Ásgeir og Pétur teknir inn í Heiðurshöll ÍSÍ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. janúar 2015 20:35 Ásgeir Sigurvinsson og Pétur Guðmundsson. Vísir/Daníel Knattspyrnumaðurinn Ásgeir Sigurvinsson og körfuboltamaðurinn Pétur Guðmundsson voru í kvöld teknir inn í Heiðurshöll ÍSÍ og eru nú alls níu íþróttamenn komnir inn í Heiðurshöll ÍSÍ sem var stofnuð í tilefni hundrað ára afmælis ÍSÍ árið 2012. Pétur er fyrsti körfuboltamaðurinn í Heiðurshöllinni en Ásgeir er annar knattspyrnumaðurinn á eftir Alberti GUðmundssyni sem var tekinn inn í Höllina árið 2013. Ásgeir Sigurvinsson er einn allra fremsti knattspyrnumaður Íslands í sögunni en hann var valinn besti knattspyrnumaður Íslands frá upphafi árið 2008. Ásgeir var á sínum tíma kosinn tvisvar sinnum Íþróttamaður ársins, fyrst 1974 og svo aftur árið 1984. Ásgeir spilaði nær allan sinn feril sem atvinnumaður í Evrópu þar af lengst í Þýskalandi þar sem hann náði hápunktinum árið 1984 þegar hann varð Þýskalandsmeistari með Stuttgart og var í framhaldinu kosinn besti leikmaður deildarinnar. Pétur Guðmundsson er eini Íslendingurinn sem hefur spilað í NBA-deildinni en hann lék með þremur liðum í bestu deild í heimi, fyrst Portland Trail Blazers 1981-82, þá Los Angeles Lakers (1986-87) og loks San Antonio Spurs (1987–1989). Pétur spilaði 53 landsleiki fyrir Ísland frá 1978 til 1992 en hann spilaði hér heima með Val, ÍR og Tindastól. Framkvæmdastjórn ÍSÍ útnefnir einstaklinga í Heiðurshöll ÍSÍ eftir reglugerð þar að lútandi og er Heiðursráð ÍSÍ ráðgefandi aðili varðandi tilnefningar. Þetta er höll afreksíþróttafólks og afreksþjálfara Íslands, í ætt við Hall of Fame á erlendri grundu. Vilhjálmur Einarsson (frjálsar íþróttir, á afmælishátíð ÍSÍ þann 28. janúar 2012) var fyrstur inn í Heiðurshöll ÍSÍ en síðan höfðu þau Bjarni Friðriksson (júdó, 29. desember 2012 á kjöri Íþróttamanns ársins), Vala Flosadóttir (frjálsar íþróttir, 29. desember 2012 á kjöri Íþróttamanns ársins), Jóhannes Jósefsson (glíma, á 71. íþróttaþingi ÍSÍ árið 2013), Sigurjón Pétursson (glíma, á 71. íþróttaþingi ÍSÍ árið 2013), Albert Guðmundsson (fóbolti, á 71. íþróttaþingi ÍSÍ árið 2013) og Kristín Rós Hákonardóttir (sund fatlaðra, 28. desember 2013 á kjöri Íþróttamanns ársins) bæst í hópinn. Meðlimirnir eru síðan orðnir níu eftir inntöku Péturs og Ásgeir á kjöri Íþróttamanns ársins í kvöld. Íslenski boltinn Íslenski körfuboltinn Mest lesið Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Fleiri fréttir Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Ungverjaland - Írland | Fer Heimir í HM-umspilið? Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Átta bestu mætast eftir magnað kvöld á Bullseye Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Arsenal að missa menn í meiðsli Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Vigdís Lilja á skotskónum Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Ómar og Gísli í aðalhlutverkum hjá Magdeburg í dag Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna Svakalegt kvöld framundan í Úrvalsdeildinni í pílu Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Elvar með flestar stoðsendingar í sigri ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Sjá meira
Knattspyrnumaðurinn Ásgeir Sigurvinsson og körfuboltamaðurinn Pétur Guðmundsson voru í kvöld teknir inn í Heiðurshöll ÍSÍ og eru nú alls níu íþróttamenn komnir inn í Heiðurshöll ÍSÍ sem var stofnuð í tilefni hundrað ára afmælis ÍSÍ árið 2012. Pétur er fyrsti körfuboltamaðurinn í Heiðurshöllinni en Ásgeir er annar knattspyrnumaðurinn á eftir Alberti GUðmundssyni sem var tekinn inn í Höllina árið 2013. Ásgeir Sigurvinsson er einn allra fremsti knattspyrnumaður Íslands í sögunni en hann var valinn besti knattspyrnumaður Íslands frá upphafi árið 2008. Ásgeir var á sínum tíma kosinn tvisvar sinnum Íþróttamaður ársins, fyrst 1974 og svo aftur árið 1984. Ásgeir spilaði nær allan sinn feril sem atvinnumaður í Evrópu þar af lengst í Þýskalandi þar sem hann náði hápunktinum árið 1984 þegar hann varð Þýskalandsmeistari með Stuttgart og var í framhaldinu kosinn besti leikmaður deildarinnar. Pétur Guðmundsson er eini Íslendingurinn sem hefur spilað í NBA-deildinni en hann lék með þremur liðum í bestu deild í heimi, fyrst Portland Trail Blazers 1981-82, þá Los Angeles Lakers (1986-87) og loks San Antonio Spurs (1987–1989). Pétur spilaði 53 landsleiki fyrir Ísland frá 1978 til 1992 en hann spilaði hér heima með Val, ÍR og Tindastól. Framkvæmdastjórn ÍSÍ útnefnir einstaklinga í Heiðurshöll ÍSÍ eftir reglugerð þar að lútandi og er Heiðursráð ÍSÍ ráðgefandi aðili varðandi tilnefningar. Þetta er höll afreksíþróttafólks og afreksþjálfara Íslands, í ætt við Hall of Fame á erlendri grundu. Vilhjálmur Einarsson (frjálsar íþróttir, á afmælishátíð ÍSÍ þann 28. janúar 2012) var fyrstur inn í Heiðurshöll ÍSÍ en síðan höfðu þau Bjarni Friðriksson (júdó, 29. desember 2012 á kjöri Íþróttamanns ársins), Vala Flosadóttir (frjálsar íþróttir, 29. desember 2012 á kjöri Íþróttamanns ársins), Jóhannes Jósefsson (glíma, á 71. íþróttaþingi ÍSÍ árið 2013), Sigurjón Pétursson (glíma, á 71. íþróttaþingi ÍSÍ árið 2013), Albert Guðmundsson (fóbolti, á 71. íþróttaþingi ÍSÍ árið 2013) og Kristín Rós Hákonardóttir (sund fatlaðra, 28. desember 2013 á kjöri Íþróttamanns ársins) bæst í hópinn. Meðlimirnir eru síðan orðnir níu eftir inntöku Péturs og Ásgeir á kjöri Íþróttamanns ársins í kvöld.
Íslenski boltinn Íslenski körfuboltinn Mest lesið Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Fleiri fréttir Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Ungverjaland - Írland | Fer Heimir í HM-umspilið? Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Átta bestu mætast eftir magnað kvöld á Bullseye Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Arsenal að missa menn í meiðsli Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Vigdís Lilja á skotskónum Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Ómar og Gísli í aðalhlutverkum hjá Magdeburg í dag Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna Svakalegt kvöld framundan í Úrvalsdeildinni í pílu Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Elvar með flestar stoðsendingar í sigri ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Sjá meira