Vignir: Enginn andvaka vegna dómgæslunnar Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Doha skrifar 21. janúar 2015 22:30 Vignir Svavarsson hefur átt eins og aðrir varnarmenn á HM í handbolta í stökustu vandræðum með að feta þá þröngu slóð sem dómarar hafa markað í keppninni til þessa. Dómarar eru mjög fljótir að grípa í tveggja mínútna brottvísun fyrir minnstu sakir og bitnaði það sérsatklega á íslensku varnarmönnunum sem voru að glíma við einn besta línumann heims, Cedric Sorhaindo, í franska landsliðinu í gær. „Ég hef ekkert pælt í þessu. Þetta er bara svona. Það var erfitt að lesa línuna hjá dómurunum sem voru ekkert sérstaklega hæfir í gær,“ sagði Vignir í samtali við Vísi fyrr í dag. „Við erum ekkert að velta þessu neitt sérstaklega mikið fyrir okkur. Við reynum að átta okkru á því hvaða línu dómararnir eru að setja og fylgja henni en þetta heldur ekki nokkrum manni vakandi á nóttinni.“ Dómarar hafa verið gagnrýndir fyrir að taka of hart á því sem hingað til hefur þótt eðlilegur varnarleikur í handbolta. „Þetta er bara svona. Vonandi batnar þegar líður á keppnina en mér finnst gæði dómgæslunnar ekki hafa verið mikil. Við reynum að vera ákveðnir í okkar varnarleik og kannski bitnar þetta því eitthvað á okkur en það er ekkert annað að gera en að spila með þessu.“ Ísland mætir Tékklandi annað kvöld en Tékkar eru enn stigalausir á HM eftir að hafa tapað fyrir Frakklandi, Egyptalandi og Svíþjóð. Þeir verða að vinna Ísland á morgun til að eiga möguleika á sæti í 16-liða úrslitunum. „Við verðum að passa okkur á því að vera nógu ákveðnir gagnvart þeirra skyttum en jafnframt að halda okkur þéttum. Þegar við höfum verið að spila góða vörn þá hefur okkur tekist að finna þetta jafnvægi.“ Hann segir að varnarleikurinn geti orðið betri hjá íslenska liðinu. „Ég hefði viljað byrja betur þó að leikurinn gegn Svíþjóð hafi verið ágætur. En mér finnst samt stígandi í varnarleiknum eins og í sóknarleiknum - við verðum með betri með hverjum leiknum og vona ég að það verði áframhald á því.“ HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Guðjón Valur: Verðum ekki heimsmeistarar í einum leik Landsliðsfyrirliðinn segir að Ísland sé á réttri leið á HM í Katar. 21. janúar 2015 08:00 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Frakkland - Ísland 26-26 | Besta frammistaða strákanna í jafnteflisleik Evrópumeistarar Frakklands þurftu allt sitt og meira til gegn góðu íslensku liði í Duhail. 20. janúar 2015 15:55 Strákarnir sendu skýr skilaboð til hinna liðanna Strákarnir okkar náðu loksins að sýna sitt rétta andlit á HM í Katar en Ísland var hársbreidd frá því að landa sigri gegn Evrópumeisturum Frakka. "Skref, en bara eitt skref, í rétta átt,“ segir landsliðsþjálfarinn eftir leik. 21. janúar 2015 06:00 Einkunnir Gaupa: Þrír nálægt fullu húsi Aron Pálmarsson, Snorri Steinn Guðjónsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson báru af í íslenska liðinu gegn Frakklandi. 20. janúar 2015 20:54 Róbert: Það er "groundhog day“ hjá okkur dag eftir dag Línumaðurinn Róbert Gunnarsson segir að það verði auðveldara fyrir hann að fara "heim" til Frakklands eftir HM í handbolta eftir að Frakkarnir náðu ekki að vinna íslenska liðið í gær. 21. janúar 2015 11:00 Vignir: Vissi ekki að Frakkland væri næst Segir að dómgæsla í handbolta geti alltaf haft áhrif á úrslit leikja. 20. janúar 2015 08:00 Mest lesið Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Handbolti Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Handbolti Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Enski boltinn „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti „Skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi“ Sport Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni Körfubolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Fleiri fréttir Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sjá meira
