Guðmundur: Hef ekki upplifað þetta á 25 ára þjálfaraferli Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 23. janúar 2015 08:14 Guðmundur á blaðamannafundi á Hilton-hótelinu í Doha. Vísir/Eva Björk Guðmundur Guðmundsson, þjálfari danska landsliðsins í handbolta, hóf blaðamannafund sinn á Hilton-hótelinu í Doha á morgun á alvarlegum nótum. Danskir fjölmiðlar fjölluðu í gær um meint ósætti danska landsliðsmannsins Kasper Söndergaard við hlutverk sitt í liðinu eftir uppákomu á æfingu liðsins fyrr í vikunni. Söndergaard var sagður hafa sakað Guðmund um að hafa sýnt sér virðingarleysi en sjálfur sagði leikmaðurinn á Twitter-síðu sinni í gær að það væri alrangt og að hann væri sáttur við hvaða hlutverk sem honum væri úthlutað. „Kasper er einn af tryggustu leikmönnum liðsins. Hann er liðsmaður og ég er leiður vegna þess fréttaflutnings sem átti sér stað í kringum hann,“ sagði Guðmundur á blaðamannafundi sínum í morgun. „Ég skil ekki af hverju það voru sagðar fréttir af ósætti sem ekki er til staðar. Það er erfitt að ætla að svara fyrir það. Hann, ég og liðið allt vorum einbeittir að leiknum í gær,“ bætti hann við en Danir unnu Rússa á HM í Katar í gær. „Ég hef alltaf átt gott samstarf við fjölmiðla en svona lagað hef ég ekki upplifað áður á mínum 25 ára þjálfaraferli. Það er það sem ég hef að segja um þetta mál,“ sagði Guðmundur. Þjálfarinn sagðist ánægður með margt sem hann sá í leik sinna manna gegn Rússum í gær, sér í lagi sóknarleikinn. „Ég hef ekki upplifað áður á stórmótum að mæta svo mörkum varnarafbrigðum á einu og sama mótinu. Við höfum spilað gegn 6-0, 5-1, 3-2-1 og 4-2 vörnum en mér fannst að sóknin hafi leyst sitt vel á stórum köflum í leiknum í gær.“ „Varnarleikurinn var líka góður í fyrri hálfleik og það kom kafli þá sem við unnum 8-0. Síðari hálfleikurinn var ekki í sama gæðaflokki en ég er auðvitað fyrist og fremst ánægður með að hafa unnið Rússa.“ HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Guðmundur og Dagur litríkir á hliðarlínunni í gær | Myndband Guðmundur Guðmundsson, þjálfari danska landsliðsins í handbolta, og Dagur Sigurðsson, þjálfari þýska landsliðsins í handbolta, fengu eitt stig á mann þegar lið þeirra mættust á heimsmeistaramótinu í Katar í gærkvöldi. 21. janúar 2015 15:30 Guðmundur: Hlusta ekki eftir áliti sérfræðinga Danir hafa gert tvö jafntefli í fyrstu þremur leikjum sínum á HM. Guðmundur Guðmundsson segir að Danir stefni nú á annað sæti C-riðils. 21. janúar 2015 13:30 Danir slökuðu á í seinni en unnu samt Rússa örugglega Danska landsliðið undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar vann þriggja marka sigur á Rússlandi, 31-28, í fjórða leik sínum á HM í handbolta í kvöld. 22. janúar 2015 19:41 Mest lesið Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Íslenski boltinn Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Sport Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Sport Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Fleiri fréttir „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Sjá meira
