Guðjón Valur: Þurfum að nýta okkur það að Tékkar eru svolítið brotnir Arnar Björnsson í Katar skrifar 21. janúar 2015 11:30 Guðjón Valur Sigurðsson. Vísir/Eva Björk Þeir voru þreyttir en kátir „strákarnir okkar“ þegar blaðamenn hittu þá á Intercontinental hótelinu í morgun. Fyrirliðinn, Guðjón Valur Sigurðsson, var mættur fyrstur í morgunmatinn eins og oft áður, nokkuð glaður með jafnteflið við Frakka í gærkvöldi. „Við tökum það jákvæða úr leiknum. Þetta voru okkar bestu 60 mínútur í mótinu og eitthvað til að byggja á. Ég held að úrslitin hafi verið sanngjörn þó svo að við höfum átt möguleika á meiru en við vorum komnir undir í lokin. Við tökum þessu stigi og horfum fram á veginn," sagði Guðjón Valur. Næstu mótherjar verða Tékkar sem geta skákað Íslendingum með því að vinna báða sína leiki og komist í 16 liða úrslit. Þeir eiga Alsír eftir en Íslendingar mæta Egyptum í lokaumferðinni. „Við getum líka með því að vinna leikinn tryggt okkur áfram og sett þá út úr mótinu. Þetta verður hörkuleikur. Þeir áttu ekki góðan leik á móti Svíum en hafa tapað hinum tveimur leikjunum með litlum mun. Þeir eru með gott lið og eru að fá sinn besta mann Filip Jicha aftur inn í liðið. Tékkar eru með hávaxið lið sem oft er erfitt við að eiga fyrir okkur í vörninni. Þeir verða auðveldari ef við náum að hreyfa þá eitthvað og fá hraðaupphlaupin á þá. Þeir eru svolítið brotnir eftir þrjá tapleiki og við þurfum að nýta okkur það á morgun. Við setjum þetta upp sem úrslitaleik fyrir okkur. Það eru tvö lið sem mætast á morgun og undirbúa sig á mismunandi hátt og við sjáum bara hvort liðið gerir það betur á morgun," sagði Guðjón Valur. Hver er munurinn á Frökkum og Tékkum? „Frakkarnir eru betri, það er einfaldlega þannig. Þeir eru með meiri reynslu og betri handboltamenn en Tékkarnir eru klárlega með samkeppnishæft lið enda sér maður það á leik þeirra við Frakka sem við erum búnir að skoða. Þeir eru með gott lið en hafa verið í erfiðleikum og við þurfum að leggja fyrir þá svolítið erfitt verkefni á morgun þannig að þeir nái ekki að vinna sig úr þeim erfiðleikjum sem þeir eru í," segir Guðjón Valur. Guðjón Valur Sigurðsson þekkir vel til Filip Jicha sem missti af tveimur fyrstu leikjunum vegna veikinda. Jicha hefur tapað nokkrum kílóum í veikindum sínum en hann skoraði 4 mörk úr 7 skotum í þriggja marka tapi Tékka gegn Egyptum. „Hann er náttúrulega þeirra allra mikilvægasti leikmaður og stjórnar þeirra sóknarleik, frábær skytta og skynsamur og klókur líka. Hann er klárlega þeirra aðalvopn. Tékkar eru líka með Pavel Horak sem er gríðarlega vinnusamur og erfitt að stoppa, maður á mann, stórt og mikið flykki. En það eru meira einstaklingar hjá þeim sem eru hættulegir frekar en liðsheildin sem hefur verið aðall þeirra hingað til," segir Guðjón Valur. Það má sjá allt viðtalið við hann í myndbandinu hér fyrir neðan. HM 2015 í Katar Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti McTominay hetja Napoli Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sjá meira
Þeir voru þreyttir en kátir „strákarnir okkar“ þegar blaðamenn hittu þá á Intercontinental hótelinu í morgun. Fyrirliðinn, Guðjón Valur Sigurðsson, var mættur fyrstur í morgunmatinn eins og oft áður, nokkuð glaður með jafnteflið við Frakka í gærkvöldi. „Við tökum það jákvæða úr leiknum. Þetta voru okkar bestu 60 mínútur í mótinu og eitthvað til að byggja á. Ég held að úrslitin hafi verið sanngjörn þó svo að við höfum átt möguleika á meiru en við vorum komnir undir í lokin. Við tökum þessu stigi og horfum fram á veginn," sagði Guðjón Valur. Næstu mótherjar verða Tékkar sem geta skákað Íslendingum með því að vinna báða sína leiki og komist í 16 liða úrslit. Þeir eiga Alsír eftir en Íslendingar mæta Egyptum í lokaumferðinni. „Við getum líka með því að vinna leikinn tryggt okkur áfram og sett þá út úr mótinu. Þetta verður hörkuleikur. Þeir áttu ekki góðan leik á móti Svíum en hafa tapað hinum tveimur leikjunum með litlum mun. Þeir eru með gott lið og eru að fá sinn besta mann Filip Jicha aftur inn í liðið. Tékkar eru með hávaxið lið sem oft er erfitt við að eiga fyrir okkur í vörninni. Þeir verða auðveldari ef við náum að hreyfa þá eitthvað og fá hraðaupphlaupin á þá. Þeir eru svolítið brotnir eftir þrjá tapleiki og við þurfum að nýta okkur það á morgun. Við setjum þetta upp sem úrslitaleik fyrir okkur. Það eru tvö lið sem mætast á morgun og undirbúa sig á mismunandi hátt og við sjáum bara hvort liðið gerir það betur á morgun," sagði Guðjón Valur. Hver er munurinn á Frökkum og Tékkum? „Frakkarnir eru betri, það er einfaldlega þannig. Þeir eru með meiri reynslu og betri handboltamenn en Tékkarnir eru klárlega með samkeppnishæft lið enda sér maður það á leik þeirra við Frakka sem við erum búnir að skoða. Þeir eru með gott lið en hafa verið í erfiðleikum og við þurfum að leggja fyrir þá svolítið erfitt verkefni á morgun þannig að þeir nái ekki að vinna sig úr þeim erfiðleikjum sem þeir eru í," segir Guðjón Valur. Guðjón Valur Sigurðsson þekkir vel til Filip Jicha sem missti af tveimur fyrstu leikjunum vegna veikinda. Jicha hefur tapað nokkrum kílóum í veikindum sínum en hann skoraði 4 mörk úr 7 skotum í þriggja marka tapi Tékka gegn Egyptum. „Hann er náttúrulega þeirra allra mikilvægasti leikmaður og stjórnar þeirra sóknarleik, frábær skytta og skynsamur og klókur líka. Hann er klárlega þeirra aðalvopn. Tékkar eru líka með Pavel Horak sem er gríðarlega vinnusamur og erfitt að stoppa, maður á mann, stórt og mikið flykki. En það eru meira einstaklingar hjá þeim sem eru hættulegir frekar en liðsheildin sem hefur verið aðall þeirra hingað til," segir Guðjón Valur. Það má sjá allt viðtalið við hann í myndbandinu hér fyrir neðan.
HM 2015 í Katar Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti McTominay hetja Napoli Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sjá meira