Opnunarhátíðin fer fram í hinni nýbyggði og glæsilegu Lusail-höll sem er í samnefndri borg rétt utan höfuðborgarinnar Katar.
Arnar Björnsson, Eiríkur Stefán Ásgeirsson og Björn Guðgeir Sigurðsson munu flytja fréttir af mótinu hér á Vísi, í Fréttablaðinu, kvöldfréttum Stöðvar 2 og í HM-kvöldi, þætti Stöðvar 2 Sports um keppnina. Sá fyrsti er á dagskrá annað kvöld klukkan 20.00.
Tónlistarmaðurinn Jón Jónsson verður fulltrúi Íslands á opnunarhátíðinni en opnunarleikur keppninnar verður á milli heimamanna í Katar og Brasilíu. Fyrsti leikur strákanna verður gegn Svíum á morgun klukkan 18.00 og verður hann að sjálfsögðu í beinni lýsingu á Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins.
Það má fylgjast með íþróttadeild 365 á Snapchat (notendanafn: sport365), á Facebook og á Twitter.

