Óvíst er með þátttöku markvarðarins Johans Sjöstrand í leik Svíþjóðar og Tékklands á HM í handbolta í kvöld.
Sjöstrand fékk magakveisu í nótt og er haldið í hálfgerðri einangrun á hóteli sænska liðsins. Herbergisfélagi hans, Niclas Barud, var t.a.m. látinn skipta um herbergi vegna smithættu.
„Sjöstrand er nú einn í herbergi og fær herbergisþjónustu,“ segir Daniel Vandor, fjölmiðlafulltrúi sænska liðsins.
Þó er búist við því að Sjöstrand verði á bekknum í kvöld, en Svíar eru aðeins með tvo markverði í leikmannahópi sínum.
Hinn er Mattias Andersson sem átti frábæran leik gegn Íslandi á föstudaginn. Líklegt þykir að hann standi allan tímann í markinu gegn Tékklandi í kvöld.
Samherji Sjöstrands, Filip Jicha, hefur einnig þjáðst af magakveisu síðan hann kom til Katar og missti af þeim sökum af leik Tékklands og Frakklands á föstudaginn. Óvíst er hvort hann verður klár í slaginn í kvöld.
Markvörður Svía fékk í magann
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið





Allt annað en sáttur með Frey
Fótbolti




Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli
Íslenski boltinn

Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United
Enski boltinn