Handbolti

Stjarnan lagði HK í háspennuleik

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Florentina Stanciu markvörður Stjörnunnar
Florentina Stanciu markvörður Stjörnunnar vísir/daníel
Þrír leikir í Olís deild kvenna í handbolta fóru fram í dag. Stjarnan marði HK 25-24, Valur lagði Selfoss á Selfossi 24-22 og KA/Þór vann uppgjör botnliðanna gegn ÍR 28-23.

HK og Stjarnan buðu upp á háspennuleik í Digranesinu. Stjarnan var 14-11 yfir í hálfleik en HK komst yfir í seinni hálfleik og var yfir þegar langt var liðið á seinni hálfleikinn en Stjarnan var sterkari á lokakaflanum og marði eins marks sigur.

Þórhildur Gunnarsdóttir skoraði 9 mörk fyrir Stjörnuna og þær Helena Rut Örvarsdóttir og Sólveig Lára Kjærnested 4 mörk hvor. Emma Havin Sardardóttir skoraði 8 m örk fyrir HK.

Stjarnan er í þriðja sæti með 18 stig eftir 11 leiki. HK er með 8 stig í 9. sæti.

Það var ekki síður spenna á Selfossi þegar Valur vann nauman sigur. Jafnt var í hálfleik 9-9 en Íslandsmeistararnir höfðu betur í seinni hálfleik.

Kristín Guðmundsdóttir skoraði 7 mörk fyrir Val og Morgan Marie Þorkelsdóttir 4. Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir skoraði 9 mörk fyrir Selfoss.

Valur lyfti sér upp í 7. sæti deildarinnar með sigrinum en liðið er með 9 stig líkt og Selfoss sem féll niður í áttunda sætið.

KA/Þór átti ekki í vandræðum með botnlið ÍR á heimavelli. Heimastúlkur voru 16-11 yfir í hálfleik og voru alltaf með þægilegt forskot í leiknum.

Martha Hermannsdóttir skoraði 11 mörk fyrir KA/Þór. Karen Tinna Demian skoraði 7 fyrir ÍR.

KA/Þór er með 4 stig í næst neðsta sæti deildarinnar. ÍR er á botninum án stiga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×