Markvörðurinn ótrúlegi, Thierry Omeyer, lokaði marka Frakka í kvöld og sá til þess að þeir komust í úrslitaleik HM. Frakkland lagði þá Spán, 26-22, í svakalegum handboltaleik. Spánverjar verja því ekki titil sinn í Katar.
Frakkar voru frábærir í fyrri hálfleik. Náðu mest fimm marka forskoti en leiddu með fjórum í hálfleik, 18-14.
Omeyer varði um 20 skot í leiknum og var með um 50 prósenta markvörslu. Hann varði þess utan fjögur vítaköst. Fáheyrt í slíkum stórleik.
Michael Guigou skoraði fimm mörk fyrir Frakka og þeir Daniel Narcisse, Cedric Sorhaindo og Valentin Porte skoruðu fjögur.
Joan Canellas og Cristian Ugalde skoruðu báðir fimm mörk fyrir Spánverja.
Frakkland spilar við Katar í úrslitaleiknum á sunnudag.
Omeyer sá til þess að Frakkar komust í úrslit

Tengdar fréttir

Katar komið í úrslit á HM
Ævintýri fjölþjóðalandsliðs Katar í handbolta hélt áfram í dag er liðið tryggði sér farseðilinn í úrslitaleik HM. Það sá enginn fyrir að gæti gerst.