Fjöldi ferðamanna í janúar álíka og á háannatíma árið 2006 ingvar haraldsson skrifar 16. febrúar 2015 13:28 Fjölgun ferðamanna á þessu ári gæti numið á þriðja tug prósenta. vísir/vilhelm Fjöldi ferðamanna á Íslandi í janúar síðastliðnum var álíka og á háannatíma, í júlí og ágúst árið 2006 og árin þar á undan. Erlendir ferðamenn voru 62,8 þúsund í janúar samanborið við 46,7 þúsund á sama tíma í fyrra samkvæmt tölum frá Ferðamálastofu Íslands um brottfarir erlendra ferðamanna frá landinu um Keflavíkurflugvöll. Jafngildir þetta 35% fjölgun á milli ára. Þetta kemur fram í morgunkorni greiningardeildar Íslandsbanka. Þá telur greiningardeildin vísbendingar um að ekkert lát verði á fjölgun erlendra ferðamanna hingað til lands í ár. Vöxturinn á þessu ári gæti numið á þriðja tug prósenta. „Miðað við þá spá má áætla að ferðaþjónustan muni skila okkur 342 milljörðum króna í gjaldeyri í ár, sem er um tæpur þriðjungur af þeim 1.200 milljörðum króna sem við reiknum með að heildartekjur vegna vöru- og þjónustuviðskipta við útlönd verði á árinu,“ segir í greiningu Íslandsbanka.Ferðaþjónustan stærsta útflutningsgreinin Ferðaþjónustan er orðin stærsta útflutningsgreinin samkvæmt greiningunni. Íslandsbanki áætlar að útflutningstekjur ferðþjónustu hafi numið 308 milljörðum króna árið 2014 en endanlegar tölur fyrir árið liggja ekki fyrir. Inni í þeirri áætlun eru einnig tekjur íslenskra flugfélaga af því að flytja erlenda farþega, hvort sem það er til og frá Íslandi eða annars staðar í heiminum. Miðað við þetta mat greiningardeildarinnar voru útflutningstekjur þjóðarbúsins vegna ferðaþjónustu 28% umfram útflutningstekjur sjávarútvegsins í fyrra, og 43% umfram tekjur af áliðnaði. Kortavelta útlendinga hér á landi var rúmlega 7,3 milljarðar króna í janúar, sem er aukning upp á rúm 29% frá sama tímabili í fyrra. Kortavelta Íslendinga í útlöndum nam alls 6,4 milljörðum króna. Því var mismunur á kortaveltu útlendinga hér á landi og veltu Íslendinga erlendis, jákvæður um 932 milljónir króna. Það er langhagfelldustu útkoma þessa jafnaðar frá upphafi í janúarmánuði. Jöfnuður kortaveltu hefur einungis einu sinni mælst jákvæður áður. Mest lesið Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Sjá meira
Fjöldi ferðamanna á Íslandi í janúar síðastliðnum var álíka og á háannatíma, í júlí og ágúst árið 2006 og árin þar á undan. Erlendir ferðamenn voru 62,8 þúsund í janúar samanborið við 46,7 þúsund á sama tíma í fyrra samkvæmt tölum frá Ferðamálastofu Íslands um brottfarir erlendra ferðamanna frá landinu um Keflavíkurflugvöll. Jafngildir þetta 35% fjölgun á milli ára. Þetta kemur fram í morgunkorni greiningardeildar Íslandsbanka. Þá telur greiningardeildin vísbendingar um að ekkert lát verði á fjölgun erlendra ferðamanna hingað til lands í ár. Vöxturinn á þessu ári gæti numið á þriðja tug prósenta. „Miðað við þá spá má áætla að ferðaþjónustan muni skila okkur 342 milljörðum króna í gjaldeyri í ár, sem er um tæpur þriðjungur af þeim 1.200 milljörðum króna sem við reiknum með að heildartekjur vegna vöru- og þjónustuviðskipta við útlönd verði á árinu,“ segir í greiningu Íslandsbanka.Ferðaþjónustan stærsta útflutningsgreinin Ferðaþjónustan er orðin stærsta útflutningsgreinin samkvæmt greiningunni. Íslandsbanki áætlar að útflutningstekjur ferðþjónustu hafi numið 308 milljörðum króna árið 2014 en endanlegar tölur fyrir árið liggja ekki fyrir. Inni í þeirri áætlun eru einnig tekjur íslenskra flugfélaga af því að flytja erlenda farþega, hvort sem það er til og frá Íslandi eða annars staðar í heiminum. Miðað við þetta mat greiningardeildarinnar voru útflutningstekjur þjóðarbúsins vegna ferðaþjónustu 28% umfram útflutningstekjur sjávarútvegsins í fyrra, og 43% umfram tekjur af áliðnaði. Kortavelta útlendinga hér á landi var rúmlega 7,3 milljarðar króna í janúar, sem er aukning upp á rúm 29% frá sama tímabili í fyrra. Kortavelta Íslendinga í útlöndum nam alls 6,4 milljörðum króna. Því var mismunur á kortaveltu útlendinga hér á landi og veltu Íslendinga erlendis, jákvæður um 932 milljónir króna. Það er langhagfelldustu útkoma þessa jafnaðar frá upphafi í janúarmánuði. Jöfnuður kortaveltu hefur einungis einu sinni mælst jákvæður áður.
Mest lesið Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Sjá meira