Innlent

Skora á ríkistjórnina að afturkalla umsóknina

Stefán Árni Pálsson skrifar
vísir/afp/daníel
Heimsýn hefur sent áskorun  til ríkisstjórnarinnar um að afturkalla aðildarumsóknina að Evrópusambandinu.

Hér að neðan má lesa áskorunina í heild sinni:

Heimssýn, hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, ítrekar nauðsyn þess að umsókn Íslands um aðild að ESB verði dregin til baka. Umsóknin var samþykkt og send ESB á forsendum sem reynslan hefur sýnt að standast ekki. Samningur um aðild að ESB snýst um skilyrði og tímasetningu fyrir innleiðingu umsóknarríkis á reglum ESB. Þessar reglur eru ekki umsemjanlegar eins og fram kemur hjá ESB.

Ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar hefur þá skýru stefnu að Ísland eigi að standa utan ESB. Sú stefna er studd samþykktum æðstu stofnana ríkisstjórnarflokkanna.

Það er mikilvægt fyrir þjóð eins og Íslendinga að þeir haldi fullveldi sínu og forræði í eigin málum.

Það er því rökrétt framhald að stjórnin leggi til við Alþingi að umsóknin verði dregin til baka og að Alþingi samþykki þá tillögu".




Fleiri fréttir

Sjá meira


×