Guðmundur Guðmundsson, þjálfari danska landsliðsins í handbolta, hóf blaðamannafund sinn á Hilton-hótelinu í Doha á morgun á alvarlegum nótum. Danskir fjölmiðlar fjölluðu í gær um meint ósætti danska landsliðsmannsins Kasper Söndergaard við hlutverk sitt í liðinu eftir uppákomu á æfingu liðsins fyrr í vikunni. Söndergaard var sagður hafa sakað Guðmund um að hafa sýnt sér virðingarleysi en sjálfur sagði leikmaðurinn á Twitter-síðu sinni í gær að það væri alrangt og að hann væri sáttur við hvaða hlutverk sem honum væri úthlutað. „Kasper er einn af tryggustu leikmönnum liðsins. Hann er liðsmaður og ég er leiður vegna þess fréttaflutnings sem átti sér stað í kringum hann,“ sagði Guðmundur á blaðamannafundi sínum í morgun. „Ég skil ekki af hverju það voru sagðar fréttir af ósætti sem ekki er til staðar. Það er erfitt að ætla að svara fyrir það. Hann, ég og liðið allt vorum einbeittir að leiknum í gær,“ bætti hann við en Danir unnu Rússa á HM í Katar í gær. „Ég hef alltaf átt gott samstarf við fjölmiðla en svona lagað hef ég ekki upplifað áður á mínum 25 ára þjálfaraferli. Það er það sem ég hef að segja um þetta mál,“ sagði Guðmundur. Þjálfarinn sagðist ánægður með margt sem hann sá í leik sinna manna gegn Rússum í gær, sér í lagi sóknarleikinn. „Ég hef ekki upplifað áður á stórmótum að mæta svo mörkum varnarafbrigðum á einu og sama mótinu. Við höfum spilað gegn 6-0, 5-1, 3-2-1 og 4-2 vörnum en mér fannst að sóknin hafi leyst sitt vel á stórum köflum í leiknum í gær.“ „Varnarleikurinn var líka góður í fyrri hálfleik og það kom kafli þá sem við unnum 8-0. Síðari hálfleikurinn var ekki í sama gæðaflokki en ég er auðvitað fyrist og fremst ánægður með að hafa unnið Rússa.“
HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Guðmundur og Dagur litríkir á hliðarlínunni í gær | Myndband Guðmundur Guðmundsson, þjálfari danska landsliðsins í handbolta, og Dagur Sigurðsson, þjálfari þýska landsliðsins í handbolta, fengu eitt stig á mann þegar lið þeirra mættust á heimsmeistaramótinu í Katar í gærkvöldi. 21. janúar 2015 15:30 Guðmundur: Hlusta ekki eftir áliti sérfræðinga Danir hafa gert tvö jafntefli í fyrstu þremur leikjum sínum á HM. Guðmundur Guðmundsson segir að Danir stefni nú á annað sæti C-riðils. 21. janúar 2015 13:30 Danir slökuðu á í seinni en unnu samt Rússa örugglega Danska landsliðið undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar vann þriggja marka sigur á Rússlandi, 31-28, í fjórða leik sínum á HM í handbolta í kvöld. 22. janúar 2015 19:41 Mest lesið Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Íslenski boltinn Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Sport Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Sport Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Fleiri fréttir „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Sjá meira
Guðmundur og Dagur litríkir á hliðarlínunni í gær | Myndband Guðmundur Guðmundsson, þjálfari danska landsliðsins í handbolta, og Dagur Sigurðsson, þjálfari þýska landsliðsins í handbolta, fengu eitt stig á mann þegar lið þeirra mættust á heimsmeistaramótinu í Katar í gærkvöldi. 21. janúar 2015 15:30
Guðmundur: Hlusta ekki eftir áliti sérfræðinga Danir hafa gert tvö jafntefli í fyrstu þremur leikjum sínum á HM. Guðmundur Guðmundsson segir að Danir stefni nú á annað sæti C-riðils. 21. janúar 2015 13:30
Danir slökuðu á í seinni en unnu samt Rússa örugglega Danska landsliðið undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar vann þriggja marka sigur á Rússlandi, 31-28, í fjórða leik sínum á HM í handbolta í kvöld. 22. janúar 2015 19:41
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita