Landsliðsfyrirliðinn náði sér engan vegin á strik gegn Tékkum á fimmtudaginn en steig heldur betur upp í dag og skoraði 13 mörk, þar af fjögur af vítalínunni.
„Við höfum verið að óska eftir Guðjóni Val á þessu HM því gæðin eru til staðar og hann er búinn að spila á svo háum standard í svo mörg ár og á svo mörgum stórmótum. En loksins negldi hann það,“ sagði Hörður og Gaupi tók í sama streng.
„Það er líka svo mikilvægt að hann sé að spila vel því hann smitar svo mikið út frá sér. Það geislaði af honum.
„En hann vissi upp á sig skömmina eftir síðasta leik og náði að rífa upp á lappir og liðið, og hann sjálfur, þurfti á þessu að halda,“ sagði Gaupi um nafna sinn.
Innslagið í heild sinni má sjá hér að neðan.