Frekar afskipt ef mönnun er of lítil Linda Blöndal skrifar 9. febrúar 2015 19:30 Laura Scheving Thorsteinsson Búast má við að tilhneiging sé meiri til þess að láta vistmenn á hjúkrunarheimilum sitja aðgerðarlausa fyrir framan sjónvarpið þar sem ekki hefur tekist að uppfylla gæðaviðmið Landlæknis um fjölda starfsmanna. Þetta segir Laura Scheving Thorsteinsson, staðgengill sviðstjóra á Eftirlits-og gæðasviði Landlæknisembættisins. Hörð gagnrýni kom fram um helgina á þjónustu við aldraða vistmenn á hjúkrunarheimilum. Í umfjöllun Fréttablaðsins um helgina segja þrjár konur frá reynslu sinni og aldraðra foreldra sinna sem lögðust inn á hjúkrunarheimili og að þar hafi foreldrið fengið niðurbrjótandi umönnun. Gamla fólkið hafi þurft að þola niðurlægjandi og vanvirðandi framkomu. Móðir einnar konunnar var samstundis sett í sjúkrarúm og bundin í hjólastól og fékk enga aðstoð til að ganga um eftir það. Þá beið hún iðulega svo lengi eftir hjálp að hún lá oft, ein og lengi, hlandblaut í rúminu og orðum hreytt í hana. Oftast kvartað undan of fáum starfskröftumAðstandendur geta ekki sent kvartanir til Landlæknis, heldur bara vistmaðurinn sjálfur og er það fátítt. Óformlegar ábendingar berast þó, samkvæmt upplýsingum frá Landlækni, og fjalla þær oft um að mönnun sé ábótavant. „Það kvartar undan því að því finnist starfsfólkið vera of fátt og því finnist það hafa svo mikið að gera og hafi ekki nægan tíma til að sinna þeim skjólstæðingum sem búa á viðkomandi hjúkrunarheimili,“ segir Lára.Ná ekki nýjum viðmiðum Öldruðum fjölgar og fleiri eru mjög veikir inni á hjúkrunarheimilunum sem eru orðnir að miklu leyti líknandi stofnanir. Ingibjörg Hjaltadóttir, sérfræðingur í öldrunarhjúkrun, sagði í samtali við Fréttablaðið að það væri forgangsatriði að endurskoða mönnun á heimilinum. Landlæknir hefur einmitt sett ný mönnunarviðmið á hjúkrunarheimilum um að fjölga starfsfólki en án fjármagns geta sum þeirra alls ekki náð þeim þótt ekki sé vitað hve mörg eru svo illa stödd. „Það er ekki skylda að fara eftir mönnunarviðmiðunum,“ segir Lára. „Þetta eru fagleg viðmið sem við höfum sett og við vitum að það eru mjög mörg hjúkrunarheimili sem hafa ekki bolmagn til að fara eftir þeim vegna fjárskorts.“ Hún bendir á að Landlæknir hafi haft mikið eftirlit með hjúkrunarheimilum að undanförnu og gert mikið af úttektum og farið hafi verið inn á langflest hjúkrunarheimili á landinu. „Við skoðum mönnunina í hverri einustu úttekt og eins og fjárhagur margra heimila er núna, þá hafa mörg heimilanna klárlega ekki getu til að auka við faglært starfsfólk eða fjölga umönnunarstundum.“ Mikil lyfjagjöf almenntÍ Fréttablaðinu segir ein kvennanna þetta líka: „Móður minni var ítrekað rúllað upp að glugga eða sjónvarpi með stillimyndinni og þar sat hún bara, mig grunar að það hafi verið dælt í hana töflum, hún var svo sljó.“ Lára segir hjúkrunarheimili mjög í ólík í þessum efnum en almennt megi segja að fólk á hjúkrunarheimilum fái umtalsvert af lyfjum. „Ég held að það sé óhætt að segja það. Margir taka mjög mörg lyf. Þegar það er lítil mönnun, þá er líklegra að fólk sé bara sett fyrir framan sjónvarpið.“ Mest lesið Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Innlent Fleiri fréttir „Heiðarlegt og heilbrigt“ að auglýsa embættið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Sjá meira
