Aron Kristjáns: Við vorum að spila betur saman Arnar Björnsson í Katar skrifar 22. janúar 2015 13:00 Aron Kristjánsson, þjálfari íslenska landsliðsins. Vísir/Eva Björk Aron Kristjánsson, þjálfari íslenska landsliðsins, var eins og leikmennirnir ánægður með leikinn gegn Frökkum. Það er oft erfitt að sjá á þjálfaranum hvort hann er kátur eða glaður því hann heldur ætíð ró sinni hvernig sem á gengur. Það gefst ekki langur tími fyrir Aron að melta úrslitin úr leiknum við hið geysisterka lið Frakka. Á morgun mæta Íslendingar, Tékkum. Sá leikur ræður því hvort Tékkar hanga inni í mótinu. Þeir hafa tapað öllum þremur leikjum sínum og draumur þeirra um að komast í 16-liða úrslitin verður að engu takist þeim ekki að vinna. Þeir mæta slakasta liðinu í riðlinum í síðustu umferðinni, Alsírmönnum. „Þetta er lykilleikur og við gerðum reyndar ráð fyrir því fyrir mót. Þetta er auðvitað í okkar höndum að taka næstu skref, við erum að bæta okkar leik og nú þurfum við að halda því áfram og mæta Tékkunum af krafti," sagði Aron. Verða aðrar áherslur í undirbúningi fyrir leikinn við Tékka en gegn Frökkunum? „Tékkarnir eru með aðeins öðruvísi lið, eru með tvær mjög sterkar skyttur (Filip Jicha og Pavel Horak) og spila aðeins flatari varnarleik en Frakkarnir hafa verið að gera. Við þurfum að vera góðir í að slíta þá í sundur, þeir eru stórir. Þetta er aðeins öðruvísi lið en skeinuhætt með sterkar skyttur innanborðs," segir Aron. Hvað var þjálfarinn ánægðastur með í Frakkaleiknum? „Ég var ánægðari með tímasetningarnar í sóknarleiknum, þær voru miklu betri. Við vorum að spila betur saman og koma okkur í mörg góð færi ef maður miðar við fyrsta leikinn í keppninni þar sem við vorum að spila gegn 6-0 vörn. Líka sigurviljann, kraftinn og trúna á sigur," segir Aron. Finnst þér glitta í það hjá strákunum að þeir vilji fara í leikinn á morgun til að vinna? „Já, ég held að menn geri sér algjörlega grein fyrir því að leikurinn á morgun er mikilvægur. Við vorum allir mjög svekktir í gær að hafa gengið af velli með eitt stig. Við vildum fá bæði. Það er góð tilfinning að hafa eftir leik gegn jafnsterku liði," segir Aron. Það er hægt að finna allt viðtalið í myndbandinu hér fyrir neðan. HM 2015 í Katar Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins Körfubolti Fleiri fréttir Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði Sjá meira
Aron Kristjánsson, þjálfari íslenska landsliðsins, var eins og leikmennirnir ánægður með leikinn gegn Frökkum. Það er oft erfitt að sjá á þjálfaranum hvort hann er kátur eða glaður því hann heldur ætíð ró sinni hvernig sem á gengur. Það gefst ekki langur tími fyrir Aron að melta úrslitin úr leiknum við hið geysisterka lið Frakka. Á morgun mæta Íslendingar, Tékkum. Sá leikur ræður því hvort Tékkar hanga inni í mótinu. Þeir hafa tapað öllum þremur leikjum sínum og draumur þeirra um að komast í 16-liða úrslitin verður að engu takist þeim ekki að vinna. Þeir mæta slakasta liðinu í riðlinum í síðustu umferðinni, Alsírmönnum. „Þetta er lykilleikur og við gerðum reyndar ráð fyrir því fyrir mót. Þetta er auðvitað í okkar höndum að taka næstu skref, við erum að bæta okkar leik og nú þurfum við að halda því áfram og mæta Tékkunum af krafti," sagði Aron. Verða aðrar áherslur í undirbúningi fyrir leikinn við Tékka en gegn Frökkunum? „Tékkarnir eru með aðeins öðruvísi lið, eru með tvær mjög sterkar skyttur (Filip Jicha og Pavel Horak) og spila aðeins flatari varnarleik en Frakkarnir hafa verið að gera. Við þurfum að vera góðir í að slíta þá í sundur, þeir eru stórir. Þetta er aðeins öðruvísi lið en skeinuhætt með sterkar skyttur innanborðs," segir Aron. Hvað var þjálfarinn ánægðastur með í Frakkaleiknum? „Ég var ánægðari með tímasetningarnar í sóknarleiknum, þær voru miklu betri. Við vorum að spila betur saman og koma okkur í mörg góð færi ef maður miðar við fyrsta leikinn í keppninni þar sem við vorum að spila gegn 6-0 vörn. Líka sigurviljann, kraftinn og trúna á sigur," segir Aron. Finnst þér glitta í það hjá strákunum að þeir vilji fara í leikinn á morgun til að vinna? „Já, ég held að menn geri sér algjörlega grein fyrir því að leikurinn á morgun er mikilvægur. Við vorum allir mjög svekktir í gær að hafa gengið af velli með eitt stig. Við vildum fá bæði. Það er góð tilfinning að hafa eftir leik gegn jafnsterku liði," segir Aron. Það er hægt að finna allt viðtalið í myndbandinu hér fyrir neðan.
HM 2015 í Katar Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins Körfubolti Fleiri fréttir Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði Sjá meira