Nyegaard: Guðmundur á eftir að höndla pressuna Arnar Björnsson í Doha skrifar 23. janúar 2015 19:00 Íslandsvinurinn Bent Nyegaard er sérfræðingur TV2 sjónvarpsstöðvarinnar. Hann þjálfaði bæði Fram og ÍR á sínum tíma. Hann segir pressuna á Guðmund Guðmundsson gríðarlega mikla. Íslenska landsliðið er í hópi 8-10 bestu í heimi að hans mati. „Það hefur verið mikil umræða um dómgæsluna. Þannig voru fáir brottrekstrar í leik Dana og Rússa og maður veltir því fyrir sér hvort leikmenn séu farnir að laga sig að dómgæslunni. Ég veit ekki hvort þetta er gott fyrir íþróttina. Ég vil að menn fái að takast á án þess að vera grófir," segir Nyegaard. Er handboltinn eitthvað að breytast, er hann betri eða verri á þessu móti? „Ég hef fylgst vel með D-riðlinum þar sem Danir spila. Margir leikir þar hafa verið góðir t.d. leikur Dana og Þjóðverja sem var frábær. Pólverjar og Argentínumenn eru sterkir. Við teljum að Evrópa eigi bestu liðin í karlaflokki en svo sjáum við lið eins og Argentínu og Eygptaland. Það verður fróðlegt að sjá hvort handboltalið utan Evrópu eru að verða sterkari." Gæti það orðið erfiðara fyrir lið eins og það íslenska að komast á heimsmeistaramót í framtíðinni? „Ég veit það ekki því ég tel að Íslendingar séu í hópi 8-10 bestu liðanna í dag. En Suður Ameríkuliðin sækja á og ég er einnig hissa á þvi hvað Egyptar eru sterkir." En hvað segir Nygegaard um frammistöðu íslenska liðsins, kemur hún honum á óvart? „Mjög á óvart. Ég var hissa á stórum ósigrum gegn Svíum og Tékkum og hissa á jafntefli við Frakka. Það eru alltof miklar sveiflur í leik liðsins. Við Danir óttumst alltaf Íslendinga því þeir spila alltaf vel gegn okkur. Við sáum það í æfingamótinu fyrr í þessum mánuði. Þeir eru mótherjar sem við viljum ekki mæta en það bendir margt til þess að svo verði“. Hvað með pressuna á Guðmund Guðmundsson. „Hún er gríðarleg. Við höfum staðið okkur vel á fjórum síðustu mótum og þegar við gerum jafntefli við Argentínu og Þýskaland, sem við teljum að við séum betri og þegar þú spilar vel í fyrri hálfleik en missir taktinn í þeim seinni, þá er pressan mikil. Ég held að Guðmundur eigi eftir að höndla pressuna. En þetta er ný áskorun fyrir hann. Hér er krafan um að komast úr skugganum á hinum sigursæla Ulrik Wilbek. Hann á því mikið verk fyrir höndum."Ekki missa af neinu sem gerist á HM. Fylgdu Vísi á Twitter, Facebook og Snapchat (notendanafn: sport365). HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Dagur: Sárt fyrir Ísland að tapa stórt Dagur Sigurðsson var afslappaður á blaðamannafundi í dag enda Þjóðverjar í bílstjórasætinu í D-riðli. Þeir mæta slakasta liðinu í riðlinum Sádi-Aröbum í lokaleiknum. 23. janúar 2015 18:00 Logi Geirs um brotið á Aroni: Hefði hefnt mín á pappakassanum Silfurdrengnum var ekki skemmt þegar Aron Pálmarsson fékk höggið frá Tékkanum í gær. 23. janúar 2015 17:00 Guðmundur: Ég trúi á íslenskan sigur Þjálfari danska landsliðsins hefur trú á sínum gömlu lærisveinum gegn Egyptum. 23. janúar 2015 16:30 Guðjón Valur: Í svona krísu tekur enginn síðasta skrefið Fyrirliðinn segir alla í liðinu einhverjum prósentum frá sínu besta á mótinu. 23. janúar 2015 14:30 Kári Kristjáns: Skítur skeður og í gær var þetta ekki gott Línumaðurinn öflugi segir andlegu hliðina ekki í molum hjá liðinu. 23. janúar 2015 16:00 Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Fleiri fréttir Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Sjá meira
Íslandsvinurinn Bent Nyegaard er sérfræðingur TV2 sjónvarpsstöðvarinnar. Hann þjálfaði bæði Fram og ÍR á sínum tíma. Hann segir pressuna á Guðmund Guðmundsson gríðarlega mikla. Íslenska landsliðið er í hópi 8-10 bestu í heimi að hans mati. „Það hefur verið mikil umræða um dómgæsluna. Þannig voru fáir brottrekstrar í leik Dana og Rússa og maður veltir því fyrir sér hvort leikmenn séu farnir að laga sig að dómgæslunni. Ég veit ekki hvort þetta er gott fyrir íþróttina. Ég vil að menn fái að takast á án þess að vera grófir," segir Nyegaard. Er handboltinn eitthvað að breytast, er hann betri eða verri á þessu móti? „Ég hef fylgst vel með D-riðlinum þar sem Danir spila. Margir leikir þar hafa verið góðir t.d. leikur Dana og Þjóðverja sem var frábær. Pólverjar og Argentínumenn eru sterkir. Við teljum að Evrópa eigi bestu liðin í karlaflokki en svo sjáum við lið eins og Argentínu og Eygptaland. Það verður fróðlegt að sjá hvort handboltalið utan Evrópu eru að verða sterkari." Gæti það orðið erfiðara fyrir lið eins og það íslenska að komast á heimsmeistaramót í framtíðinni? „Ég veit það ekki því ég tel að Íslendingar séu í hópi 8-10 bestu liðanna í dag. En Suður Ameríkuliðin sækja á og ég er einnig hissa á þvi hvað Egyptar eru sterkir." En hvað segir Nygegaard um frammistöðu íslenska liðsins, kemur hún honum á óvart? „Mjög á óvart. Ég var hissa á stórum ósigrum gegn Svíum og Tékkum og hissa á jafntefli við Frakka. Það eru alltof miklar sveiflur í leik liðsins. Við Danir óttumst alltaf Íslendinga því þeir spila alltaf vel gegn okkur. Við sáum það í æfingamótinu fyrr í þessum mánuði. Þeir eru mótherjar sem við viljum ekki mæta en það bendir margt til þess að svo verði“. Hvað með pressuna á Guðmund Guðmundsson. „Hún er gríðarleg. Við höfum staðið okkur vel á fjórum síðustu mótum og þegar við gerum jafntefli við Argentínu og Þýskaland, sem við teljum að við séum betri og þegar þú spilar vel í fyrri hálfleik en missir taktinn í þeim seinni, þá er pressan mikil. Ég held að Guðmundur eigi eftir að höndla pressuna. En þetta er ný áskorun fyrir hann. Hér er krafan um að komast úr skugganum á hinum sigursæla Ulrik Wilbek. Hann á því mikið verk fyrir höndum."Ekki missa af neinu sem gerist á HM. Fylgdu Vísi á Twitter, Facebook og Snapchat (notendanafn: sport365).
HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Dagur: Sárt fyrir Ísland að tapa stórt Dagur Sigurðsson var afslappaður á blaðamannafundi í dag enda Þjóðverjar í bílstjórasætinu í D-riðli. Þeir mæta slakasta liðinu í riðlinum Sádi-Aröbum í lokaleiknum. 23. janúar 2015 18:00 Logi Geirs um brotið á Aroni: Hefði hefnt mín á pappakassanum Silfurdrengnum var ekki skemmt þegar Aron Pálmarsson fékk höggið frá Tékkanum í gær. 23. janúar 2015 17:00 Guðmundur: Ég trúi á íslenskan sigur Þjálfari danska landsliðsins hefur trú á sínum gömlu lærisveinum gegn Egyptum. 23. janúar 2015 16:30 Guðjón Valur: Í svona krísu tekur enginn síðasta skrefið Fyrirliðinn segir alla í liðinu einhverjum prósentum frá sínu besta á mótinu. 23. janúar 2015 14:30 Kári Kristjáns: Skítur skeður og í gær var þetta ekki gott Línumaðurinn öflugi segir andlegu hliðina ekki í molum hjá liðinu. 23. janúar 2015 16:00 Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Fleiri fréttir Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Sjá meira
Dagur: Sárt fyrir Ísland að tapa stórt Dagur Sigurðsson var afslappaður á blaðamannafundi í dag enda Þjóðverjar í bílstjórasætinu í D-riðli. Þeir mæta slakasta liðinu í riðlinum Sádi-Aröbum í lokaleiknum. 23. janúar 2015 18:00
Logi Geirs um brotið á Aroni: Hefði hefnt mín á pappakassanum Silfurdrengnum var ekki skemmt þegar Aron Pálmarsson fékk höggið frá Tékkanum í gær. 23. janúar 2015 17:00
Guðmundur: Ég trúi á íslenskan sigur Þjálfari danska landsliðsins hefur trú á sínum gömlu lærisveinum gegn Egyptum. 23. janúar 2015 16:30
Guðjón Valur: Í svona krísu tekur enginn síðasta skrefið Fyrirliðinn segir alla í liðinu einhverjum prósentum frá sínu besta á mótinu. 23. janúar 2015 14:30
Kári Kristjáns: Skítur skeður og í gær var þetta ekki gott Línumaðurinn öflugi segir andlegu hliðina ekki í molum hjá liðinu. 23. janúar 2015 16:00