Kristján Ara: Íslensku leikmennirnir voru hræddir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. janúar 2015 12:00 Kristján Arason og Guðjón Guðmundsson fóru yfir leik Íslands og Danmerkur í HM-kvöldinu hjá Herði Magnússyni í gær en danska landsliðið sendi þá það íslenska heim af heimsmeistaramótinu í Katar. „Leikmennirnir sem byrjuðu fundu ekki færi, höfðu jafnvel ekki trú á því og voru hræddir. Við höfum byrjað illa í þessu móti og það er líka rannsóknarefni af hverju við byrjum alltaf svona illa. Í hinum leikjunum vorum við oft að fá færi en í þessum leik var ekkert færi," sagði Kristján Arason. „Niklas Landin byrjar á því að verja og hreinlega lokar markinu. Menn verða hreinlega skíthræddir," sagði Guðjón Guðmundsson en Landin varði sjö fyrstu skot íslenska liðsins í leiknum. Kristján Arason klippti saman ráðleysislegar sóknar íslenska liðsins í leiknum. „Við vorum hvergi að fá færi af því að við vorum alltaf að spila inn á miðjuna. Það var ekkert teygt á vörninni. Þeir hljóta að hafa verið búnir að tala um þetta," sagði Kristján Arason. Strákarnir báru síðan saman sóknir íslenska liðsins við hraðar sóknir danska liðsins sem galopnuðu íslensku vörnina. „Danir eru með frábært lið og líkurnar voru kannski 70-30 okkur í óhag. Við hefðum þurft að leyfa þeim að skjóta meira fyrir utan og reyna frekar að þjappa vörnina fyrir innan punktalínu," sagði Kristján. „Það er sama hvert er litið á leik íslenska liðsins í þessu móti þá var þetta hreinasta hörmung. Vandamálið er það að þetta er ekki bara að gerast í mótinu. það er búið að vera aðdragandi að þessu öllu og menn verða að horfa á aðdragandann, leikina við Bosníu og Svartfjallaland. Leikmennirnir eru óöruggir og hræddir og maður þekkir ekki suma þessara leikmanna," sagði Guðjón Guðmundsson. Alla leikgreininguna í HM-kvöldinu má sjá í myndbandinu hér fyrir ofan en þar má meðal annars hvar Guðmundur Guðmundsson, þjálfari danska landsliðsins, lét línumanninn sinn stilla sér upp í leiknum til að hjálpa útispilurum danska liðsins að teygja á íslensku vörninni. HM 2015 í Katar Mest lesið Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Fleiri fréttir Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Sjá meira
Kristján Arason og Guðjón Guðmundsson fóru yfir leik Íslands og Danmerkur í HM-kvöldinu hjá Herði Magnússyni í gær en danska landsliðið sendi þá það íslenska heim af heimsmeistaramótinu í Katar. „Leikmennirnir sem byrjuðu fundu ekki færi, höfðu jafnvel ekki trú á því og voru hræddir. Við höfum byrjað illa í þessu móti og það er líka rannsóknarefni af hverju við byrjum alltaf svona illa. Í hinum leikjunum vorum við oft að fá færi en í þessum leik var ekkert færi," sagði Kristján Arason. „Niklas Landin byrjar á því að verja og hreinlega lokar markinu. Menn verða hreinlega skíthræddir," sagði Guðjón Guðmundsson en Landin varði sjö fyrstu skot íslenska liðsins í leiknum. Kristján Arason klippti saman ráðleysislegar sóknar íslenska liðsins í leiknum. „Við vorum hvergi að fá færi af því að við vorum alltaf að spila inn á miðjuna. Það var ekkert teygt á vörninni. Þeir hljóta að hafa verið búnir að tala um þetta," sagði Kristján Arason. Strákarnir báru síðan saman sóknir íslenska liðsins við hraðar sóknir danska liðsins sem galopnuðu íslensku vörnina. „Danir eru með frábært lið og líkurnar voru kannski 70-30 okkur í óhag. Við hefðum þurft að leyfa þeim að skjóta meira fyrir utan og reyna frekar að þjappa vörnina fyrir innan punktalínu," sagði Kristján. „Það er sama hvert er litið á leik íslenska liðsins í þessu móti þá var þetta hreinasta hörmung. Vandamálið er það að þetta er ekki bara að gerast í mótinu. það er búið að vera aðdragandi að þessu öllu og menn verða að horfa á aðdragandann, leikina við Bosníu og Svartfjallaland. Leikmennirnir eru óöruggir og hræddir og maður þekkir ekki suma þessara leikmanna," sagði Guðjón Guðmundsson. Alla leikgreininguna í HM-kvöldinu má sjá í myndbandinu hér fyrir ofan en þar má meðal annars hvar Guðmundur Guðmundsson, þjálfari danska landsliðsins, lét línumanninn sinn stilla sér upp í leiknum til að hjálpa útispilurum danska liðsins að teygja á íslensku vörninni.
HM 2015 í Katar Mest lesið Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Fleiri fréttir Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Sjá meira