú að starfsemin blómstrar eftir á, en það tekur auðvitað alltaf ákveðinn tíma.“ Nú er hins vegar að koma í ljós að ráðherra á í mesta basli með að finna þessum orðum sínum stað í raunveruleikanum. Því hið andstæða hefur komið fram í skýrslu sem norsk stjórnvöld létu gera árið 2009, um mat á flutningi stofnana út á land. Í þeirri úttekt kemur fram að afar lítið jákvætt er hægt að segja um þeirra reynslu, en mjög margt neikvætt. Þar kemur til dæmis fram eins og margoft er búið að halda fram í umræðunni um flutning Fiskistofunnar að í raun séu það alltaf afar fáir starfsmenn sem flytja með þegar stofnun er flutt með þessum hætti. Þar af leiðandi tapast bæði reynsla og sérfræðiþekkingin algjörlega og það tekur fleiri fleiri ár að vinna hana upp aftur. Í millitíðinni hefur það auðvitað valdið miklum skaða. Þá kemur einnig fram að kostnaðurinn við flutning stofnunar hleypur alltaf á milljónum og flutningurinn hefur lítil hagræn áhrif á þau svæði sem þær voru fluttar til. Þó skal tekið fram hér að hvergi liggur fyrir kostnaðarmat á flutningi Fiskistofu þó margoft hafi verið kallað eftir því.Hugrekki óskast Nú er spurningin hvort Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur pólitískt hugrekki til að líta aftur hlutlægt yfir málið og meta að nýju þau rök og ábendingar sem hafa komið fram og hætta við þennan gjörning. Ef hugrekkið reynist ekki nægjanlegt má vera að hann vilji þá fresta málinu og skoða betur þangað til einhver haldbær rök liggja fyrir því sem boðað hefur verið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Stefán Jónsson Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Flestir geta tekið undir þau sjónarmið að æskilegt sé að hið opinbera starfi jafnt út á landsbyggðinni sem á höfuðborgarsvæðinu og í þeim efnum getum við gert mun betur en nú er. Staðsetning stofnunar má þó aldrei ráðast af tilviljunum eða þröngum hagsmunum einstakra landsvæða og jafnvel stjórnmálamanna og ástæðan má heldur ekki vera „af því bara“! Það er tvennt ólíkt að setja niður starfsemi opinberra fyrirtækja eða stofnana á landsbyggðinni og að taka rótgróna stofnun og flytja hana út á land með manni og mús, eins og nú er reynt með flutningi Fiskistofu frá Hafnarfirði til Akureyrar. Það sem er ólíkt við þessar tvær aðgerðir er í fyrsta lagi það að þegar opinber starfsemi er byggð upp frá grunni á viðkomandi landsvæði vex mannauðurinn með stofnuninni og tekur þátt í að þróa starfsemina. Þegar reynt er hins vegar að flytja stofnun með valdi með öllu sem henni tilheyrir, jafnt innanstokksmunum sem starfsmönnum, þá tapast mikill mannauður og þekking í leiðinni. Síðarnefnda aðferðin er algjörlega ólíðandi gagnvart starfsmönnum stofnunarinnar og brýtur illilega í bága við nútíma mannauðs- og fjölskyldustefnu stofnana og fyrirtækja. Starfsmenn stofnunarinnar eru ekki eyland og ef þess er krafist að þeir flytji með stofnuninni milli landsvæða, neyðast börn þeirra og maki til að flytja líka, algjörlega burtséð frá aðstæðum þeirra, einungis af því það hentar hagsmunum einhverra stjórnmálamanna.Norska leiðin, eða hvað? Svo er það hin hliðin á málinu. Þykir til dæmis sannað að flutningur stofnunarinnar sé góður fyrir starfsemina? Sjávarútvegsráðherra vill meina að slíkur flutningur hafi jákvæð áhrif og benti m.a. á reynslu Norðmanna: „Ef við horfum bara til reynslu þeirra landa sem við gjarnan horfum til, til að mynda Norðmanna sem hafa staðið í slíkum flutningum á störfum frá höfuðborgarsvæðinu út um land þá hefur reynslan verið sú að starfsemin blómstrar eftir á, en það tekur auðvitað alltaf ákveðinn tíma.“ Nú er hins vegar að koma í ljós að ráðherra á í mesta basli með að finna þessum orðum sínum stað í raunveruleikanum. Því hið andstæða hefur komið fram í skýrslu sem norsk stjórnvöld létu gera árið 2009, um mat á flutningi stofnana út á land. Í þeirri úttekt kemur fram að afar lítið jákvætt er hægt að segja um þeirra reynslu, en mjög margt neikvætt. Þar kemur til dæmis fram eins og margoft er búið að halda fram í umræðunni um flutning Fiskistofunnar að í raun séu það alltaf afar fáir starfsmenn sem flytja með þegar stofnun er flutt með þessum hætti. Þar af leiðandi tapast bæði reynsla og sérfræðiþekkingin algjörlega og það tekur fleiri fleiri ár að vinna hana upp aftur. Í millitíðinni hefur það auðvitað valdið miklum skaða. Þá kemur einnig fram að kostnaðurinn við flutning stofnunar hleypur alltaf á milljónum og flutningurinn hefur lítil hagræn áhrif á þau svæði sem þær voru fluttar til. Þó skal tekið fram hér að hvergi liggur fyrir kostnaðarmat á flutningi Fiskistofu þó margoft hafi verið kallað eftir því.Hugrekki óskast Nú er spurningin hvort Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur pólitískt hugrekki til að líta aftur hlutlægt yfir málið og meta að nýju þau rök og ábendingar sem hafa komið fram og hætta við þennan gjörning. Ef hugrekkið reynist ekki nægjanlegt má vera að hann vilji þá fresta málinu og skoða betur þangað til einhver haldbær rök liggja fyrir því sem boðað hefur verið.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar