Lars um 38 ára þjálfaraferil: Mín bestu ár verið á Íslandi Tómas Þór Þórðarson skrifar 12. febrúar 2015 15:30 Íslenska karlalandsliðið í fótbolta vann fyrstu þrjá leiki sína í undankeppni EM 2016 síðasta vetur. Það pakkaði Tyrklandi og Lettlandi saman, 3-0, og vann svo sögulegan sigur á Hollandi, 2-0, í Dalnum. Spennan var mikil fyrir leikinn gegn Tékklandi úti sem var barátta um efsta sæti riðilsins fyrir langt frí frá landsleikjum. Þar töpuðu strákarnir okkar, 2-1.Sjá einnig:Lars: Zlatan þurfti að taka ábyrgð á gjörðum sín og því rak ég hann heim Í fyrirlestri sínum á aðalfundi Félags Atvinnurekanda í gær, þar sem Svíinn var gestafyrirlesari, talaði hann um leikina gegn Hollandi og Tékklandi. „Þegar við spiluðum á móti Hollandi var stuðullinn 5,60 á sigur okkar en 1,60 á sigur Hollands,“ sagði hann, en fæstir bjuggust við sigri okkar manna. „Þegar svona er í pottinn búið er auðvelt að hvetja leikmenn áfram. Við sögðum við þá að láta bara fæturnar tala fyrir þá. Það skipti engu máli hvort Hollendingarnir sögðust vera betri eða fjölmiðlarnir sögðu okkur ekki geta unnið. Þeir áttu bara að fara út á völl og vinna leikinn.“Lars hefur notið þess að þjálfa þessa stráka.vísir/andri marinóLiðið fór ansi hátt eftir sigurinn. Umfjöllunin var gríðarleg og komst Ísland í 28. sæti heimslistans. Svo hátt hafði það aldrei komist áður og var það í einn mánuð besta landslið Norðurlanda samkvæmt FIFA-listanum. „Það er alltaf hættulegt þegar vel gengur því þá vill verða að menn einbeiti sér ekki alveg 100 prósent. Ég veit samt ekki hvort það var ástæðan fyrir tapinu gegn Tékklandi. En það sem gerist er að menn sækja ekki jafn mikið. Og það fannst mér gerast gegn Tékkum. Það vantaði að taka frumkvæði og það gerist þegar menn halda sig betri en þeir eru,“ sagði Lars. „Maður þarf alltaf að leggja sig 100 prósent fram til að koma í veg fyrir mistök. Vanalega koma mörk eftir mistök eða lið hefur misst boltann. Maður er svo mikið án boltans og því verða menn að einbeita sér.“ Hann kom inn á einkalíf leikmanna og sagði þá verða að fá að reyna að lifa venjulegu lífi. Þeir væru aftur á móti í þessu til að vinna og þyrftu því að haga sér eins og menn. „Það fer mikil orka í þetta og því geta menn ekki verið að drekka og skemmta sér. Auðvitað verða menn að fá að lifa lífinu eins og fólk en þegar við erum saman verða menn að einbeita sér. Við spilum fyrir Ísland og ætlum okkur á EM.“ Lars Lagerbäck hóf þjálfaraferilinn fyrir 38 árum þegar hann tók við Kilafors IF í heimalandinu. Hann þjálfaði sænska landsliðið í ellefu ár og kom því fimm sinnum á stórmót auk þess sem hann stýrði Nígeríu á HM 2010. Árin fjögur á Íslandi hafa þó glatt hann mest. „Það hefur veitt mér mikla ánægju að vera hér á Íslandi, bæði hér með ykkur í dag og að þjálfa landsliðið. Þessi ár með íslenska liðið hafa líklega verið mín bestu á ferlinum. Hér hefur verið yndislegt að starfa,“ sagði Lars Lagerbäck. Fyrirlestur Lars Lagerbäcks má sjá í spilaranum hér að ofan. Ef hann byrjar ekki á réttum stað má spóla á 55:50. Hann er um 35 mínútur. Íslenski boltinn Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM Handbolti Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Bein útsending: Sturluð stemning stuðningsfólks í Svíþjóð Handbolti Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Handbolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Fleiri