Körfubolti

Ræða fjölskyldutengslin á milli "Friðrikssons" og "Hermannssons" | Myndband

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Elvar Már Friðriksson og Martin Hermannsson.
Elvar Már Friðriksson og Martin Hermannsson. Mynd/Youtube
Elvar Már Friðriksson og Martin Hermannsson eru að standa sig vel með LIU Brooklyn í bandaríska háskólaboltanum og þeir hafa saman verið þrisvar sinnum valdir bestu nýliðarnir í NEC-deildinni.

Íslenska tvíeykið hefur nú hjálpa LIU Brooklyn liðinu að vinna fjóra leiki í röð og þeir voru báðir teknir í viðtal hjá NEC Sports á dögunum en það er sjónvarpsstöð sem fjallar um NEC-deildina.

Ron Ratner, umsjónarmaður þáttarins, fékk þá Elvar Már og Martin til að segja sögu sína allt frá því að þeir byrjuðu að spila á Íslandi þangað til að þeir fóru að spila með háskólaliði LIU Brooklyn.  

Ratner spurði strákana fyrst út í tengslin á milli fjölskyldna þeirra en strákarnir hafa þekkt hvorn annan alla tíð eftir að feður þeirra spiluðu saman með KR (1992-93), Njarðvík (1998-2000) og íslenska landsliðinu.

Strákarnir hafa verið vinir frá fyrstu tíð og í viðtalinu má sjá fullt af gömlum og skemmtilegum myndum af þeim saman þar á meðal eina sem var tekin strax á fyrsta ári.

Elvar Már og Martin standa sig vel í viðtalinu þar sem er farið allt milli himins og jarðar og þeir hafa augljóslega þjálfað sig upp fyrir slík viðtöl enda áhuginn mikill á íslensku strákunum.

Allt viðtalið sem er tæpur hálftími má finna hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×