Handbolti

Fram endurheimti toppsætið

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Sigurbjörg Jóhannsdóttir skoraði þrjú mörk í sigri Fram á KA/Þór.
Sigurbjörg Jóhannsdóttir skoraði þrjú mörk í sigri Fram á KA/Þór. vísir/pjetur
Fram endurheimti toppsætið í Olís-deild kvenna með sex marka sigri, 35-29, á KA/Þór í Safamýrinni í dag.

Stórskyttan unga, Ragnheiður Júlíusdóttir var markahæst í liði Fram með átta mörk en Elísabet Gunnarsdóttir kom næst með sjö mörk.

Martha Hermannsdóttir skoraði tíu mörk fyrir KA/Þór sem er í 11. og næst neðsta sæti deildarinnar með fimm stig.

Markaskorar Fram:

Ragnheiður Júlíusdóttir 8, Elísabet Gunnarsdóttir 7, Ásta Birna Gunnarsdóttir 6, Hekla Rún Ámundadóttir 3, Sigurbjörg Jóhannsdóttir 3, Guðrún Þóra Hálfdánsdóttir 2, Elva Þóra Arnardóttir 2, Steinunn Björnsdóttir 2, Hulda Dagsdóttir 2, Marthe Sördal 1.

Markaskorarar KA/Þ​órs:

Martha Hermannsdóttir 10, Birta Fönn Sveinsdóttir 6, Paula Chirila 4, Erla Hleiður Tryggvadóttir 3, Arna Kristín Einarsdóttir 2, Þórunn Eva Sigurbjörnsdóttir 2, Arna Valgerður Erlingsdóttir 1, Katrín Vilhjálmsdóttir 1.

Þá unnu Haukar fimm marka sigur á Fylki á heimavelli, 27-22, eftir að hafa verið þremur mörkum undir í hálfleik, 12-15.

Viktoria Valdimarsdóttir skoraði mest fyrir Hauka, eða sjö mörk. Karen Helga Díönudóttir kom næst með fimm mörk.

Patricia Szölösi var með tíu mörk hjá Fylki eða nær helming marka liðsins.

Haukar eru með 16 stig í 5. sæti en Fylkir eru í 8. sæti með tíu stig.

Markaskorarar Hauka:

Viktoria Valdimarsdóttir 7, Karein Helga Díönudóttir 5, Ragnheiður Ragnarsdóttir 4, Agnes Ósk Egilsdóttir 4, Gunnhildur Pétursdóttir 4, Ragnheiður Sveinsdóttir 1, Ásta Björk Agnarsdóttir 1, Marija Gedroit 1.

Markaskorarar Fylkis:

Patricia Szölösi 10, Ólöf Kristín Þorsteinsdóttir 3, Kristjana Björk Steinarsdóttir 3, Hafdís Shizuka Iura 3, Thea Imani Sturludóttir 3.

Fyrr í dag bar Valur sigurorð af ÍBV og Grótta vann stórsigur á Stjörnunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×