fréttir Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í fótbolta vann fyrstu þrjá leiki sína í undankeppni EM 2016 síðasta vetur. Það pakkaði Tyrklandi og Lettlandi saman, 3-0, og vann svo sögulegan sigur á Hollandi, 2-0, í Dalnum. Spennan var mikil fyrir leikinn gegn Tékklandi úti sem var barátta um efsta sæti riðilsins fyrir langt frí frá landsleikjum. Þar töpuðu strákarnir okkar, 2-1.Sjá einnig:Lars: Zlatan þurfti að taka ábyrgð á gjörðum sín og því rak ég hann heim Í fyrirlestri sínum á aðalfundi Félags Atvinnurekanda í gær, þar sem Svíinn var gestafyrirlesari, talaði hann um leikina gegn Hollandi og Tékklandi. „Þegar við spiluðum á móti Hollandi var stuðullinn 5,60 á sigur okkar en 1,60 á sigur Hollands,“ sagði hann, en fæstir bjuggust við sigri okkar manna. „Þegar svona er í pottinn búið er auðvelt að hvetja leikmenn áfram. Við sögðum við þá að láta bara fæturnar tala fyrir þá. Það skipti engu máli hvort Hollendingarnir sögðust vera betri eða fjölmiðlarnir sögðu okkur ekki geta unnið. Þeir áttu bara að fara út á völl og vinna leikinn.“Lars hefur notið þess að þjálfa þessa stráka.vísir/andri marinóLiðið fór ansi hátt eftir sigurinn. Umfjöllunin var gríðarleg og komst Ísland í 28. sæti heimslistans. Svo hátt hafði það aldrei komist áður og var það í einn mánuð besta landslið Norðurlanda samkvæmt FIFA-listanum. „Það er alltaf hættulegt þegar vel gengur því þá vill verða að menn einbeiti sér ekki alveg 100 prósent. Ég veit samt ekki hvort það var ástæðan fyrir tapinu gegn Tékklandi. En það sem gerist er að menn sækja ekki jafn mikið. Og það fannst mér gerast gegn Tékkum. Það vantaði að taka frumkvæði og það gerist þegar menn halda sig betri en þeir eru,“ sagði Lars. „Maður þarf alltaf að leggja sig 100 prósent fram til að koma í veg fyrir mistök. Vanalega koma mörk eftir mistök eða lið hefur misst boltann. Maður er svo mikið án boltans og því verða menn að einbeita sér.“ Hann kom inn á einkalíf leikmanna og sagði þá verða að fá að reyna að lifa venjulegu lífi. Þeir væru aftur á móti í þessu til að vinna og þyrftu því að haga sér eins og menn. „Það fer mikil orka í þetta og því geta menn ekki verið að drekka og skemmta sér. Auðvitað verða menn að fá að lifa lífinu eins og fólk en þegar við erum saman verða menn að einbeita sér. Við spilum fyrir Ísland og ætlum okkur á EM.“ Lars Lagerbäck hóf þjálfaraferilinn fyrir 38 árum þegar hann tók við Kilafors IF í heimalandinu. Hann þjálfaði sænska landsliðið í ellefu ár og kom því fimm sinnum á stórmót auk þess sem hann stýrði Nígeríu á HM 2010. Árin fjögur á Íslandi hafa þó glatt hann mest. „Það hefur veitt mér mikla ánægju að vera hér á Íslandi, bæði hér með ykkur í dag og að þjálfa landsliðið. Þessi ár með íslenska liðið hafa líklega verið mín bestu á ferlinum. Hér hefur verið yndislegt að starfa,“ sagði Lars Lagerbäck. Fyrirlestur Lars Lagerbäcks má sjá í spilaranum hér að ofan. Ef hann byrjar ekki á réttum stað má spóla á 55:50. Hann er um 35 mínútur.
Íslenski boltinn Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM Handbolti Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Bein útsending: Sturluð stemning stuðningsfólks í Svíþjóð Handbolti Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Handbolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Fleiri fréttir Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Sjá meira