Búast má við að tilhneiging sé meiri til þess að láta vistmenn á hjúkrunarheimilum sitja aðgerðarlausa fyrir framan sjónvarpið þar sem ekki hefur tekist að uppfylla gæðaviðmið Landlæknis um fjölda starfsmanna. Þetta segir Laura Scheving Thorsteinsson, staðgengill sviðstjóra á Eftirlits-og gæðasviði Landlæknisembættisins. Hörð gagnrýni kom fram um helgina á þjónustu við aldraða vistmenn á hjúkrunarheimilum. Í umfjöllun Fréttablaðsins um helgina segja þrjár konur frá reynslu sinni og aldraðra foreldra sinna sem lögðust inn á hjúkrunarheimili og að þar hafi foreldrið fengið niðurbrjótandi umönnun. Gamla fólkið hafi þurft að þola niðurlægjandi og vanvirðandi framkomu. Móðir einnar konunnar var samstundis sett í sjúkrarúm og bundin í hjólastól og fékk enga aðstoð til að ganga um eftir það. Þá beið hún iðulega svo lengi eftir hjálp að hún lá oft, ein og lengi, hlandblaut í rúminu og orðum hreytt í hana. Oftast kvartað undan of fáum starfskröftumAðstandendur geta ekki sent kvartanir til Landlæknis, heldur bara vistmaðurinn sjálfur og er það fátítt. Óformlegar ábendingar berast þó, samkvæmt upplýsingum frá Landlækni, og fjalla þær oft um að mönnun sé ábótavant. „Það kvartar undan því að því finnist starfsfólkið vera of fátt og því finnist það hafa svo mikið að gera og hafi ekki nægan tíma til að sinna þeim skjólstæðingum sem búa á viðkomandi hjúkrunarheimili,“ segir Lára.Ná ekki nýjum viðmiðum Öldruðum fjölgar og fleiri eru mjög veikir inni á hjúkrunarheimilunum sem eru orðnir að miklu leyti líknandi stofnanir. Ingibjörg Hjaltadóttir, sérfræðingur í öldrunarhjúkrun, sagði í samtali við Fréttablaðið að það væri forgangsatriði að endurskoða mönnun á heimilinum. Landlæknir hefur einmitt sett ný mönnunarviðmið á hjúkrunarheimilum um að fjölga starfsfólki en án fjármagns geta sum þeirra alls ekki náð þeim þótt ekki sé vitað hve mörg eru svo illa stödd. „Það er ekki skylda að fara eftir mönnunarviðmiðunum,“ segir Lára. „Þetta eru fagleg viðmið sem við höfum sett og við vitum að það eru mjög mörg hjúkrunarheimili sem hafa ekki bolmagn til að fara eftir þeim vegna fjárskorts.“ Hún bendir á að Landlæknir hafi haft mikið eftirlit með hjúkrunarheimilum að undanförnu og gert mikið af úttektum og farið hafi verið inn á langflest hjúkrunarheimili á landinu. „Við skoðum mönnunina í hverri einustu úttekt og eins og fjárhagur margra heimila er núna, þá hafa mörg heimilanna klárlega ekki getu til að auka við faglært starfsfólk eða fjölga umönnunarstundum.“ Mikil lyfjagjöf almenntÍ Fréttablaðinu segir ein kvennanna þetta líka: „Móður minni var ítrekað rúllað upp að glugga eða sjónvarpi með stillimyndinni og þar sat hún bara, mig grunar að það hafi verið dælt í hana töflum, hún var svo sljó.“ Lára segir hjúkrunarheimili mjög í ólík í þessum efnum en almennt megi segja að fólk á hjúkrunarheimilum fái umtalsvert af lyfjum. „Ég held að það sé óhætt að segja það. Margir taka mjög mörg lyf. Þegar það er lítil mönnun, þá er líklegra að fólk sé bara sett fyrir framan sjónvarpið.“
Mest lesið Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Innlent Fleiri fréttir „Heiðarlegt og heilbrigt“ að auglýsa embættið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Sjá meira