Körfubolti

Er þetta dýfa hjá Magga Gun? | Myndband

Dagur fer hér utan í Magnús.
Dagur fer hér utan í Magnús. skjáskot/sporttv
Það sauð upp úr í bikarleik Skallagríms og Stjörnunnar í Borgarnesi í gær. Stjarnan hafði þá betur í hörkuleik og komst í úrslitaleikinn.

Þá lenti Degi Kár Jónssyni, leikmanni Stjörnunnar, og Magnúsi Þór Gunnarssyni, leikmanni Skallanna, saman.

Sjá einnig: Magnús fékk tveggja leikja bann fyrir fólskulegt brot

Magnús virðist fara með hönd í andlit Dags sem reiðist. Magnús ögrar honum síðan með einhverjum orðum og Dagur svarar fyrir sig með því að labba hraustlega inn í Magnús.

Magnús fellur í kjölfarið með nokkrum tilþrifum. Hann lenti illa með hnakkann á parketinu og varð að fara af velli.

Sjá einnig: Brynjar hefði aldrei staðið upp aftur ef ég ætlaði að meiða hann

Dagur fékk dæmda á sig óíþróttamannslega villu og Magnús fékk dæmda á sig tæknivillu vegna hegðunar sinnar eftir að hann fer í gólfið.

Sitt sýnist hverjum um atvikið sem má sjá hér að neðan en atvikið er úr útsendingu SportTV.


Tengdar fréttir

Stjörnumenn í Höllina í þriðja sinn

Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitaleik Poweradebikar karla í körfubolta eftir fimm stiga sigur á Skallagrími, 102-97, í undanúrslitaleik liðanna í Fjósinu í Borgarnesi í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×