Hálftími og nokkrir metrar á milli blaðamannafunda Gumma og Dags Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Doha skrifar 17. janúar 2015 09:49 Það var létt yfir þeim félögum á Hilton-hótelinu í morgun. Vísir/Eva Björk Það var skondin tilfinning að labba á milli blaðamannafunda danska landsliðsins annars vegar og þess þýska hins vegar en þjálfararnir sem sátu fyrir á báðum fundum voru íslenskir. Bæði lið dvelja á Hilton-hótelinu í Doha og voru fundirnir haldnir rétt við hvorn annan. Guðmundur reið á vaðið en þýska landsliðið hélt sinn fund hálftíma síðar. „Ég er búinn að fara vel yfir leikinn og nýtti nóttina til þess,“ sagði Guðmundur sem hóf sinn blaðamannafund á slaginnu 11.00, rétt eins og auglýst var. Danir eru að jafna sig eftir óvænt jafntefli gegn Argentínu.Guðmundur ræðir við blaðamann í morgun.Vísir/Eva Björk„Við spiluðum vel í 40 mínútur en nýttum ekki þá möguleika sem við fengum til að vinna leikinn. Það var margt smátt sem gerði það að verkum en heilt yfir voru síðustu tíu mínúturnar ekki góðar.“ „Ég er sannfærður um að leikmennirnir munu svara þessu á réttan hátt - bæði á æfingunni í kvöld og í leiknum [gegn Sádí-Arabíu] á morgun.“Sjá einnig: Dagur: Þetta var alveg súper Það var öllu betra hljóðið í Degi Sigurðssyni enda unnu Þjóðverjar frábæran sigur á sterku liði Pólverja í gær, 29-26, sama liðinu og vann Þýskaland í undankeppni HM 2015 - eins furðulega og það hljómar. Dagur fór yfir leikinn í mjög stuttu máli en sagði að hann hefði ekki dvalið lengi við leikinn og strax byrjað að undirbúa sig fyrir erfiðan leik gegn Rússum annað kvöld.Dagur Sigurðsson.Vísir/Eva Björk„Rússar spila nútímalegri handbolta en oft áður og hafa tekið miklum framförum á síðustu tveimur árum. Þar að auki gerir jafntefli Danmerkur og Argentínu riðilinn enn meira spennandi,“ sagði Dagur. „Lið eins og Argentína og Brasilía hafa oft sýnt á heimsmeistarakeppnum að þau eru hættulegur andstæðingur, sérstaklega í fyrstu leikjum mótanna. Þess vegna er ég ánægður með að mæta Argentínu ekki fyrr en seint í riðlinum [á fimmtudag].“Sjá einnig: Dagur: Þetta var alveg súper „En Rússar eru með góða leikmenn og frábæran þjálfara [Oleg Kuleshov] sem er einn besti leikstjórnandi minnar kynslóðar í handbolta,“ sagði Dagur sem var vitanlega sjálfur leikstjórnandi á sínum tíma. „Hann lætur liðið sitt spila góðan handbolta, nútímalegan og mér finnst að útlitið sé bjart fyrir Rússa á komandi árum.“ Dagur og Guðmundur verða báðir með lið sín í Lusail-höllinni á morgun. Þjóðverjar leika fyrst við Rússa klukkan 16.00 og Danir svo gegn Sádí-Arabíu klukkan 18.00. HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Danir náðu bara jafntefli á móti Argentínu Guðmundur Guðmundsson tókst ekki að vinna sinn fyrsta leik á stórmóti sem þjálfari danska landsliðsins í handbolta en liðið náði bara 24-24 jafntefli á móti Argentínu í kvöld. 16. janúar 2015 20:13 Guðmundur: Andvökunótt hjá mér Þjálfari danska landsliðsins súr í broti eftir jafntefli gegn Argentínu á HM í handbolta. 16. janúar 2015 23:45 Dagur: Þetta var alveg súper Dagur Sigurðsson byrjaði vel með Þjóðverja á HM og vann Pólland í fyrsta leik. 16. janúar 2015 22:45 Sérfræðingur TV2: Gríðarleg pressa á Guðmundi „Íslenska liðið lét dönsku vörnina líta einfeldningslega út,“ segir Bent Nyegaard, sérfræðingur TV2 í Danmörku. 16. janúar 2015 12:30 Dagur stýrði Þýskalandi til sigurs í fyrsta leik Þýska landsliðið byrjar vel á HM í handbolta í Katar en strákarnir hans Dags Sigurðssonar unnu þriggja marka sigur á Póllandi, 29-26, í sínum fyrsta leik í kvöld. 16. janúar 2015 17:39 Mest lesið Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ Fótbolti Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Enski boltinn Segir „kynjapróf“ í íþróttum ekki eiga eftir að virka Sport Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Fótbolti Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Enski boltinn Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Fótbolti Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Enski boltinn Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn tilkynnti hópinn Fótbolti Fleiri fréttir Bein útsending: Hverjum mæta strákarnir okkar á EM? Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum Sjá meira
