Jákvæð umfjöllun um illa meðferð á hestum Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar 18. desember 2014 07:00 Þegar kemur að málefnum dýravelferðar þá hendir stundum að velferð dýranna lúti lægra haldi fyrir sjónarmiðum árangurs eða hagnýtingar. Stundum eru dýr hlutgerð til þess að ná árangri eða markmiði og þau beitt meðferð sem við myndum ekki bjóða dýrum við eðlilegar aðstæður. Aníta Margrét Aradóttir var nýverið valin kona ársins hjá tímaritinu Nýju lífi fyrir að hafa tekið þátt í 1.000 km kappreið á hestum í Mongólíu. Ritstjórn Nýs lífs veitti Anítu þennan titil fyrir að sýna að allt sé hægt ef vilji er fyrir hendi. Þannig var þátttaka í þessari erfiðu keppni sýnd sem skemmtilegur viðburður og persónulegt afrek, en um þátttöku hennar hefur verið fjallað bæði í almennum sem og hestatengdum fréttamiðlum hérlendis. Það sem gleymst hefur í þessari umræðu er hins vegar velferð hestanna sem notaðir voru til keppninnar. Ljóst er að hart er lagt að þessum hestum. Við þetta hefur enginn gert athugasemd, en full ástæða er til. Í þessari kappreið er kallast Mongol Derby er miðað við að riðnir séu um 120 km dag hvern og fá þátttakendur þrjú hross á dag til að ferðast þá vegalengd. Hverju hrossi er því riðið um 40 km dagleið og er farið hratt yfir misgreiðfæra náttúru Mongólíu, á stökki eða brokki, að jafnaði í um 30 stiga hita. Þessi hross eru svipuð að stærð og íslenski hesturinn. Til samanburðar við hestaferðir hérlendis þykir 50-60 km dagleið drjúg og tekur sú ferð að jafnaði um 7-10 klukkustundir með eðlilegri áningu. Yfirleitt er því miðað við um 10-15 km dagleið á hvern hest þegar um þjálfaða reiðhesta er að ræða, enda flestir með fleiri en þrjá til reiðar. Þessi hefð hefur myndast vegna reynslu okkar af íslenska hestinum og byggir á að bæði hesti og knapa geti liðið vel. Álagið mjög mikið Augljóst er að vegalengdir eins og tíðkast að fara í Mongol Derby-kappreiðunum eru langtum lengri en tíðkast hér í hestaferðum. Þegar litið er til Mongol Derby með þetta í huga er ljóst að álagið á mongólsku hestana er mjög mikið. Hestarnir eru að auki lítið sem ekkert tamdir og því ekki eins vanir að bera mann og þjálfaðir reiðhestar. Þegar myndir frá keppninni eru skoðaðar má sjá að hestarnir kunna margir ekki að bera beisli sem er grunnforsenda góðrar reiðmennsku. Ekki er erfitt að ímynda sér það álag að hlaupa 40 km dagleið í miklum hita með framandi byrði sem vegur um 1/3 af líkamsþyngd hestanna, sem hlýtur að leiða til mikils álags á stoðkerfi dýranna. Mér þykir miður að í umræðu um þessa keppni virðist velferð hestanna ekki hafa skipt eins miklu máli og eðlilegt væri. Jafnframt er áríðandi að fjölmiðlafólk kynni sér málin vel þegar dýr eiga í hlut. Jákvæð umfjöllun um viðburði sem eru andstæðir dýravelferð á aldrei við. Það er ljóst að keppni með fyrirkomulagi eins og stunduð er í Mongólíu yrði aldrei leyfð hér á landi, enda höfum við góða dýravelferðarlöggjöf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Linda Karen Gunnarsdóttir Mest lesið Halldór 11.01.2025 Halldór Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Sjá meira
Þegar kemur að málefnum dýravelferðar þá hendir stundum að velferð dýranna lúti lægra haldi fyrir sjónarmiðum árangurs eða hagnýtingar. Stundum eru dýr hlutgerð til þess að ná árangri eða markmiði og þau beitt meðferð sem við myndum ekki bjóða dýrum við eðlilegar aðstæður. Aníta Margrét Aradóttir var nýverið valin kona ársins hjá tímaritinu Nýju lífi fyrir að hafa tekið þátt í 1.000 km kappreið á hestum í Mongólíu. Ritstjórn Nýs lífs veitti Anítu þennan titil fyrir að sýna að allt sé hægt ef vilji er fyrir hendi. Þannig var þátttaka í þessari erfiðu keppni sýnd sem skemmtilegur viðburður og persónulegt afrek, en um þátttöku hennar hefur verið fjallað bæði í almennum sem og hestatengdum fréttamiðlum hérlendis. Það sem gleymst hefur í þessari umræðu er hins vegar velferð hestanna sem notaðir voru til keppninnar. Ljóst er að hart er lagt að þessum hestum. Við þetta hefur enginn gert athugasemd, en full ástæða er til. Í þessari kappreið er kallast Mongol Derby er miðað við að riðnir séu um 120 km dag hvern og fá þátttakendur þrjú hross á dag til að ferðast þá vegalengd. Hverju hrossi er því riðið um 40 km dagleið og er farið hratt yfir misgreiðfæra náttúru Mongólíu, á stökki eða brokki, að jafnaði í um 30 stiga hita. Þessi hross eru svipuð að stærð og íslenski hesturinn. Til samanburðar við hestaferðir hérlendis þykir 50-60 km dagleið drjúg og tekur sú ferð að jafnaði um 7-10 klukkustundir með eðlilegri áningu. Yfirleitt er því miðað við um 10-15 km dagleið á hvern hest þegar um þjálfaða reiðhesta er að ræða, enda flestir með fleiri en þrjá til reiðar. Þessi hefð hefur myndast vegna reynslu okkar af íslenska hestinum og byggir á að bæði hesti og knapa geti liðið vel. Álagið mjög mikið Augljóst er að vegalengdir eins og tíðkast að fara í Mongol Derby-kappreiðunum eru langtum lengri en tíðkast hér í hestaferðum. Þegar litið er til Mongol Derby með þetta í huga er ljóst að álagið á mongólsku hestana er mjög mikið. Hestarnir eru að auki lítið sem ekkert tamdir og því ekki eins vanir að bera mann og þjálfaðir reiðhestar. Þegar myndir frá keppninni eru skoðaðar má sjá að hestarnir kunna margir ekki að bera beisli sem er grunnforsenda góðrar reiðmennsku. Ekki er erfitt að ímynda sér það álag að hlaupa 40 km dagleið í miklum hita með framandi byrði sem vegur um 1/3 af líkamsþyngd hestanna, sem hlýtur að leiða til mikils álags á stoðkerfi dýranna. Mér þykir miður að í umræðu um þessa keppni virðist velferð hestanna ekki hafa skipt eins miklu máli og eðlilegt væri. Jafnframt er áríðandi að fjölmiðlafólk kynni sér málin vel þegar dýr eiga í hlut. Jákvæð umfjöllun um viðburði sem eru andstæðir dýravelferð á aldrei við. Það er ljóst að keppni með fyrirkomulagi eins og stunduð er í Mongólíu yrði aldrei leyfð hér á landi, enda höfum við góða dýravelferðarlöggjöf.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun