Guðjón: Auðvitað gerir læknirinn hrikaleg mistök í máli Arons Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. janúar 2015 09:00 Aron Pálmarsson lék ekki með íslenska landsliðinu í tveimur síðustu leikjum liðsins á HM í handbolta í Katar og Guðjón Guðmundsson eða Gaupi, handboltasérfræðingur Stöðvar 2 Sports, ræddi mál Arons í HM-kvöldi á Stöð 2 Sport í gær. Hörður Magnússon, umsjónarmaður þáttarins, rifjaði það upp þegar Ólafur Stefánsson meiddist á æfingu á HM í Svíþjóð 2011. Þá var strax ákveðið að halda því leyndu eins lengi og mögulegt er. „Þarna kemur læknir íslenska liðsins strax eftir Tékkaleikinn og gefur það út að Aron spili ekki næsta leik. Hvernig lítur þú á þetta mál í heild sinni," spurði Hörður Gaupa. Sjá einnig:Aron spilar ekki gegn Egyptum - verður líklega ekki meira með „Ég veit ekki hvort ég eigi að þora að segja eitthvað. Það var nánast allt vitlaust síðast þegar ég sagði að hann væri skyldugur að spila hefði hann heilsu til. Auðvitað gerir læknirinn hrikaleg mistök. Hann á ekki að vera gapa um þetta því þetta á að koma frá þjálfara liðsins," sagði Gaupi. „Þjálfarinn á að segja að leikmaðurinn sé ekki klár. Ekki læknirinn því hann hefur ekkert með þetta að gera. Það var einhver feluleikur með þetta en við vitum það að Aron Pálmarsson lenti í líkamsárás,“ sagði Gaupi um líkamsárásina í miðbæ Reykjavíkur seint í desember.. „Hann kemur inn í liðið og er ekki búinn að ná sér og fær síðan högg í leiknum á móti Tékkum. Læknirinn kemur og segir í fjölmiðlum að hann sé með vægan heilhristing. Það er væntanlega hárrétt hjá lækninum því hann er með stöðugan höfuðverk," segir Guðjón og bætir við: „Læknirinn metur það þannig að hann geti ekki leikið og við getum ekkert gert við því. Mér fannst það skrítið hvað menn voru hrikalega fljótir að gefa þetta út. Það var algjör óþarfi," sagði Guðjón. Hörður benti síðan á það að læknir íslenska liðsins hafi komið fram daginn fyrir leikinn við Dani og talað um að það væri helmingslíkur á því að Aron Pálmarssyni spili. Þá var komið allt annað hljóð hjá honum en svo komu tíðindin í gærmorgun að Aron spili ekki leikinn um kvöldið.Sjá einnig:Það er von með Aron - ekki útilokað að hann spili gegn Dönum „Ég kannaði þetta í dag og var búinn að gera það áður. Sérfræðingar segja að ef hann er með höfuðverk þá getur hann ekki spilað. Þá er hann ekki leikfær og því alveg hárrétt ákvörðun að láta hann ekki spila," sagði Guðjón. Það er hægt að sjá alla umræðuna um mál Arons Pálmarssonar í HM-kvöldinu hér fyrir ofan. HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Aron Kristjáns: Helmingslíkur á að Aron spili gegn Dönum Landsliðsþjálfarinn segir íslenska liðið verða að ljúka sóknum sínum vel gegn Dönum til að verða ekki refsað. 25. janúar 2015 18:30 Logi Geirs um brotið á Aroni: Hefði hefnt mín á pappakassanum Silfurdrengnum var ekki skemmt þegar Aron Pálmarsson fékk höggið frá Tékkanum í gær. 23. janúar 2015 17:00 Aron fær nálastungur vegna heilahristingsins Allt gert til að koma Aroni Pálmarssyni í lag fyrir morgundaginn þegar Íslendingar mæta Dönum. 25. janúar 2015 15:51 Nyegaard: Ísland á ekki möguleika í danska liðið Bent Nyegaard er þess fullviss að Danmörk vinni Ísland í leik liðanna á morgun í 16-liða úrslitum á HM. "Gott að fá Ísland í 16-liða úrslitum,“ segir einn helsti sérfræðingur Danmerkur um handbolta. 26. janúar 2015 07:00 Það er von með Aron - ekki útilokað að hann spili gegn Dönum Stórskyttu íslenska landsliðsins líður mun betur og gæti verið með í leiknum gegn Dönum á morgun. 25. janúar 2015 12:18 Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Fleiri fréttir Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði Sjá meira
