Handbolti

Aron Kristjánsson: Sóknarleikurinn gjörsamlega brást

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Aron Kristjánsson og Gunnar Guðmundsson ræða saman í kvöld.
Aron Kristjánsson og Gunnar Guðmundsson ræða saman í kvöld. vísir/eva björk
Aron Kristjánsson, landsliðsþjálfari í handbolta, var ekki kátur með frammistöðu strákanna í sóknarleiknum í 24-16 tapinu gegn Svíum á HM í kvöld.

„Sóknarleikurinn gjörsamlega brást í dag. Það var ekki nógu mikið flot á boltanum og við vorum að vinna ótrúlega illa saman. Skotnýtingin slök allan leikinn. Sóknarleikurinn varð okkur að falli,“ sagði Aron í viðtali við RÚV eftir leikinn.

„Varnarleikurinn var nokkuð góður og markvarslan líka,“ bætti hann við.

Sterkur varnarleikur Svía kom ekkert á óvart en það var sóknarleikur Íslands sem hann átti erfitt með að kyngja.

„Hann kom ekkert á óvart, en við vorum bara að vinna illa úr hlutunum og náðum ekki að slíta þá í sundur. Þegar það tókst þá komumst við í ágæt færi. Það er samt nokkuð ljóst að við þurfum að bæta sóknarleikinn.“

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að neðan.



Ekki missa af neinu sem gerist á HM. Fylgdu Vísi á Twitter, Facebook og Snapchat (notendanafn:
sport365).


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×