Sérfræðingar sammála: Guðmundur í óþægilegri stöðu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 22. janúar 2015 15:40 Vísir/eva björk Fimm sérfræðingar sem danska blaðið BT leitaði til eru sammála um að landsliðsþjálfarinn Guðmundur Guðmundsson sé undir pressu eftir erfitt gengi liðsins á HM í Katar til þessa. Guðmundur sat fyrir svörum á blaðamannafundi á Hilton-hótelinu í Doha í gær rétt eins og á öðrum frídögum danska landsliðsins. Þar átti hann í „þvinguðum“ orðaskiptum við blaðamenn þegar umræðuefnið barst að danska varnarleiknum. Guðmundur hefur verið rólegur og yfirvegaður á fundum sínum til þessa en í þetta skiptið þóttu tilsvör hans af öðrum toga. Þótti hann pirraður í svörum sínum við spurningum blaðamanna. Danir mæta Pólverjum í gríðarlega mikilvægum leik á HM í handbolta í kvöld og vilja alls ekki tapa fleiri stigum en þeir hafa gert í keppninni til þessa.Sjá einnig: Guðmundur: Hlusta ekki eftir áliti sérfræðinga Sérfræðingarnir sem BT leitaði til eru sammála um að þetta sé ekki auðveld staða fyrir Guðmund. „Þetta er ekki sú byrjun sem hann vonaðist eftir,“ sagði Lars Krogh Jeppesen, sérfræðingur DR. „Ég held að þessi varnarleikur sé að halda fyrir honum vöku á næturnar, þó svo að hann viðurkenni það ekki. Við sáum þjálfara sem undir pressu á blaðamannafundinum. Hann brást harkalega við eðlilegum spurningum og virtist eilítið móðgaður.“ Jeppesen segist ekki hrifinn af leikstíl danska liðsins og efast um að liðið komist í undanúrslit mótsins úr þessu. Hann er heldur ekki hrifinn af vörninni sem Guðmundur hefur látið danska liðið spila.Sjá einnig: Nyegaard: Held að Guðmundur sé hissa Lars Christiansen, fyrrum hornamaður danska landsliðsins, er sérfræðingur á TV2 og segir að Guðmundur sé óvanur því að þurfa að eyða svo miklum tíma í fjölmiðla og hann hefur þurft að gera á mótinu. „Allt umstangið í kringum fjölmiðla hefur líklega komið honum á óvart - að það séu svo margir á blaðamannafundunum. Við vorum áður með þjálfara (Ulrik Wilbæk) sem var afar opinn og gaf mikið af sér. Nú erum við með þjálfara sem er afar einbeittur að handboltanum sjálfum.“ Christiansen og félagi hans hjá TV2, Bent Nyegaard, er þó enn vongóður um að liðið komist langt í keppninni enda sé ekkert tapað enn. Ummæli hans og annarra má lesa hér. HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Guðmundur: Ég tek nú ekki þátt í sálfræðistríði við Dag Guðmundur Guðmundsson, þjálfari danska landsliðsins í handbolta, var ögn brosmildari eftir tuttugu marka sigur á Sádi Aröbum á HM í handbolta í Katar en eftir jafnteflisleikinn við Argentínu. 19. janúar 2015 11:15 Guðmundur: Algjör oftúlkun á reglunum Landsliðsþjálfari Dana er ekki sáttur við störf dómara á HM í handbolta. 20. janúar 2015 11:30 Dagur: Gaman að geta strítt Gumma Það verður stór stund í sögu íslensks handbolta þegar tvö af stærstu handboltaveldum heims, Þýskaland og Danmörk, mætast á Heimsmeistaramótinu í handbolta í Katar í kvöld. Bæði lið eru þjálfuð af Íslendingum. 20. janúar 2015 06:45 Sérfræðingur TV2: Gríðarleg pressa á Guðmundi „Íslenska liðið lét dönsku vörnina líta einfeldningslega út,“ segir Bent Nyegaard, sérfræðingur TV2 í Danmörku. 16. janúar 2015 12:30 Dönum er brugðið en Guðmundur er rétt að byrja Thomas Kristensen, sjónvarpsmaður á TV2, um fyrsta stórmótsleik Dana undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar. 17. janúar 2015 13:45 Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Fleiri fréttir Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Sjá meira
