„Er ekki í lagi með þig, Bjössi?“ | Sjáðu lætin í úrslitum Reykjavíkurmótsins Tómas Þór Þórðarson skrifar 10. febrúar 2015 13:30 Erlendur Eiríksson spjaldar Halldór Kristinn Halldórsson við litla hrifningu Leiknismanna. vísir/andri marinó Allt varð vitlaust á 68. mínútu í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins í fótbolta í gærkvöldi. Edvard Börkur Óttharsson, miðvörður Leiknis, féll þá til jarðar eftir baráttu um boltann við Ragnar Þór Gunnarsson, framherja Vals.Sjá einnig:Umfjöllun: Leiknir - Valur 0-3 | Valur Reykjavíkurmeistari 2015 Erlendur Eiríksson skipti sér ekki af málinu og lét leikinn halda áfram, en þegar Brynjar Hlöðversson, samherji Edvards, sá félaga sinn liggja áfram stoppaði hann með boltann í miðjuhringnum. Hann virtist ekki alveg vita hvað hann ætti að gera þar sem Erlendur gerði sig ekki líklegan til að stöðva leikinn. Í ráðleysi sínu sneri hann sér að vinstri kantinum þar sem Birkir Björnsson stóð tilbúinn að fá boltann og reyndi sendingu þangað. Líklega var ætlunin á endanum að koma boltanum út af.Ólafur Jóhannesson vildi rautt á Halldór Kristinn.vísir/andri marinóEinar Karl Ingvarsson, miðjumaður Vals, nýtti sér ráðleysi Brynjars, stal af honum boltanum tók á sprett með hann að marki Leiknis. Þegar hann nálgaðist vítateiginn var Einar Karl straujaður niður af Halldóri Kristni Halldórssyni, miðverði Leiknis. Breiðhyltingar voru vægast sagt ósáttir við framgöngu mótherja sinna og fannst að þeir hefðu átt að fá tækifæri til að koma boltanum út af. Allt varð vitlaust inn á vellinum og einnig á hliðarlínunni þar sem Freyr Alexandersson, þjálfari Leiknis, gerði sér ferð að varamannaskýli Vals til að segja Ólafi Jóhannssyni, þjálfara Vals, til syndanna. Báðir þjálfarar Leiknis, Freyr og Davíð Snorri Jónasson, auk markvarðarþjálfarans Vals Gunnarssonar, skiptust á að öskra á Ólaf og aðstoðarmann hans, Sigurbjörn Hreiðarsson.Sjá einnig:Valsmenn Reykjavíkurmeistarar í 21. sinn | Myndir Á endanum kallaði aðstoðardómarinn þeim megin á Erlend og bað hann um að áminna bekkinn hjá Leiknismönnum. Ólafur Jóhannesson lét einnig í sér heyra og bað um rautt spjald á Halldór Kristinn sem fór ekki vel í Leiknismennina. Á endanum dró hann þó í land og bað Einar Karl um að sparka boltanum aftur fyrir endamörk úr aukspyrnunni.Þórður Steinar Hreiðarsson og Ólafur Hrannar Kristjánsson ræðast við.vísir/andri marinóLeikurinn var sýndur í beinni útsendingu á SportTV í gærkvöldi og misstu menn þar af megninu af látunum á bekknum, en beindu myndavél sinni niður að Frey þegar hann fékk áminninguna. „Þetta er full seint í rassinn gripið, Ólafur,“ sagði Freyr við fyrrverandi landsliðsþjálfarann um ákvörðun hans að nýta ekki aukaspyrnuna heldur koma boltanum aftur til Leiknis. „Hvað á maður að gera þegar hann tekur ákvörðun um þetta? Hver djöfullinn er þetta maður?“ öskraði Sigurbjörn á Frey sem svaraði: „Þú átt að grípa inn í þarna.“ „Hann er að hlaupa inn á vellinum,“ sagði Sigurbjörn og Freyr, sem þjálfaði Sigurbjörn hjá Val fyrir nokkrum árum lauk umræðunni með því að segja: „Er ekki í lagi með þig Bjössi?“ Þessar fjörlegu tvær mínútur má sjá í spilaranum hér að ofan. Myndirnar eru frá SportTV. Íslenski boltinn Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Formúla 1 Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Sjá meira
Allt varð vitlaust á 68. mínútu í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins í fótbolta í gærkvöldi. Edvard Börkur Óttharsson, miðvörður Leiknis, féll þá til jarðar eftir baráttu um boltann við Ragnar Þór Gunnarsson, framherja Vals.Sjá einnig:Umfjöllun: Leiknir - Valur 0-3 | Valur Reykjavíkurmeistari 2015 Erlendur Eiríksson skipti sér ekki af málinu og lét leikinn halda áfram, en þegar Brynjar Hlöðversson, samherji Edvards, sá félaga sinn liggja áfram stoppaði hann með boltann í miðjuhringnum. Hann virtist ekki alveg vita hvað hann ætti að gera þar sem Erlendur gerði sig ekki líklegan til að stöðva leikinn. Í ráðleysi sínu sneri hann sér að vinstri kantinum þar sem Birkir Björnsson stóð tilbúinn að fá boltann og reyndi sendingu þangað. Líklega var ætlunin á endanum að koma boltanum út af.Ólafur Jóhannesson vildi rautt á Halldór Kristinn.vísir/andri marinóEinar Karl Ingvarsson, miðjumaður Vals, nýtti sér ráðleysi Brynjars, stal af honum boltanum tók á sprett með hann að marki Leiknis. Þegar hann nálgaðist vítateiginn var Einar Karl straujaður niður af Halldóri Kristni Halldórssyni, miðverði Leiknis. Breiðhyltingar voru vægast sagt ósáttir við framgöngu mótherja sinna og fannst að þeir hefðu átt að fá tækifæri til að koma boltanum út af. Allt varð vitlaust inn á vellinum og einnig á hliðarlínunni þar sem Freyr Alexandersson, þjálfari Leiknis, gerði sér ferð að varamannaskýli Vals til að segja Ólafi Jóhannssyni, þjálfara Vals, til syndanna. Báðir þjálfarar Leiknis, Freyr og Davíð Snorri Jónasson, auk markvarðarþjálfarans Vals Gunnarssonar, skiptust á að öskra á Ólaf og aðstoðarmann hans, Sigurbjörn Hreiðarsson.Sjá einnig:Valsmenn Reykjavíkurmeistarar í 21. sinn | Myndir Á endanum kallaði aðstoðardómarinn þeim megin á Erlend og bað hann um að áminna bekkinn hjá Leiknismönnum. Ólafur Jóhannesson lét einnig í sér heyra og bað um rautt spjald á Halldór Kristinn sem fór ekki vel í Leiknismennina. Á endanum dró hann þó í land og bað Einar Karl um að sparka boltanum aftur fyrir endamörk úr aukspyrnunni.Þórður Steinar Hreiðarsson og Ólafur Hrannar Kristjánsson ræðast við.vísir/andri marinóLeikurinn var sýndur í beinni útsendingu á SportTV í gærkvöldi og misstu menn þar af megninu af látunum á bekknum, en beindu myndavél sinni niður að Frey þegar hann fékk áminninguna. „Þetta er full seint í rassinn gripið, Ólafur,“ sagði Freyr við fyrrverandi landsliðsþjálfarann um ákvörðun hans að nýta ekki aukaspyrnuna heldur koma boltanum aftur til Leiknis. „Hvað á maður að gera þegar hann tekur ákvörðun um þetta? Hver djöfullinn er þetta maður?“ öskraði Sigurbjörn á Frey sem svaraði: „Þú átt að grípa inn í þarna.“ „Hann er að hlaupa inn á vellinum,“ sagði Sigurbjörn og Freyr, sem þjálfaði Sigurbjörn hjá Val fyrir nokkrum árum lauk umræðunni með því að segja: „Er ekki í lagi með þig Bjössi?“ Þessar fjörlegu tvær mínútur má sjá í spilaranum hér að ofan. Myndirnar eru frá SportTV.
Íslenski boltinn Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Formúla 1 Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti