Einkunnir Gaupa: Þrír nálægt fullu húsi Tómas Þór Þórðarson skrifar 20. janúar 2015 20:54 vísir/eva björk/pjetur Ísland gerði jafntefli við Frakkland, í þriðja leik liðsins á HM 2015 í Katar í kvöld. Strákarnir okkar voru nálægt því að vinna leikinn en nýttu ekki síðustu sóknina. Eftir hvern leik íslenska liðsins mun Guðjón Guðmundsson, handboltasérfræðingur Stöðvar 2 Sports, gefa leikmönnum og þjálfaranum einkunnir. Leikmenn og þjálfarar fá einkunn á bilinu 1-6 með umsögn, en neðst í fréttinni má sjá hvað hver einkunn þýðir.Einkunnir Íslands gegn Frakklandi:Björgvin Páll Gústavsson - 4 Var frábær í fyrri hálfleik og varði þar tíu af fjórtán skotum sínum í leiknum. Datt niður í seinni hálfleik, en fyrir mótið sagði ég að þetta yrði hans mót. Varði tvo bolta undir lokin sem voru mjög mikilvægir.Guðjón Valur Sigurðsson - 4 Fyrirliðinn sýndi frábæra baráttu; skoraði ekki mikið en var öruggur á vítalínunni og dreif liðið áfram með útgeislun.Aron Pálmarsson - 5 Frábær leikur hjá stráknum. Virðist vera með augu í hnakkanum. Virkaði þreyttur undir lokin og skal engan undra. Gullmoli. Fimm mörk úr ellefu skotum segja ekki alla söguna, gaf níu stoðsendingar.Snorri Steinn Guðjónsson - 5 Frábær dagur hjá leikstjórnandanum. Hélt ró sinni allan leikinn og náði að stjórna hraða leiksins og skoraði mikilvæg mörk.Alexander Petersson - 4 Spilaði varnarleikinn frábærlega; sá besti hjá honum í keppnini. Á mikið inni sóknarlega. Fjögur mörk úr tólf skotum. Hann sjálfur getur ekki verið ánægður með það.Ásgeir Örn Hallgrímsson - 5 Lék frábærlega og sýndi sitt rétta andlit. Einn besti leikmaður Ísland á EM í Danmörku er mættur til leiks í Katar. Til hamingju með það. Virkilega sterkur í vörninni í dag og skilaði sínu í sókninni hnökralítið.Róbert Gunnarsson - 4 Nýtir færin sín mjög vel. virkar í mjög góðu formi og hefur sjaldan verið betri. Enn og aftur þarf að passa blokkina inn á línu svo ekki sé dæmt sóknarbrot.Sverre Andreas Jakobsson - 4 Gamli maðurinn barðist grimmilega í leiknum. Hans besti leikur í keppninni. Vissulega er farið að hægjast á verkfræðingnum frá Akureyri en hann náði líka að miðla af reynslu sinni til hinna varnarmannanna.Bjarki Már Gunnarsson - 4 Hans besti leikur í keppninni. Var ótrúlega klókur í sinni varnarvinnu og er lítið að láta reka sig út af fyrir óþarfa brot.Stefán Rafn Sigurmannsson - Kom ekkert við sögu.Arnór Atlason - 3 Skilaði sinni varnarvinnu ágætlega og var afar mikilvægur undir lok leiksins þegar Aron var farinn að þreytast. Á mikið inni í sókninni.Sigurbergur Sveinsson - Kom ekkert við sögu.Arnór Þór Gunnarsson - 3 Var hluti af sterkri liðsheild. Ákafur leikmaður sem fær nú tækifæri á stóra sviðinu. Hann verður að nýta færin sín betur.Kári Kristján Kristjánsson - 3 Skilaði sínu ágætlega. Á meira inni. Athyglisvert er, að hann hafi komið heim, spilað með Val og virkar í betra standi en oftast áður.Vignir Svavarsson - 3 Ótrúlega duglegur og fer langt á viljanum. Mikilvægur liðinu en lætur reka sig út af fyrir klaufaleg brot. Það getur verið stórhættulegt eins og sást í dag. Bestu liðin nýta yfirtöluna svo vel.Aron Rafn Eðvarðsson - Kom inn á til að reyna að verja eitt víti. Dugar ekki til að fá einkunn.Aron Kristjánsson - 4 Þjálfarinn stýrði liðinu af mikilli festu. Reyndi að nýta þá krafta sem hann hefur til staðar. Kannski að skiptingarnar í fyrri hálfleik í stöðunni í 12-9 hafi komið aðeins of fljótt. Annars traust frammistaða þjálfarans.Útskýring á einkunnum:6 - Heimsklassa frammistaða5 - Frábær frammistaða4 - Góð frammistaða3 - Sæmileg frammistaða - skilaði sínu2 - Ekki nógu góð frammistaða1 - Slakur leikur HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Aron Kristjáns: Erfitt að stöðva ísskápinn á línunni Landsliðsþjálfarinn var ánægður með sterkan leik strákanna í jafnteflinu gegn Frakklandi. 20. janúar 2015 20:34 Sverre: Gott að vera svekktur eftir jafntefli við Frakka Varnarjaxlinn pirraður á línunni sem dómararnir hafa tekið á mótinu. 20. janúar 2015 19:49 Umfjöllun: Danmörk - Þýskaland 30-30 | Lindberg tryggði Dönum stig í frábærum leik Þýskaland og Danmörk skildu jöfn, 30-30, í frábærum leik í D-riðli á HM í handbolta í kvöld. 20. janúar 2015 15:58 Arnór: Megum ekkert vera of góðir með okkur Skyttan öfluga var kátur með hvernig liðið kláraði sóknirnar gegn Frakklandi. 20. janúar 2015 20:11 Björgvin: Síðasta sem fer hjá þessum gaurum er sjálfstraustið Landsliðsmarkvörðurinn ánægður með að sjá íslensku geðveikina aftur komna. 20. janúar 2015 20:01 Róbert: Enginn vissi hvað mátti gera Róbert Gunnarsson var svekktur með að hafa ekki unnið Evrópumeistara Frakka á HM í Katar í kvöld. 20. janúar 2015 20:18 Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Íslenski boltinn Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Sjá meira
Ísland gerði jafntefli við Frakkland, í þriðja leik liðsins á HM 2015 í Katar í kvöld. Strákarnir okkar voru nálægt því að vinna leikinn en nýttu ekki síðustu sóknina. Eftir hvern leik íslenska liðsins mun Guðjón Guðmundsson, handboltasérfræðingur Stöðvar 2 Sports, gefa leikmönnum og þjálfaranum einkunnir. Leikmenn og þjálfarar fá einkunn á bilinu 1-6 með umsögn, en neðst í fréttinni má sjá hvað hver einkunn þýðir.Einkunnir Íslands gegn Frakklandi:Björgvin Páll Gústavsson - 4 Var frábær í fyrri hálfleik og varði þar tíu af fjórtán skotum sínum í leiknum. Datt niður í seinni hálfleik, en fyrir mótið sagði ég að þetta yrði hans mót. Varði tvo bolta undir lokin sem voru mjög mikilvægir.Guðjón Valur Sigurðsson - 4 Fyrirliðinn sýndi frábæra baráttu; skoraði ekki mikið en var öruggur á vítalínunni og dreif liðið áfram með útgeislun.Aron Pálmarsson - 5 Frábær leikur hjá stráknum. Virðist vera með augu í hnakkanum. Virkaði þreyttur undir lokin og skal engan undra. Gullmoli. Fimm mörk úr ellefu skotum segja ekki alla söguna, gaf níu stoðsendingar.Snorri Steinn Guðjónsson - 5 Frábær dagur hjá leikstjórnandanum. Hélt ró sinni allan leikinn og náði að stjórna hraða leiksins og skoraði mikilvæg mörk.Alexander Petersson - 4 Spilaði varnarleikinn frábærlega; sá besti hjá honum í keppnini. Á mikið inni sóknarlega. Fjögur mörk úr tólf skotum. Hann sjálfur getur ekki verið ánægður með það.Ásgeir Örn Hallgrímsson - 5 Lék frábærlega og sýndi sitt rétta andlit. Einn besti leikmaður Ísland á EM í Danmörku er mættur til leiks í Katar. Til hamingju með það. Virkilega sterkur í vörninni í dag og skilaði sínu í sókninni hnökralítið.Róbert Gunnarsson - 4 Nýtir færin sín mjög vel. virkar í mjög góðu formi og hefur sjaldan verið betri. Enn og aftur þarf að passa blokkina inn á línu svo ekki sé dæmt sóknarbrot.Sverre Andreas Jakobsson - 4 Gamli maðurinn barðist grimmilega í leiknum. Hans besti leikur í keppninni. Vissulega er farið að hægjast á verkfræðingnum frá Akureyri en hann náði líka að miðla af reynslu sinni til hinna varnarmannanna.Bjarki Már Gunnarsson - 4 Hans besti leikur í keppninni. Var ótrúlega klókur í sinni varnarvinnu og er lítið að láta reka sig út af fyrir óþarfa