Hótar Musk alvarlegum afleiðingum styðji hann Demókrata Samúel Karl Ólason skrifar 8. júní 2025 10:38 Donald Trump segist telja að góðu sambandi hans og auðjöfursins Elons Musk sé lokið. AP/Evan Vucci Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sendi Elon Musk, auðugasta manni heims og fyrrverandi bandamanni sínum, viðvörun í gær. Trump sagðist ekki hafa nokkra ástæðu til að lappa upp á samband þeirra að svo stöddu, eftir opinberar deilur þeirra síðustu daga. Þá hét Trump „alvarlegum afleiðingum“ ef auðjöfurinn notaði peninga sína til að styðja Demókrata í framtíðinni. Þetta er meðal þess sem Trump sagði í viðtali við blaðamann NBC News í gærkvöldi. Undanfarna daga hafa miklar og opinberar deilur milli Trumps og Musks átt sér stað fyrir allra augum. Deilur Trumps og Musks, sem virðast að mestu leyti snúast hið „stóra og fallega“ frumvarp sem Repúblikanar vinna nú hörðum höndum að því að gera að lögum. Musk hefur látið frá sér hörð orð um frumvarpið, sökum þess að talið er að það muni auka skuldir bandaríska ríkisins til muna á næstu árum. Þegar Trump svaraði gagnrýninni svo og lýsti yfir vonbrigðum með gagnrýni Musks brást auðjöfurinn reiður við. Hann bendlaði Trump meðal annars við Jeffrey Epstein og gaf í skyn að forsetinn væri einnig barnaníðingur, þó hann virðist nú hafa eytt þeirri færslu á X. Deilurnar undu svo fljótt upp á sig og hefur Musk gefið til kynna að hann hafi í huga að stofna nýjan stjórnmálaflokk. Segir að Musk muni gjalda fyrir stuðning við Demókrata Musk varði tæplega þrjú hundruð milljónum dala í að hjálpa Trump að ná kjöri í forsetakosningunum í fyrra. Hann gætti beitt fjármunum sínum gegn Trump og Repúblikönum í framtíðinni en það sagði Trump að myndi hafa miklar afleiðingar fyrir auðjöfurinn. Þegar blaðamaður NBC spurði hann út í þann möguleika að Musk beitti sér fyrir hönd Demókrata í þingkosningum næsta árs sagði Trump: „Ef hann gerir það, mun hann gjalda fyrir það,“ sagði Trump. „Það mun hafa mjög alvarlegar afleiðingar ef hann gerir það.“ Forsetinn vildi þó ekki fara nánar út í hvaða afleiðingar það gætu verið. Aðspurður sagðist Trump ekki hafa hugsað nánar út í það að rifta einhverjum af fjölmörgum samningum bandaríska ríkisins við fyrirtæki Musks, eins og SpaceX. „Ég má gera það. En ég hef, ég hef ekki hugsað nánar út í það.“ Sakaði Musk um vanvirðingu Í viðtalinu sagðist Trump gera ráð fyrir því að góðu sambandi hans og Musks væri alfarið lokið. Hann sagðist ekki hafa vilja til að tala við Musk að svo stöddu. Trump sagði Musk hafa sýnt embætti forseta Bandaríkjanna vanvirðingu. „Mér finnst það mjög slæmt, því hann sýnir mikla vanvirðingu. Þú getur ekki vanvirt forsetaembættið,“ sagði Trump. Epstein-skjölin „gamlar fréttir“ Musk hefur eitt færslu sinni þar sem hann sagði nafn Trumps í Epstein-skjölunum svokölluðu og að Trump stæði í vegi þess að þau yrðu birt. Hann eyddi einnig annarri færslu þar sem hann sagði að hann myndi biðjast afsökunar um leið og skjölin yrðu birt. Þar er um að ræða gögn úr rannsókn Alríkislögreglu Bandaríkjanna á Jeffrey Epstein, sem féll fyrir eigin hendi í fangelsi í New York árið 2019. Hann hafði þá verið ákærður fyrir mansal og sakaður um að misnota stúlkur kynferðislega og jafnvel útvega áhrifamiklum vinum sínum eins og Andrési prins stúlkur til að misnota. Miklar samsæriskenningar hafa umkringt Epstein á undanförnum árum og þar á meðal hefur því verið haldið fram að yfirvöld Í Bandaríkjunum sitji á umfangsmiklum gögnum sem bendli þekkt fólk við misnotkun Epstein. Því hefur einnig verið haldið fram að Epstein hafi verið myrtur. Sjá einnig: Ný gögn varpa ljósi á hinstu daga Epsteins Hluti þessara áðurnefndu gagna hefur verið birtur en ekki öll gögnin. Í samtali við NBC sagði Trump að það væru „gamlar fréttir“. Það væri búið að tala um samband hans við Epstein um langt skeið og hann hafi ekkert gert af sér. „Meira að segja lögmaður Epsteins hefur sagt að ég hafi ekkert komið nálægt þessu. Þetta eru gamlar fréttir.“ Bandaríkin Donald Trump Elon Musk Mál Jeffrey Epstein Þingkosningar í Bandaríkjunum Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Sekur um tilraun til valdaráns Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Sjá meira
Þetta er meðal þess sem Trump sagði í viðtali við blaðamann NBC News í gærkvöldi. Undanfarna daga hafa miklar og opinberar deilur milli Trumps og Musks átt sér stað fyrir allra augum. Deilur Trumps og Musks, sem virðast að mestu leyti snúast hið „stóra og fallega“ frumvarp sem Repúblikanar vinna nú hörðum höndum að því að gera að lögum. Musk hefur látið frá sér hörð orð um frumvarpið, sökum þess að talið er að það muni auka skuldir bandaríska ríkisins til muna á næstu árum. Þegar Trump svaraði gagnrýninni svo og lýsti yfir vonbrigðum með gagnrýni Musks brást auðjöfurinn reiður við. Hann bendlaði Trump meðal annars við Jeffrey Epstein og gaf í skyn að forsetinn væri einnig barnaníðingur, þó hann virðist nú hafa eytt þeirri færslu á X. Deilurnar undu svo fljótt upp á sig og hefur Musk gefið til kynna að hann hafi í huga að stofna nýjan stjórnmálaflokk. Segir að Musk muni gjalda fyrir stuðning við Demókrata Musk varði tæplega þrjú hundruð milljónum dala í að hjálpa Trump að ná kjöri í forsetakosningunum í fyrra. Hann gætti beitt fjármunum sínum gegn Trump og Repúblikönum í framtíðinni en það sagði Trump að myndi hafa miklar afleiðingar fyrir auðjöfurinn. Þegar blaðamaður NBC spurði hann út í þann möguleika að Musk beitti sér fyrir hönd Demókrata í þingkosningum næsta árs sagði Trump: „Ef hann gerir það, mun hann gjalda fyrir það,“ sagði Trump. „Það mun hafa mjög alvarlegar afleiðingar ef hann gerir það.“ Forsetinn vildi þó ekki fara nánar út í hvaða afleiðingar það gætu verið. Aðspurður sagðist Trump ekki hafa hugsað nánar út í það að rifta einhverjum af fjölmörgum samningum bandaríska ríkisins við fyrirtæki Musks, eins og SpaceX. „Ég má gera það. En ég hef, ég hef ekki hugsað nánar út í það.“ Sakaði Musk um vanvirðingu Í viðtalinu sagðist Trump gera ráð fyrir því að góðu sambandi hans og Musks væri alfarið lokið. Hann sagðist ekki hafa vilja til að tala við Musk að svo stöddu. Trump sagði Musk hafa sýnt embætti forseta Bandaríkjanna vanvirðingu. „Mér finnst það mjög slæmt, því hann sýnir mikla vanvirðingu. Þú getur ekki vanvirt forsetaembættið,“ sagði Trump. Epstein-skjölin „gamlar fréttir“ Musk hefur eitt færslu sinni þar sem hann sagði nafn Trumps í Epstein-skjölunum svokölluðu og að Trump stæði í vegi þess að þau yrðu birt. Hann eyddi einnig annarri færslu þar sem hann sagði að hann myndi biðjast afsökunar um leið og skjölin yrðu birt. Þar er um að ræða gögn úr rannsókn Alríkislögreglu Bandaríkjanna á Jeffrey Epstein, sem féll fyrir eigin hendi í fangelsi í New York árið 2019. Hann hafði þá verið ákærður fyrir mansal og sakaður um að misnota stúlkur kynferðislega og jafnvel útvega áhrifamiklum vinum sínum eins og Andrési prins stúlkur til að misnota. Miklar samsæriskenningar hafa umkringt Epstein á undanförnum árum og þar á meðal hefur því verið haldið fram að yfirvöld Í Bandaríkjunum sitji á umfangsmiklum gögnum sem bendli þekkt fólk við misnotkun Epstein. Því hefur einnig verið haldið fram að Epstein hafi verið myrtur. Sjá einnig: Ný gögn varpa ljósi á hinstu daga Epsteins Hluti þessara áðurnefndu gagna hefur verið birtur en ekki öll gögnin. Í samtali við NBC sagði Trump að það væru „gamlar fréttir“. Það væri búið að tala um samband hans við Epstein um langt skeið og hann hafi ekkert gert af sér. „Meira að segja lögmaður Epsteins hefur sagt að ég hafi ekkert komið nálægt þessu. Þetta eru gamlar fréttir.“
Bandaríkin Donald Trump Elon Musk Mál Jeffrey Epstein Þingkosningar í Bandaríkjunum Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Sekur um tilraun til valdaráns Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Sjá meira