Róbert: Það er "groundhog day“ hjá okkur dag eftir dag Arnar Björnsson í Katar skrifar 21. janúar 2015 11:00 Róbert Gunnarsson og Luka Karabatić. Vísir/Eva Björk Línumaðurinn Róbert Gunnarsson segir að það verði auðveldara fyrir hann að fara "heim" til Frakklands eftir HM í handbolta eftir að Frakkarnir náðu ekki að vinna íslenska liðið í gær. Róbert skoraði tvö mörk gegn Frökkum í leiknum á HM í handbolta í gær en það seinna gerði hann í byrjun seinni hálfleiks þegar Íslendingar náðu fjögurra marka forystu, 16-12. Er skrokkurinn ekki lemstraður eftir leikinn? „Hann er bara furðu góður það voru svo margir brottrekstrar í leiknum þannig að maður tók nú bara þátt í einum fjórða úr leiknum. Áður fyrr var spilað dag eftir dag, þá var ég yngri en ég er skynsamari núna. Núna er maður farinn að hugsa betur um sig og meðan skrokkurinn heldur þá er maður bara mjög ánægður," sagði Róbert. Róbert spilar í Frakklandi og hann hlýtur að vera ánægður með jafnteflið. „Já það verður auðveldara að fara til Frakklands, hvernig sem mótið fer, þeir geta þá ekki sagt að þeir hafi unnið okkur. Þeir vita alveg að við hefðum getað unnið leikinn í lokin þannig að ég get mætt til Frakklands með hökuna hátt," sagði Róbert. Hvernig verður leikurinn við Tékka eru þeir svipaðir og Frakkarnir? „Þetta verður erfiður leikur fyrir okkur. Ég reikna nú með því að Frakkarnir séu sterkari. Við virðumst alltaf spila á sama „leveli“ og andstæðingurinn, það skiptir ekki máli á móti hverjum við erum að spila, Frakklandi eða Alsír því við dettum alltaf á sama plan. Það er „groundhog day“ hjá okkur dag eftir dag. Við þurfum að undirbúa okkur vel og sjáum þá hvert það fer með okkur," segir Róbet. „Það er auðvitað markmiðið hjá okkur að vinna hvern einasta leik. Við eigum Egyptana í síðasta leiknum í riðlinum og þeir eru með fjölmarga stuðningsmenn hérna," segir Róbert. Leikmenn og þjálfarar hafa ekki alltaf skilið dómgæsluna í keppninni hingað til. Hvert er álit Róberts á störfum dómaranna? „Jú það er mikið talað um dómgæsluna og við erum búnir að lenda í þessu tvisvar sinnum. Í gær voru nokkrir furðulegir dómar. Leikmenn úr báðum liðum fuku útaf fyrir ekki neitt. Ég ætla ekki að segja að þetta hafi komið meira niður á öðru liðinu en þetta gerir okkar vinnu svolítið erfiða þegar maður veit ekkert hvað má. Þetta er svolítið leiðinlegt fyrir boltann, þá er búið að taka fókusinn af handboltanum. Svona hefur þetta alltaf verið. Það er sett einhver lína í byrjun og svo deyr hún hægt og rólega út. Seinna í mótinu kemur eðlileg dómgæsla þegar bestu dómararnir dæma og vonandi fáum við að upplifa það með því að fara langt. Það má sjá allt viðtalið við hann í myndbandinu hér fyrir neðan. HM 2015 í Katar Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Fleiri fréttir Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Sjá meira
Línumaðurinn Róbert Gunnarsson segir að það verði auðveldara fyrir hann að fara "heim" til Frakklands eftir HM í handbolta eftir að Frakkarnir náðu ekki að vinna íslenska liðið í gær. Róbert skoraði tvö mörk gegn Frökkum í leiknum á HM í handbolta í gær en það seinna gerði hann í byrjun seinni hálfleiks þegar Íslendingar náðu fjögurra marka forystu, 16-12. Er skrokkurinn ekki lemstraður eftir leikinn? „Hann er bara furðu góður það voru svo margir brottrekstrar í leiknum þannig að maður tók nú bara þátt í einum fjórða úr leiknum. Áður fyrr var spilað dag eftir dag, þá var ég yngri en ég er skynsamari núna. Núna er maður farinn að hugsa betur um sig og meðan skrokkurinn heldur þá er maður bara mjög ánægður," sagði Róbert. Róbert spilar í Frakklandi og hann hlýtur að vera ánægður með jafnteflið. „Já það verður auðveldara að fara til Frakklands, hvernig sem mótið fer, þeir geta þá ekki sagt að þeir hafi unnið okkur. Þeir vita alveg að við hefðum getað unnið leikinn í lokin þannig að ég get mætt til Frakklands með hökuna hátt," sagði Róbert. Hvernig verður leikurinn við Tékka eru þeir svipaðir og Frakkarnir? „Þetta verður erfiður leikur fyrir okkur. Ég reikna nú með því að Frakkarnir séu sterkari. Við virðumst alltaf spila á sama „leveli“ og andstæðingurinn, það skiptir ekki máli á móti hverjum við erum að spila, Frakklandi eða Alsír því við dettum alltaf á sama plan. Það er „groundhog day“ hjá okkur dag eftir dag. Við þurfum að undirbúa okkur vel og sjáum þá hvert það fer með okkur," segir Róbet. „Það er auðvitað markmiðið hjá okkur að vinna hvern einasta leik. Við eigum Egyptana í síðasta leiknum í riðlinum og þeir eru með fjölmarga stuðningsmenn hérna," segir Róbert. Leikmenn og þjálfarar hafa ekki alltaf skilið dómgæsluna í keppninni hingað til. Hvert er álit Róberts á störfum dómaranna? „Jú það er mikið talað um dómgæsluna og við erum búnir að lenda í þessu tvisvar sinnum. Í gær voru nokkrir furðulegir dómar. Leikmenn úr báðum liðum fuku útaf fyrir ekki neitt. Ég ætla ekki að segja að þetta hafi komið meira niður á öðru liðinu en þetta gerir okkar vinnu svolítið erfiða þegar maður veit ekkert hvað má. Þetta er svolítið leiðinlegt fyrir boltann, þá er búið að taka fókusinn af handboltanum. Svona hefur þetta alltaf verið. Það er sett einhver lína í byrjun og svo deyr hún hægt og rólega út. Seinna í mótinu kemur eðlileg dómgæsla þegar bestu dómararnir dæma og vonandi fáum við að upplifa það með því að fara langt. Það má sjá allt viðtalið við hann í myndbandinu hér fyrir neðan.
HM 2015 í Katar Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Fleiri fréttir Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Sjá meira