Það var skondin tilfinning að labba á milli blaðamannafunda danska landsliðsins annars vegar og þess þýska hins vegar en þjálfararnir sem sátu fyrir á báðum fundum voru íslenskir. Bæði lið dvelja á Hilton-hótelinu í Doha og voru fundirnir haldnir rétt við hvorn annan. Guðmundur reið á vaðið en þýska landsliðið hélt sinn fund hálftíma síðar. „Ég er búinn að fara vel yfir leikinn og nýtti nóttina til þess,“ sagði Guðmundur sem hóf sinn blaðamannafund á slaginnu 11.00, rétt eins og auglýst var. Danir eru að jafna sig eftir óvænt jafntefli gegn Argentínu.Guðmundur ræðir við blaðamann í morgun.Vísir/Eva Björk„Við spiluðum vel í 40 mínútur en nýttum ekki þá möguleika sem við fengum til að vinna leikinn. Það var margt smátt sem gerði það að verkum en heilt yfir voru síðustu tíu mínúturnar ekki góðar.“ „Ég er sannfærður um að leikmennirnir munu svara þessu á réttan hátt - bæði á æfingunni í kvöld og í leiknum [gegn Sádí-Arabíu] á morgun.“Sjá einnig: Dagur: Þetta var alveg súper Það var öllu betra hljóðið í Degi Sigurðssyni enda unnu Þjóðverjar frábæran sigur á sterku liði Pólverja í gær, 29-26, sama liðinu og vann Þýskaland í undankeppni HM 2015 - eins furðulega og það hljómar. Dagur fór yfir leikinn í mjög stuttu máli en sagði að hann hefði ekki dvalið lengi við leikinn og strax byrjað að undirbúa sig fyrir erfiðan leik gegn Rússum annað kvöld.Dagur Sigurðsson.Vísir/Eva Björk„Rússar spila nútímalegri handbolta en oft áður og hafa tekið miklum framförum á síðustu tveimur árum. Þar að auki gerir jafntefli Danmerkur og Argentínu riðilinn enn meira spennandi,“ sagði Dagur. „Lið eins og Argentína og Brasilía hafa oft sýnt á heimsmeistarakeppnum að þau eru hættulegur andstæðingur, sérstaklega í fyrstu leikjum mótanna. Þess vegna er ég ánægður með að mæta Argentínu ekki fyrr en seint í riðlinum [á fimmtudag].“Sjá einnig: Dagur: Þetta var alveg súper „En Rússar eru með góða leikmenn og frábæran þjálfara [Oleg Kuleshov] sem er einn besti leikstjórnandi minnar kynslóðar í handbolta,“ sagði Dagur sem var vitanlega sjálfur leikstjórnandi á sínum tíma. „Hann lætur liðið sitt spila góðan handbolta, nútímalegan og mér finnst að útlitið sé bjart fyrir Rússa á komandi árum.“ Dagur og Guðmundur verða báðir með lið sín í Lusail-höllinni á morgun. Þjóðverjar leika fyrst við Rússa klukkan 16.00 og Danir svo gegn Sádí-Arabíu klukkan 18.00.
HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Danir náðu bara jafntefli á móti Argentínu Guðmundur Guðmundsson tókst ekki að vinna sinn fyrsta leik á stórmóti sem þjálfari danska landsliðsins í handbolta en liðið náði bara 24-24 jafntefli á móti Argentínu í kvöld. 16. janúar 2015 20:13 Guðmundur: Andvökunótt hjá mér Þjálfari danska landsliðsins súr í broti eftir jafntefli gegn Argentínu á HM í handbolta. 16. janúar 2015 23:45 Dagur: Þetta var alveg súper Dagur Sigurðsson byrjaði vel með Þjóðverja á HM og vann Pólland í fyrsta leik. 16. janúar 2015 22:45 Sérfræðingur TV2: Gríðarleg pressa á Guðmundi „Íslenska liðið lét dönsku vörnina líta einfeldningslega út,“ segir Bent Nyegaard, sérfræðingur TV2 í Danmörku. 16. janúar 2015 12:30 Dagur stýrði Þýskalandi til sigurs í fyrsta leik Þýska landsliðið byrjar vel á HM í handbolta í Katar en strákarnir hans Dags Sigurðssonar unnu þriggja marka sigur á Póllandi, 29-26, í sínum fyrsta leik í kvöld. 16. janúar 2015 17:39 Mest lesið Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ Fótbolti Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Enski boltinn Segir „kynjapróf“ í íþróttum ekki eiga eftir að virka Sport Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Fótbolti Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Enski boltinn Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Fótbolti Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Enski boltinn Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn tilkynnti hópinn Fótbolti Fleiri fréttir Bein útsending: Hverjum mæta strákarnir okkar á EM? Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum Sjá meira
Danir náðu bara jafntefli á móti Argentínu Guðmundur Guðmundsson tókst ekki að vinna sinn fyrsta leik á stórmóti sem þjálfari danska landsliðsins í handbolta en liðið náði bara 24-24 jafntefli á móti Argentínu í kvöld. 16. janúar 2015 20:13
Guðmundur: Andvökunótt hjá mér Þjálfari danska landsliðsins súr í broti eftir jafntefli gegn Argentínu á HM í handbolta. 16. janúar 2015 23:45
Dagur: Þetta var alveg súper Dagur Sigurðsson byrjaði vel með Þjóðverja á HM og vann Pólland í fyrsta leik. 16. janúar 2015 22:45
Sérfræðingur TV2: Gríðarleg pressa á Guðmundi „Íslenska liðið lét dönsku vörnina líta einfeldningslega út,“ segir Bent Nyegaard, sérfræðingur TV2 í Danmörku. 16. janúar 2015 12:30
Dagur stýrði Þýskalandi til sigurs í fyrsta leik Þýska landsliðið byrjar vel á HM í handbolta í Katar en strákarnir hans Dags Sigurðssonar unnu þriggja marka sigur á Póllandi, 29-26, í sínum fyrsta leik í kvöld. 16. janúar 2015 17:39
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn