Guðmundur: Ég trúi á íslenskan sigur Arnar Björnsson í Doha skrifar 23. janúar 2015 16:30 Guðmundur Guðmundsson var alsæll eftir sigur Dana á Rússum. Með sigrinum tryggðu Danir sér sæti í 16 liða úrslitum. Þjóðverjar eiga sigur vísan í riðlinum og takist Íslendingum að vinna Egypta mæta dönsku drengirnir hans Guðmundar mæti Íslendingum. Hvoru liðinu vill hann mæta? „Ég vona Íslendinganna vegna að þeir komist í 16 liða úrslitin. Það var erfiður dagur hjá þeim í gær en ég þekki þessa drengi vel og alla þá sem standa að liðinu og ég veit að þeir muni gera allt til að vinna Egypta. Það verður erfiður leikur en ég trúi á íslenskan sigur“. Hver er skýringin á því að íslenska liðið er ekki að spila betur en raun ber vitni? „Ég vil nú ekki gefa neinar skýringar. Það getur stundum gerst að menn finni sig ekki og það er slæmt þegar það gerist í mikilvægum leikjum á stórmóti. Þannig eru nú íþróttirnar. Ég veit ekki hvernig ásigkomulagið er á hópnum og hvort menn voru þreyttir eftir erfiðan leik á móti Frökkum. Þetta eru oft samverkandi þættir. Ég trúi á drengina og þeir hafa sýnt það oft áður“. Þú hefur verið í þessari stöðu. Hvernig heldurðu að Aroni líði þegar hann er að reyna að púsla þessu saman? „Það er alltaf erfitt að tapa leikjum á þennan hátt. Ég veit að þetta er sterkur hópur og góðir þjálfarar sem eru að vinna með liðið. Ég trúi því að þeir undirbúi liðið eins vel og þeir geta gegn Egyptum og sjá sjáum við til hvort liðið verður betra í þeim leik“. Er ekki skrítið að íslenska liðið hafi verið flengt í tveimur leikjum en eigi samt möguleika á því að komast áfram? „Ég vil nú ekki segja að liðið hafi verið flengt. Þeir áttu kannski ekki bestu byrjun í heimi. Mér finnst þeir hafa komið sterkt til baka. Gott að klára Alsírleikinn og spila frábæran leik á móti Frökkum. Það býr rosalega mikið í þessu liði og þetta er að mínu mati frábært lið“. Nú ertu búinn að koma Dönum í 16 liða úrslit. „Nú erum við komnir í16 liða úrslit þangað sem við stefndum. Það var gríðarlega mikilvægt að vinna Rússa. Það er mikil pressa á mér og liðinu að klára þann leik. Pólverjar verða næstu mótherjar og þeir eru með svakalegt lið. Margir segja að þeir séu með bestu skyttur heims. Það er alveg hægt að taka undir það. Þeir eru með líkamlega sterka og stóra leikmenn, góða línumenn og frábæra markmenn. Ég þekki marga af þessum leikmönnum og hef þjálfað þrjá þeirra og aðstoðarþjálfarann líka“. Mikil pressa á þér. Hvarflar það að þér þegar hamagangurinn er sem mestur, af hverju var ég að taka þetta hlutverk að mér. „Nei maður gerir það ekki. Ég var búinn að búa mig undir það. Það er stórkostlegt hvað áhugi á handbolta er mikill í Danmörku og maður á að þakka fyrir það. Ég reyni að svara eins heiðarlega og ég get þeim spurningum sem ég fæ og reyni að vera ég sjálfur þangað til yfir lýkur“. Nú eru margir kongar í liðinu. Finnur Guðmundur fyrir pressu frá þeim? „Nei menn eru ekki að velta því fyrir sér frekar að einbeita sér að leikkerfum. Þetta er griðarlega góður hópur sem ég er með“. HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Dagur gaf leikmönnum frí | Fara í eyðimerkursafarí Leikmenn Þýskalands geta slakað á eftir góða frammistöðu á HM í Katar. 23. janúar 2015 12:30 Líklegast að strákarnir mæti Dönum ef Ísland kemst áfram Ísland í þriðja sæti riðilsins með sigri á Egyptalandi en fimmta sæti með jafntefli eða tapi. 23. janúar 2015 06:30 Mikkel kominn með sjö stoðsendinga forskot á Aron Daninn Mikkel Hansen er efstur í stoðsendingum eftir fjórar af fimm umferðum riðlakeppni heimsmeistaramótsins í Katar en hann hefur tók forystusætið af Aroni Pálmarssyni í gær. 23. janúar 2015 07:30 Guðmundur: Hef ekki upplifað þetta á 25 ára þjálfaraferli Þjálfari danska liðsins óánægður með framkomu danskra fjölmiðla í gær. 23. janúar 2015 08:14 Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Sjá meira
Guðmundur Guðmundsson var alsæll eftir sigur Dana á Rússum. Með sigrinum tryggðu Danir sér sæti í 16 liða úrslitum. Þjóðverjar eiga sigur vísan í riðlinum og takist Íslendingum að vinna Egypta mæta dönsku drengirnir hans Guðmundar mæti Íslendingum. Hvoru liðinu vill hann mæta? „Ég vona Íslendinganna vegna að þeir komist í 16 liða úrslitin. Það var erfiður dagur hjá þeim í gær en ég þekki þessa drengi vel og alla þá sem standa að liðinu og ég veit að þeir muni gera allt til að vinna Egypta. Það verður erfiður leikur en ég trúi á íslenskan sigur“. Hver er skýringin á því að íslenska liðið er ekki að spila betur en raun ber vitni? „Ég vil nú ekki gefa neinar skýringar. Það getur stundum gerst að menn finni sig ekki og það er slæmt þegar það gerist í mikilvægum leikjum á stórmóti. Þannig eru nú íþróttirnar. Ég veit ekki hvernig ásigkomulagið er á hópnum og hvort menn voru þreyttir eftir erfiðan leik á móti Frökkum. Þetta eru oft samverkandi þættir. Ég trúi á drengina og þeir hafa sýnt það oft áður“. Þú hefur verið í þessari stöðu. Hvernig heldurðu að Aroni líði þegar hann er að reyna að púsla þessu saman? „Það er alltaf erfitt að tapa leikjum á þennan hátt. Ég veit að þetta er sterkur hópur og góðir þjálfarar sem eru að vinna með liðið. Ég trúi því að þeir undirbúi liðið eins vel og þeir geta gegn Egyptum og sjá sjáum við til hvort liðið verður betra í þeim leik“. Er ekki skrítið að íslenska liðið hafi verið flengt í tveimur leikjum en eigi samt möguleika á því að komast áfram? „Ég vil nú ekki segja að liðið hafi verið flengt. Þeir áttu kannski ekki bestu byrjun í heimi. Mér finnst þeir hafa komið sterkt til baka. Gott að klára Alsírleikinn og spila frábæran leik á móti Frökkum. Það býr rosalega mikið í þessu liði og þetta er að mínu mati frábært lið“. Nú ertu búinn að koma Dönum í 16 liða úrslit. „Nú erum við komnir í16 liða úrslit þangað sem við stefndum. Það var gríðarlega mikilvægt að vinna Rússa. Það er mikil pressa á mér og liðinu að klára þann leik. Pólverjar verða næstu mótherjar og þeir eru með svakalegt lið. Margir segja að þeir séu með bestu skyttur heims. Það er alveg hægt að taka undir það. Þeir eru með líkamlega sterka og stóra leikmenn, góða línumenn og frábæra markmenn. Ég þekki marga af þessum leikmönnum og hef þjálfað þrjá þeirra og aðstoðarþjálfarann líka“. Mikil pressa á þér. Hvarflar það að þér þegar hamagangurinn er sem mestur, af hverju var ég að taka þetta hlutverk að mér. „Nei maður gerir það ekki. Ég var búinn að búa mig undir það. Það er stórkostlegt hvað áhugi á handbolta er mikill í Danmörku og maður á að þakka fyrir það. Ég reyni að svara eins heiðarlega og ég get þeim spurningum sem ég fæ og reyni að vera ég sjálfur þangað til yfir lýkur“. Nú eru margir kongar í liðinu. Finnur Guðmundur fyrir pressu frá þeim? „Nei menn eru ekki að velta því fyrir sér frekar að einbeita sér að leikkerfum. Þetta er griðarlega góður hópur sem ég er með“.
HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Dagur gaf leikmönnum frí | Fara í eyðimerkursafarí Leikmenn Þýskalands geta slakað á eftir góða frammistöðu á HM í Katar. 23. janúar 2015 12:30 Líklegast að strákarnir mæti Dönum ef Ísland kemst áfram Ísland í þriðja sæti riðilsins með sigri á Egyptalandi en fimmta sæti með jafntefli eða tapi. 23. janúar 2015 06:30 Mikkel kominn með sjö stoðsendinga forskot á Aron Daninn Mikkel Hansen er efstur í stoðsendingum eftir fjórar af fimm umferðum riðlakeppni heimsmeistaramótsins í Katar en hann hefur tók forystusætið af Aroni Pálmarssyni í gær. 23. janúar 2015 07:30 Guðmundur: Hef ekki upplifað þetta á 25 ára þjálfaraferli Þjálfari danska liðsins óánægður með framkomu danskra fjölmiðla í gær. 23. janúar 2015 08:14 Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Sjá meira
Dagur gaf leikmönnum frí | Fara í eyðimerkursafarí Leikmenn Þýskalands geta slakað á eftir góða frammistöðu á HM í Katar. 23. janúar 2015 12:30
Líklegast að strákarnir mæti Dönum ef Ísland kemst áfram Ísland í þriðja sæti riðilsins með sigri á Egyptalandi en fimmta sæti með jafntefli eða tapi. 23. janúar 2015 06:30
Mikkel kominn með sjö stoðsendinga forskot á Aron Daninn Mikkel Hansen er efstur í stoðsendingum eftir fjórar af fimm umferðum riðlakeppni heimsmeistaramótsins í Katar en hann hefur tók forystusætið af Aroni Pálmarssyni í gær. 23. janúar 2015 07:30
Guðmundur: Hef ekki upplifað þetta á 25 ára þjálfaraferli Þjálfari danska liðsins óánægður með framkomu danskra fjölmiðla í gær. 23. janúar 2015 08:14