Vignir Svavarsson hefur átt eins og aðrir varnarmenn á HM í handbolta í stökustu vandræðum með að feta þá þröngu slóð sem dómarar hafa markað í keppninni til þessa. Dómarar eru mjög fljótir að grípa í tveggja mínútna brottvísun fyrir minnstu sakir og bitnaði það sérsatklega á íslensku varnarmönnunum sem voru að glíma við einn besta línumann heims, Cedric Sorhaindo, í franska landsliðinu í gær. „Ég hef ekkert pælt í þessu. Þetta er bara svona. Það var erfitt að lesa línuna hjá dómurunum sem voru ekkert sérstaklega hæfir í gær,“ sagði Vignir í samtali við Vísi fyrr í dag. „Við erum ekkert að velta þessu neitt sérstaklega mikið fyrir okkur. Við reynum að átta okkru á því hvaða línu dómararnir eru að setja og fylgja henni en þetta heldur ekki nokkrum manni vakandi á nóttinni.“ Dómarar hafa verið gagnrýndir fyrir að taka of hart á því sem hingað til hefur þótt eðlilegur varnarleikur í handbolta. „Þetta er bara svona. Vonandi batnar þegar líður á keppnina en mér finnst gæði dómgæslunnar ekki hafa verið mikil. Við reynum að vera ákveðnir í okkar varnarleik og kannski bitnar þetta því eitthvað á okkur en það er ekkert annað að gera en að spila með þessu.“ Ísland mætir Tékklandi annað kvöld en Tékkar eru enn stigalausir á HM eftir að hafa tapað fyrir Frakklandi, Egyptalandi og Svíþjóð. Þeir verða að vinna Ísland á morgun til að eiga möguleika á sæti í 16-liða úrslitunum. „Við verðum að passa okkur á því að vera nógu ákveðnir gagnvart þeirra skyttum en jafnframt að halda okkur þéttum. Þegar við höfum verið að spila góða vörn þá hefur okkur tekist að finna þetta jafnvægi.“ Hann segir að varnarleikurinn geti orðið betri hjá íslenska liðinu. „Ég hefði viljað byrja betur þó að leikurinn gegn Svíþjóð hafi verið ágætur. En mér finnst samt stígandi í varnarleiknum eins og í sóknarleiknum - við verðum með betri með hverjum leiknum og vona ég að það verði áframhald á því.“
HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Guðjón Valur: Verðum ekki heimsmeistarar í einum leik Landsliðsfyrirliðinn segir að Ísland sé á réttri leið á HM í Katar. 21. janúar 2015 08:00 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Frakkland - Ísland 26-26 | Besta frammistaða strákanna í jafnteflisleik Evrópumeistarar Frakklands þurftu allt sitt og meira til gegn góðu íslensku liði í Duhail. 20. janúar 2015 15:55 Strákarnir sendu skýr skilaboð til hinna liðanna Strákarnir okkar náðu loksins að sýna sitt rétta andlit á HM í Katar en Ísland var hársbreidd frá því að landa sigri gegn Evrópumeisturum Frakka. "Skref, en bara eitt skref, í rétta átt,“ segir landsliðsþjálfarinn eftir leik. 21. janúar 2015 06:00 Einkunnir Gaupa: Þrír nálægt fullu húsi Aron Pálmarsson, Snorri Steinn Guðjónsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson báru af í íslenska liðinu gegn Frakklandi. 20. janúar 2015 20:54 Róbert: Það er "groundhog day“ hjá okkur dag eftir dag Línumaðurinn Róbert Gunnarsson segir að það verði auðveldara fyrir hann að fara "heim" til Frakklands eftir HM í handbolta eftir að Frakkarnir náðu ekki að vinna íslenska liðið í gær. 21. janúar 2015 11:00 Vignir: Vissi ekki að Frakkland væri næst Segir að dómgæsla í handbolta geti alltaf haft áhrif á úrslit leikja. 20. janúar 2015 08:00 Mest lesið Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Handbolti Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Handbolti Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Enski boltinn „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti „Skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi“ Sport Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni Körfubolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Fleiri fréttir Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sjá meira
Guðjón Valur: Verðum ekki heimsmeistarar í einum leik Landsliðsfyrirliðinn segir að Ísland sé á réttri leið á HM í Katar. 21. janúar 2015 08:00
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Frakkland - Ísland 26-26 | Besta frammistaða strákanna í jafnteflisleik Evrópumeistarar Frakklands þurftu allt sitt og meira til gegn góðu íslensku liði í Duhail. 20. janúar 2015 15:55
Strákarnir sendu skýr skilaboð til hinna liðanna Strákarnir okkar náðu loksins að sýna sitt rétta andlit á HM í Katar en Ísland var hársbreidd frá því að landa sigri gegn Evrópumeisturum Frakka. "Skref, en bara eitt skref, í rétta átt,“ segir landsliðsþjálfarinn eftir leik. 21. janúar 2015 06:00
Einkunnir Gaupa: Þrír nálægt fullu húsi Aron Pálmarsson, Snorri Steinn Guðjónsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson báru af í íslenska liðinu gegn Frakklandi. 20. janúar 2015 20:54
Róbert: Það er "groundhog day“ hjá okkur dag eftir dag Línumaðurinn Róbert Gunnarsson segir að það verði auðveldara fyrir hann að fara "heim" til Frakklands eftir HM í handbolta eftir að Frakkarnir náðu ekki að vinna íslenska liðið í gær. 21. janúar 2015 11:00
Vignir: Vissi ekki að Frakkland væri næst Segir að dómgæsla í handbolta geti alltaf haft áhrif á úrslit leikja. 20. janúar 2015 08:00
Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti
Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti