Kolbeinn með rafmagnsgítarinn og Guðjón Valur í bakröddunum | Myndband Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. janúar 2015 11:30 Vísir/Getty og Eva Björk Eyjólfur Kristjánsson fékk nýstárlega og skemmtilega hjálp þegar hann gerði nýja útgáfu af lagi sínu „Ég lifi í draumi" sem varð á sínum tíma í þriðja sæti í Söngvakeppni Sjónvarpsins 1986. Að þessu sinni þá leitaði Eyjólfur til besta íþróttafólks landsins og fékk það til að aðstoða sig við flutning lagsins. Íþróttafólkið mætti í stúdíó og tók lagið með Eyva en allt var þetta gert fyrir nýja Lottó-auglýsingu sem minnir á hversu ótrúlega marga íþróttamenn og konur fólk styður þegar það spilar með í Lottó. Meðal þeirra íþróttafólks sem sjá má í þessu myndbandi hér fyrir neðan eru körfuboltamaðurinn Pavel Ermolinskij sem er á bassanum, knattspyrnumaðurinn Kolbeinn Sigþórsson sem er með rafmagnsgítarinn, knattspyrnumarkvörðurinn Hannes Þór Halldórsson sem er á píanóinu, knattspyrnukonan Sara Björk Gunnarsdóttir sem sér um hljómborðið, spjótkastarinn Ásdís Hjálmsdóttir sem slær á trommu, kylfingurinn Birgir Leifur Hafþórsson sem er með fiðluna og handboltamaðurinn Guðjón Valur Sigurðsson sem er í bakröddunum með Alexander Petersson. Þá má ekki gleyma kórnum sem er undir stjórn Ágústs Jóhannssonar, landsliðsþjálfara kvenna í handbolta eða landsliðsþjálfurunum í fótbolta, Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson, sem stjórna upptökunni á laginu. Hér fyrir neðan má bæði myndbandið með laginu sem og myndband um gerð lagsins en þar koma fyrir lýsendurnir góðkunnu Einar Örn Jónsson hjá RÚV og Guðmundur Benediktsson hjá Stöð 2 Sport. „Hér er myndband við nýju útgáfuna af þessu vinsæla lagi með Eyjólfi Kristjánssyni og sannkölluðu landsliði tónlistarfólks, þar sem leikgleðin er í fyrirrúmi!," segir um lagið á fésbókarsíðu Lottó sem og: „Við frumsýndum þessa auglýsingu um helgina til að minna á hversu ótrúlega marga þú styður þegar þú spilar með! Þú heldur ósjálfrátt með öllum!" Í lok myndbandsins má síðan finna lista yfir allt það íþróttafólk sem tók þátt í flutningnum á einkennislagi nýju markaðsherferðar Lottó.Nýja myndbandið við 'Ég lifi í draumi' ´ Um gerð myndbandsins. Innlegg frá Lottó. Íslenski boltinn Frjálsar íþróttir Íslenski handboltinn Íþróttir Íslenski körfuboltinn Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Fótbolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum „Eigum skilið að finna til“ Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Sjá meira
Eyjólfur Kristjánsson fékk nýstárlega og skemmtilega hjálp þegar hann gerði nýja útgáfu af lagi sínu „Ég lifi í draumi" sem varð á sínum tíma í þriðja sæti í Söngvakeppni Sjónvarpsins 1986. Að þessu sinni þá leitaði Eyjólfur til besta íþróttafólks landsins og fékk það til að aðstoða sig við flutning lagsins. Íþróttafólkið mætti í stúdíó og tók lagið með Eyva en allt var þetta gert fyrir nýja Lottó-auglýsingu sem minnir á hversu ótrúlega marga íþróttamenn og konur fólk styður þegar það spilar með í Lottó. Meðal þeirra íþróttafólks sem sjá má í þessu myndbandi hér fyrir neðan eru körfuboltamaðurinn Pavel Ermolinskij sem er á bassanum, knattspyrnumaðurinn Kolbeinn Sigþórsson sem er með rafmagnsgítarinn, knattspyrnumarkvörðurinn Hannes Þór Halldórsson sem er á píanóinu, knattspyrnukonan Sara Björk Gunnarsdóttir sem sér um hljómborðið, spjótkastarinn Ásdís Hjálmsdóttir sem slær á trommu, kylfingurinn Birgir Leifur Hafþórsson sem er með fiðluna og handboltamaðurinn Guðjón Valur Sigurðsson sem er í bakröddunum með Alexander Petersson. Þá má ekki gleyma kórnum sem er undir stjórn Ágústs Jóhannssonar, landsliðsþjálfara kvenna í handbolta eða landsliðsþjálfurunum í fótbolta, Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson, sem stjórna upptökunni á laginu. Hér fyrir neðan má bæði myndbandið með laginu sem og myndband um gerð lagsins en þar koma fyrir lýsendurnir góðkunnu Einar Örn Jónsson hjá RÚV og Guðmundur Benediktsson hjá Stöð 2 Sport. „Hér er myndband við nýju útgáfuna af þessu vinsæla lagi með Eyjólfi Kristjánssyni og sannkölluðu landsliði tónlistarfólks, þar sem leikgleðin er í fyrirrúmi!," segir um lagið á fésbókarsíðu Lottó sem og: „Við frumsýndum þessa auglýsingu um helgina til að minna á hversu ótrúlega marga þú styður þegar þú spilar með! Þú heldur ósjálfrátt með öllum!" Í lok myndbandsins má síðan finna lista yfir allt það íþróttafólk sem tók þátt í flutningnum á einkennislagi nýju markaðsherferðar Lottó.Nýja myndbandið við 'Ég lifi í draumi' ´ Um gerð myndbandsins. Innlegg frá Lottó.
Íslenski boltinn Frjálsar íþróttir Íslenski handboltinn Íþróttir Íslenski körfuboltinn Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Fótbolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum „Eigum skilið að finna til“ Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Sjá meira