Handbolti

Tandri raðaði inn mörkum í Íslendingaslag en tapaði samt

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Tandri Már fór í atvinnumennsku frá HK.
Tandri Már fór í atvinnumennsku frá HK. vísir/daníel
Guif frá Eskilstuna undir stjórn Kristjáns Andréssonar vann tveggja marka sigur, 25-23, gegn Richo á útivelli í sænsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld.

Tandri Már Konráðsson skoraði átta mörk fyrir nýliðina, en hann hefur spilað mjög vel á tímabilinu og komst í æfingahóp landsliðsins fyrir HM í Katar.

Aron Rafn Eðvarðsson, landsliðsmarkvörður, þurfti því að hirða boltann nokkrum sinnum úr netinu eftir Tandra. En hann og línumauðurinn Atli Ævar Ingólfsson fögnuðu þó sigri á endanum.

Atli Ævar skoraði tvö mörk fyrir Guif sem er í öðru sæti deildarinnar eftir sigurinn með 26 stig. Nýliðar Ricod eru í tólfta sæti af fjórtán liðum með 15 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×