Kolbeinn með rafmagnsgítarinn og Guðjón Valur í bakröddunum | Myndband Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. janúar 2015 11:30 Vísir/Getty og Eva Björk Eyjólfur Kristjánsson fékk nýstárlega og skemmtilega hjálp þegar hann gerði nýja útgáfu af lagi sínu „Ég lifi í draumi" sem varð á sínum tíma í þriðja sæti í Söngvakeppni Sjónvarpsins 1986. Að þessu sinni þá leitaði Eyjólfur til besta íþróttafólks landsins og fékk það til að aðstoða sig við flutning lagsins. Íþróttafólkið mætti í stúdíó og tók lagið með Eyva en allt var þetta gert fyrir nýja Lottó-auglýsingu sem minnir á hversu ótrúlega marga íþróttamenn og konur fólk styður þegar það spilar með í Lottó. Meðal þeirra íþróttafólks sem sjá má í þessu myndbandi hér fyrir neðan eru körfuboltamaðurinn Pavel Ermolinskij sem er á bassanum, knattspyrnumaðurinn Kolbeinn Sigþórsson sem er með rafmagnsgítarinn, knattspyrnumarkvörðurinn Hannes Þór Halldórsson sem er á píanóinu, knattspyrnukonan Sara Björk Gunnarsdóttir sem sér um hljómborðið, spjótkastarinn Ásdís Hjálmsdóttir sem slær á trommu, kylfingurinn Birgir Leifur Hafþórsson sem er með fiðluna og handboltamaðurinn Guðjón Valur Sigurðsson sem er í bakröddunum með Alexander Petersson. Þá má ekki gleyma kórnum sem er undir stjórn Ágústs Jóhannssonar, landsliðsþjálfara kvenna í handbolta eða landsliðsþjálfurunum í fótbolta, Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson, sem stjórna upptökunni á laginu. Hér fyrir neðan má bæði myndbandið með laginu sem og myndband um gerð lagsins en þar koma fyrir lýsendurnir góðkunnu Einar Örn Jónsson hjá RÚV og Guðmundur Benediktsson hjá Stöð 2 Sport. „Hér er myndband við nýju útgáfuna af þessu vinsæla lagi með Eyjólfi Kristjánssyni og sannkölluðu landsliði tónlistarfólks, þar sem leikgleðin er í fyrirrúmi!," segir um lagið á fésbókarsíðu Lottó sem og: „Við frumsýndum þessa auglýsingu um helgina til að minna á hversu ótrúlega marga þú styður þegar þú spilar með! Þú heldur ósjálfrátt með öllum!" Í lok myndbandsins má síðan finna lista yfir allt það íþróttafólk sem tók þátt í flutningnum á einkennislagi nýju markaðsherferðar Lottó.Nýja myndbandið við 'Ég lifi í draumi' ´ Um gerð myndbandsins. Innlegg frá Lottó. Íslenski boltinn Frjálsar íþróttir Íslenski handboltinn Íþróttir Íslenski körfuboltinn Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Olga ætlar ekki í slag við Willum Sjá meira
Eyjólfur Kristjánsson fékk nýstárlega og skemmtilega hjálp þegar hann gerði nýja útgáfu af lagi sínu „Ég lifi í draumi" sem varð á sínum tíma í þriðja sæti í Söngvakeppni Sjónvarpsins 1986. Að þessu sinni þá leitaði Eyjólfur til besta íþróttafólks landsins og fékk það til að aðstoða sig við flutning lagsins. Íþróttafólkið mætti í stúdíó og tók lagið með Eyva en allt var þetta gert fyrir nýja Lottó-auglýsingu sem minnir á hversu ótrúlega marga íþróttamenn og konur fólk styður þegar það spilar með í Lottó. Meðal þeirra íþróttafólks sem sjá má í þessu myndbandi hér fyrir neðan eru körfuboltamaðurinn Pavel Ermolinskij sem er á bassanum, knattspyrnumaðurinn Kolbeinn Sigþórsson sem er með rafmagnsgítarinn, knattspyrnumarkvörðurinn Hannes Þór Halldórsson sem er á píanóinu, knattspyrnukonan Sara Björk Gunnarsdóttir sem sér um hljómborðið, spjótkastarinn Ásdís Hjálmsdóttir sem slær á trommu, kylfingurinn Birgir Leifur Hafþórsson sem er með fiðluna og handboltamaðurinn Guðjón Valur Sigurðsson sem er í bakröddunum með Alexander Petersson. Þá má ekki gleyma kórnum sem er undir stjórn Ágústs Jóhannssonar, landsliðsþjálfara kvenna í handbolta eða landsliðsþjálfurunum í fótbolta, Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson, sem stjórna upptökunni á laginu. Hér fyrir neðan má bæði myndbandið með laginu sem og myndband um gerð lagsins en þar koma fyrir lýsendurnir góðkunnu Einar Örn Jónsson hjá RÚV og Guðmundur Benediktsson hjá Stöð 2 Sport. „Hér er myndband við nýju útgáfuna af þessu vinsæla lagi með Eyjólfi Kristjánssyni og sannkölluðu landsliði tónlistarfólks, þar sem leikgleðin er í fyrirrúmi!," segir um lagið á fésbókarsíðu Lottó sem og: „Við frumsýndum þessa auglýsingu um helgina til að minna á hversu ótrúlega marga þú styður þegar þú spilar með! Þú heldur ósjálfrátt með öllum!" Í lok myndbandsins má síðan finna lista yfir allt það íþróttafólk sem tók þátt í flutningnum á einkennislagi nýju markaðsherferðar Lottó.Nýja myndbandið við 'Ég lifi í draumi' ´ Um gerð myndbandsins. Innlegg frá Lottó.
Íslenski boltinn Frjálsar íþróttir Íslenski handboltinn Íþróttir Íslenski körfuboltinn Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Olga ætlar ekki í slag við Willum Sjá meira