Aron Pálmarsson lék ekki með íslenska landsliðinu í tveimur síðustu leikjum liðsins á HM í handbolta í Katar og Guðjón Guðmundsson eða Gaupi, handboltasérfræðingur Stöðvar 2 Sports, ræddi mál Arons í HM-kvöldi á Stöð 2 Sport í gær. Hörður Magnússon, umsjónarmaður þáttarins, rifjaði það upp þegar Ólafur Stefánsson meiddist á æfingu á HM í Svíþjóð 2011. Þá var strax ákveðið að halda því leyndu eins lengi og mögulegt er. „Þarna kemur læknir íslenska liðsins strax eftir Tékkaleikinn og gefur það út að Aron spili ekki næsta leik. Hvernig lítur þú á þetta mál í heild sinni," spurði Hörður Gaupa. Sjá einnig:Aron spilar ekki gegn Egyptum - verður líklega ekki meira með „Ég veit ekki hvort ég eigi að þora að segja eitthvað. Það var nánast allt vitlaust síðast þegar ég sagði að hann væri skyldugur að spila hefði hann heilsu til. Auðvitað gerir læknirinn hrikaleg mistök. Hann á ekki að vera gapa um þetta því þetta á að koma frá þjálfara liðsins," sagði Gaupi. „Þjálfarinn á að segja að leikmaðurinn sé ekki klár. Ekki læknirinn því hann hefur ekkert með þetta að gera. Það var einhver feluleikur með þetta en við vitum það að Aron Pálmarsson lenti í líkamsárás,“ sagði Gaupi um líkamsárásina í miðbæ Reykjavíkur seint í desember.. „Hann kemur inn í liðið og er ekki búinn að ná sér og fær síðan högg í leiknum á móti Tékkum. Læknirinn kemur og segir í fjölmiðlum að hann sé með vægan heilhristing. Það er væntanlega hárrétt hjá lækninum því hann er með stöðugan höfuðverk," segir Guðjón og bætir við: „Læknirinn metur það þannig að hann geti ekki leikið og við getum ekkert gert við því. Mér fannst það skrítið hvað menn voru hrikalega fljótir að gefa þetta út. Það var algjör óþarfi," sagði Guðjón. Hörður benti síðan á það að læknir íslenska liðsins hafi komið fram daginn fyrir leikinn við Dani og talað um að það væri helmingslíkur á því að Aron Pálmarssyni spili. Þá var komið allt annað hljóð hjá honum en svo komu tíðindin í gærmorgun að Aron spili ekki leikinn um kvöldið.Sjá einnig:Það er von með Aron - ekki útilokað að hann spili gegn Dönum „Ég kannaði þetta í dag og var búinn að gera það áður. Sérfræðingar segja að ef hann er með höfuðverk þá getur hann ekki spilað. Þá er hann ekki leikfær og því alveg hárrétt ákvörðun að láta hann ekki spila," sagði Guðjón. Það er hægt að sjá alla umræðuna um mál Arons Pálmarssonar í HM-kvöldinu hér fyrir ofan.
HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Aron Kristjáns: Helmingslíkur á að Aron spili gegn Dönum Landsliðsþjálfarinn segir íslenska liðið verða að ljúka sóknum sínum vel gegn Dönum til að verða ekki refsað. 25. janúar 2015 18:30 Logi Geirs um brotið á Aroni: Hefði hefnt mín á pappakassanum Silfurdrengnum var ekki skemmt þegar Aron Pálmarsson fékk höggið frá Tékkanum í gær. 23. janúar 2015 17:00 Aron fær nálastungur vegna heilahristingsins Allt gert til að koma Aroni Pálmarssyni í lag fyrir morgundaginn þegar Íslendingar mæta Dönum. 25. janúar 2015 15:51 Nyegaard: Ísland á ekki möguleika í danska liðið Bent Nyegaard er þess fullviss að Danmörk vinni Ísland í leik liðanna á morgun í 16-liða úrslitum á HM. "Gott að fá Ísland í 16-liða úrslitum,“ segir einn helsti sérfræðingur Danmerkur um handbolta. 26. janúar 2015 07:00 Það er von með Aron - ekki útilokað að hann spili gegn Dönum Stórskyttu íslenska landsliðsins líður mun betur og gæti verið með í leiknum gegn Dönum á morgun. 25. janúar 2015 12:18 Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Fleiri fréttir Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði Sjá meira
Aron Kristjáns: Helmingslíkur á að Aron spili gegn Dönum Landsliðsþjálfarinn segir íslenska liðið verða að ljúka sóknum sínum vel gegn Dönum til að verða ekki refsað. 25. janúar 2015 18:30
Logi Geirs um brotið á Aroni: Hefði hefnt mín á pappakassanum Silfurdrengnum var ekki skemmt þegar Aron Pálmarsson fékk höggið frá Tékkanum í gær. 23. janúar 2015 17:00
Aron fær nálastungur vegna heilahristingsins Allt gert til að koma Aroni Pálmarssyni í lag fyrir morgundaginn þegar Íslendingar mæta Dönum. 25. janúar 2015 15:51
Nyegaard: Ísland á ekki möguleika í danska liðið Bent Nyegaard er þess fullviss að Danmörk vinni Ísland í leik liðanna á morgun í 16-liða úrslitum á HM. "Gott að fá Ísland í 16-liða úrslitum,“ segir einn helsti sérfræðingur Danmerkur um handbolta. 26. janúar 2015 07:00
Það er von með Aron - ekki útilokað að hann spili gegn Dönum Stórskyttu íslenska landsliðsins líður mun betur og gæti verið með í leiknum gegn Dönum á morgun. 25. janúar 2015 12:18