Fimm sérfræðingar sem danska blaðið BT leitaði til eru sammála um að landsliðsþjálfarinn Guðmundur Guðmundsson sé undir pressu eftir erfitt gengi liðsins á HM í Katar til þessa. Guðmundur sat fyrir svörum á blaðamannafundi á Hilton-hótelinu í Doha í gær rétt eins og á öðrum frídögum danska landsliðsins. Þar átti hann í „þvinguðum“ orðaskiptum við blaðamenn þegar umræðuefnið barst að danska varnarleiknum. Guðmundur hefur verið rólegur og yfirvegaður á fundum sínum til þessa en í þetta skiptið þóttu tilsvör hans af öðrum toga. Þótti hann pirraður í svörum sínum við spurningum blaðamanna. Danir mæta Pólverjum í gríðarlega mikilvægum leik á HM í handbolta í kvöld og vilja alls ekki tapa fleiri stigum en þeir hafa gert í keppninni til þessa.Sjá einnig: Guðmundur: Hlusta ekki eftir áliti sérfræðinga Sérfræðingarnir sem BT leitaði til eru sammála um að þetta sé ekki auðveld staða fyrir Guðmund. „Þetta er ekki sú byrjun sem hann vonaðist eftir,“ sagði Lars Krogh Jeppesen, sérfræðingur DR. „Ég held að þessi varnarleikur sé að halda fyrir honum vöku á næturnar, þó svo að hann viðurkenni það ekki. Við sáum þjálfara sem undir pressu á blaðamannafundinum. Hann brást harkalega við eðlilegum spurningum og virtist eilítið móðgaður.“ Jeppesen segist ekki hrifinn af leikstíl danska liðsins og efast um að liðið komist í undanúrslit mótsins úr þessu. Hann er heldur ekki hrifinn af vörninni sem Guðmundur hefur látið danska liðið spila.Sjá einnig: Nyegaard: Held að Guðmundur sé hissa Lars Christiansen, fyrrum hornamaður danska landsliðsins, er sérfræðingur á TV2 og segir að Guðmundur sé óvanur því að þurfa að eyða svo miklum tíma í fjölmiðla og hann hefur þurft að gera á mótinu. „Allt umstangið í kringum fjölmiðla hefur líklega komið honum á óvart - að það séu svo margir á blaðamannafundunum. Við vorum áður með þjálfara (Ulrik Wilbæk) sem var afar opinn og gaf mikið af sér. Nú erum við með þjálfara sem er afar einbeittur að handboltanum sjálfum.“ Christiansen og félagi hans hjá TV2, Bent Nyegaard, er þó enn vongóður um að liðið komist langt í keppninni enda sé ekkert tapað enn. Ummæli hans og annarra má lesa hér.
HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Guðmundur: Ég tek nú ekki þátt í sálfræðistríði við Dag Guðmundur Guðmundsson, þjálfari danska landsliðsins í handbolta, var ögn brosmildari eftir tuttugu marka sigur á Sádi Aröbum á HM í handbolta í Katar en eftir jafnteflisleikinn við Argentínu. 19. janúar 2015 11:15 Guðmundur: Algjör oftúlkun á reglunum Landsliðsþjálfari Dana er ekki sáttur við störf dómara á HM í handbolta. 20. janúar 2015 11:30 Dagur: Gaman að geta strítt Gumma Það verður stór stund í sögu íslensks handbolta þegar tvö af stærstu handboltaveldum heims, Þýskaland og Danmörk, mætast á Heimsmeistaramótinu í handbolta í Katar í kvöld. Bæði lið eru þjálfuð af Íslendingum. 20. janúar 2015 06:45 Sérfræðingur TV2: Gríðarleg pressa á Guðmundi „Íslenska liðið lét dönsku vörnina líta einfeldningslega út,“ segir Bent Nyegaard, sérfræðingur TV2 í Danmörku. 16. janúar 2015 12:30 Dönum er brugðið en Guðmundur er rétt að byrja Thomas Kristensen, sjónvarpsmaður á TV2, um fyrsta stórmótsleik Dana undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar. 17. janúar 2015 13:45 Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Fleiri fréttir Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Sjá meira
Guðmundur: Ég tek nú ekki þátt í sálfræðistríði við Dag Guðmundur Guðmundsson, þjálfari danska landsliðsins í handbolta, var ögn brosmildari eftir tuttugu marka sigur á Sádi Aröbum á HM í handbolta í Katar en eftir jafnteflisleikinn við Argentínu. 19. janúar 2015 11:15
Guðmundur: Algjör oftúlkun á reglunum Landsliðsþjálfari Dana er ekki sáttur við störf dómara á HM í handbolta. 20. janúar 2015 11:30
Dagur: Gaman að geta strítt Gumma Það verður stór stund í sögu íslensks handbolta þegar tvö af stærstu handboltaveldum heims, Þýskaland og Danmörk, mætast á Heimsmeistaramótinu í handbolta í Katar í kvöld. Bæði lið eru þjálfuð af Íslendingum. 20. janúar 2015 06:45
Sérfræðingur TV2: Gríðarleg pressa á Guðmundi „Íslenska liðið lét dönsku vörnina líta einfeldningslega út,“ segir Bent Nyegaard, sérfræðingur TV2 í Danmörku. 16. janúar 2015 12:30
Dönum er brugðið en Guðmundur er rétt að byrja Thomas Kristensen, sjónvarpsmaður á TV2, um fyrsta stórmótsleik Dana undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar. 17. janúar 2015 13:45