brot.Stefán Rafn Sigurmannsson - Kom ekkert við sögu.Arnór Atlason - 3 Skilaði sinni varnarvinnu ágætlega og var afar mikilvægur undir lok leiksins þegar Aron var farinn að þreytast. Á mikið inni í sókninni.Sigurbergur Sveinsson - Kom ekkert við sögu.Arnór Þór Gunnarsson - 3 Var hluti af sterkri liðsheild. Ákafur leikmaður sem fær nú tækifæri á stóra sviðinu. Hann verður að nýta færin sín betur.Kári Kristján Kristjánsson - 3 Skilaði sínu ágætlega. Á meira inni. Athyglisvert er, að hann hafi komið heim, spilað með Val og virkar í betra standi en oftast áður.Vignir Svavarsson - 3 Ótrúlega duglegur og fer langt á viljanum. Mikilvægur liðinu en lætur reka sig út af fyrir klaufaleg brot. Það getur verið stórhættulegt eins og sást í dag. Bestu liðin nýta yfirtöluna svo vel.Aron Rafn Eðvarðsson - Kom inn á til að reyna að verja eitt víti. Dugar ekki til að fá einkunn.Aron Kristjánsson - 4 Þjálfarinn stýrði liðinu af mikilli festu. Reyndi að nýta þá krafta sem hann hefur til staðar. Kannski að skiptingarnar í fyrri hálfleik í stöðunni í 12-9 hafi komið aðeins of fljótt. Annars traust frammistaða þjálfarans.Útskýring á einkunnum:6 - Heimsklassa frammistaða5 - Frábær frammistaða4 - Góð frammistaða3 - Sæmileg frammistaða - skilaði sínu2 - Ekki nógu góð frammistaða1 - Slakur leikur
HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Aron Kristjáns: Erfitt að stöðva ísskápinn á línunni Landsliðsþjálfarinn var ánægður með sterkan leik strákanna í jafnteflinu gegn Frakklandi. 20. janúar 2015 20:34 Sverre: Gott að vera svekktur eftir jafntefli við Frakka Varnarjaxlinn pirraður á línunni sem dómararnir hafa tekið á mótinu. 20. janúar 2015 19:49 Umfjöllun: Danmörk - Þýskaland 30-30 | Lindberg tryggði Dönum stig í frábærum leik Þýskaland og Danmörk skildu jöfn, 30-30, í frábærum leik í D-riðli á HM í handbolta í kvöld. 20. janúar 2015 15:58 Arnór: Megum ekkert vera of góðir með okkur Skyttan öfluga var kátur með hvernig liðið kláraði sóknirnar gegn Frakklandi. 20. janúar 2015 20:11 Björgvin: Síðasta sem fer hjá þessum gaurum er sjálfstraustið Landsliðsmarkvörðurinn ánægður með að sjá íslensku geðveikina aftur komna. 20. janúar 2015 20:01 Róbert: Enginn vissi hvað mátti gera Róbert Gunnarsson var svekktur með að hafa ekki unnið Evrópumeistara Frakka á HM í Katar í kvöld. 20. janúar 2015 20:18 Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Íslenski boltinn Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Sjá meira
Aron Kristjáns: Erfitt að stöðva ísskápinn á línunni Landsliðsþjálfarinn var ánægður með sterkan leik strákanna í jafnteflinu gegn Frakklandi. 20. janúar 2015 20:34
Sverre: Gott að vera svekktur eftir jafntefli við Frakka Varnarjaxlinn pirraður á línunni sem dómararnir hafa tekið á mótinu. 20. janúar 2015 19:49
Umfjöllun: Danmörk - Þýskaland 30-30 | Lindberg tryggði Dönum stig í frábærum leik Þýskaland og Danmörk skildu jöfn, 30-30, í frábærum leik í D-riðli á HM í handbolta í kvöld. 20. janúar 2015 15:58
Arnór: Megum ekkert vera of góðir með okkur Skyttan öfluga var kátur með hvernig liðið kláraði sóknirnar gegn Frakklandi. 20. janúar 2015 20:11
Björgvin: Síðasta sem fer hjá þessum gaurum er sjálfstraustið Landsliðsmarkvörðurinn ánægður með að sjá íslensku geðveikina aftur komna. 20. janúar 2015 20:01
Róbert: Enginn vissi hvað mátti gera Róbert Gunnarsson var svekktur með að hafa ekki unnið Evrópumeistara Frakka á HM í Katar í kvöld. 20. janúar 2015 20:18
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn