Tíminn vinnur ekki með mér en ég stefni á toppinn Tómas Þór Þórðarson skrifar 26. febrúar 2015 11:30 Birgir Örn Tómasson ætlar sér alla leið. vísir/vilhelm Birgir Örn Tómasson, 33 ára gamall tveggja barna faðir og háskólanemi, er enn einn bardagakappinn sem sprottið hefur úr öflugu starfi Mjölnis undanfarin ár. Þessi helflúraði kappi sló í gegn á bardagakvöldinu Shinobi Wars síðasta haust þegar hann rotaði andstæðing sinn með tilþrifum, en myndbandið náði miklum hæðum hér á Vísi sem og á vefsíðu eins besta bardagakappa heims, BJ Penn.Sjá einnig:Bjarki Þór tók titilinn og Birgir rotaði andstæðing sinn Bardagi Birgis Arnar gegn Bobby Mallett var valinn bardagi kvöldsins og höggið glæsilega hjá Birgi var valið rothögg kvöldsins. Honum hefur nú verið boðið aftur á Shinobi Wars; nú til að berjast um titil. „Ég tók síðasta bardaga með svo miklum tilþrifum að þeir vilja fá mig í titilbardaga í léttvigtinni. Ég mæti gaur sem heitir Gavin Hughes. Hann er ósigraður í fimm bardögum,“ segir Birgir Örn í viðtali við Vísi. Rothöggið á Bobby Mallett:Vill standa í bardaganum Sjálfur er Birgir Örn ósigraður í báðum MMA-bardögum sínum en mótherjinn á Shinobi Wars þann 7. mars verður ekkert lamb að leika sér við. „Þetta er alveg þrælöflugur andstæðingur. Hann er bæði góður standandi og í gólfglímu. Það verður mikið slegið í þessum bardaga. Hann kýlir mikið og notar hendurnar vel. Honum líður líka vel að taka menn niður,“ segir Birgir Örn sem finnst betra að standa í fæturnar í bardögum og vill lítið fara í gólfið. „Mín sterka hlið er standandi bardagi. Ég ætla því að reyna að halda þessu standandi gegn Hughes. Ef eitthvað getur klikkað er það á gólfinu. Ég hef samt verið að æfa mig í gólfglímu meira og meira og er allur að koma til þar.“„Starfið hjá Mjölni leiddi mig út í þetta aftur.“vísir/vilhelmVann atvinnubardaga í Muah Thai Það er ástæða fyrir því að Birgi Erni líður betur að berja frá sér og sparka í MMA-bardögum. Grunnur hans er kominn úr Taílensku bardagalistinni Muah Thai og þá stundaði hann einnig hnefaleika. Fyrir þá sem þekkja minna til er hann í raun andstæðan við frægasta bardagakappa þjóðarinnar, Gunnar Nelson. Allt önnur týpa í búrinu. „Ég byrjaði í Muah Thai aftur 2009, hafði áður verið í því sem unglingur. Ég var í því í fimm ár áður en ég fór í MMA í Mjölni. Ég var líka í sparkboxi þegar ég var yngri og hnefaleikum,“ segir Birgir Örn sem á tvo atvinnumannabardaga á ferlinum. „Ég vann annan á rothöggi og tapaði á hinum,“ bætir Birgir Örn við. Hann á einnig tvo bardaga að baki í hnefaleikum. Hann vann þá báða. Þegar Birgir Örn hóf aftur að æfa Muah Thai hafði hann tekið sér tíu ára pásu frá bardagaíþróttum en er nú að koma sterkur inn aftur. „Starfið hjá Mjölni leiddi mig út í þetta aftur. Það var svona eina alvaran sem var í gangi hérna. Mjölnir er stór ástæða þess að ég byrjaði aftur,“ segir Birgir Örn sem hefur náð góðum árangri á skömmum tíma.Birgir Örn er öflugur sparkboxari.vísir/vilhelmMaður vinnur ekkikapphlaup við tímann Þrátt fyrir nokkuð háan aldur ef miðað er við afreksíþróttamenn er Birgir ekkert að leika sér og stefnir eins hátt og mögulegt er. Stóra takmarkið er UFC, alveg eins og hjá Gunnari Nelson. Hann er þó vel meðvitaður um að hann eigi alltof mikið eftir. „Nú er ég að fara að berjast um þennan titil þannig maður er eitthvað á leiðinni upp stigann. Auðvitað vill maður berjast um titla og alltaf stefnir maður á toppinn. Ég má samt ekkert hugsa alltof langt fram í tímann,“ segir Birgir Örn. „Ég er að verða 34 ára gamall þannig ég á ekkert brjálað mikið eftir. Ég vil samt reyna að gera eins vel og ég get og ná sem lengst. Ef það er að komast Í UFC þá væri það frábært.“ „Maður vinnur samt ekkert kapphlaup við tímann. En ég er samt sem áður að fara að berjast í þriðja sinn og það er titilbardagi þannig allt getur gerst. Ef maður setur upp nógu flottar sýningar í hverjum bardaga og rotar menn eins og ég gerði síðast þá geta hlutirnir gerst. Ég útilokar ekkert,“ segir Birgir Örn. Það er ekki ódýrt að keppa í svona bardögum enda þarf að fljúga yfir hafið og vera með gistingu og allar græjur klárar. „Maður er að reyna að safna fyrir þessu og ég er líka með gott fólk sem hjálpar mér. Það er gott að eiga góða að og þetta gengur ágætlega en betur má ef duga skal,“ segir Birgir Örn.Birgir Örn og kærastan Sunna Rannveig Davíðsdóttir æfa saman hjá Mjölni.vísir/vilhelmÁstið kviknaði á æfingu Milli þess að æfa bardagaíþróttir og keppa í þeim stundar Birgir Örn háskólanám. Það er mikið að gera hjá manni sem ætlar langt í íþróttum og námi eins og flestir vita. „Ég er á fyrsta ári í verkfræði í Háskólanum í Reykjavík. Maður er á æfingum, í skólanum og svo að læra. Það er í raun það eina sem maður gerir,“ segir hann. Birgir er í sambandi með Sunnu Rannveigu Davíðsdóttur sem einnig keppir fyrir Mjölni. Þau æfa mikið saman og ástin kviknaði á æfingamottunni. „Það hentar okkur ágætlega að vera með þetta sameiginlega áhugamál,“ segir hann og hlær við. „Við kynntumst þegar við vorum að æfa Muah Thai saman áður.“Þokkalegt stykki á bakinu.vísir/vilhelmStóra flúrið fjögur ár í vinnslu Birgir á tvo syni, átta ára og ellefu ára. Það má reikna með að þeir verði bardagamenn eins og pabbi miðað við hvað þeir eyða miklum tíma í Mjölniskastalanum. „Ég er mikið með strákana en meira um helgar núna þegar ég er að æfa svona mikið. Þeir eru mikið með mér á æfingum,“ segir Birgir Örn, en erum við þá ekki að tala um tvö stykki af Gunnari Nelson framtíðarinnar? „Það er vonandi,“ svarar Birgir og hlær. Eins og sjá má á myndunum er Birgir Örn vel flúraður frá toppi til táar. „Fyrsta tattúið kom þegar maður hafði aldur til og síðan hafa nokkur bæst við,“ segir hann. „Það eru tvö ár síðan ég fór síðast en stóra stykkið á bakinu var alveg fjögur ár í vinnslu. Mér fannst bara ekki komin full mynd á þetta fyrr en það var orðið klárt.“Það besta frá Birgi Erni: Birgir Örn Tómasson (highlights) 2013 from Mjolnir MMA on Vimeo. MMA Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Körfubolti Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Fótbolti Fleiri fréttir Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Liverpool - Crystal Palace | Eru Ernirnir komnir með tak? Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Njarðvík - Grindavík | Halda þær gulu fluginu áfram? Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Sjá meira
Birgir Örn Tómasson, 33 ára gamall tveggja barna faðir og háskólanemi, er enn einn bardagakappinn sem sprottið hefur úr öflugu starfi Mjölnis undanfarin ár. Þessi helflúraði kappi sló í gegn á bardagakvöldinu Shinobi Wars síðasta haust þegar hann rotaði andstæðing sinn með tilþrifum, en myndbandið náði miklum hæðum hér á Vísi sem og á vefsíðu eins besta bardagakappa heims, BJ Penn.Sjá einnig:Bjarki Þór tók titilinn og Birgir rotaði andstæðing sinn Bardagi Birgis Arnar gegn Bobby Mallett var valinn bardagi kvöldsins og höggið glæsilega hjá Birgi var valið rothögg kvöldsins. Honum hefur nú verið boðið aftur á Shinobi Wars; nú til að berjast um titil. „Ég tók síðasta bardaga með svo miklum tilþrifum að þeir vilja fá mig í titilbardaga í léttvigtinni. Ég mæti gaur sem heitir Gavin Hughes. Hann er ósigraður í fimm bardögum,“ segir Birgir Örn í viðtali við Vísi. Rothöggið á Bobby Mallett:Vill standa í bardaganum Sjálfur er Birgir Örn ósigraður í báðum MMA-bardögum sínum en mótherjinn á Shinobi Wars þann 7. mars verður ekkert lamb að leika sér við. „Þetta er alveg þrælöflugur andstæðingur. Hann er bæði góður standandi og í gólfglímu. Það verður mikið slegið í þessum bardaga. Hann kýlir mikið og notar hendurnar vel. Honum líður líka vel að taka menn niður,“ segir Birgir Örn sem finnst betra að standa í fæturnar í bardögum og vill lítið fara í gólfið. „Mín sterka hlið er standandi bardagi. Ég ætla því að reyna að halda þessu standandi gegn Hughes. Ef eitthvað getur klikkað er það á gólfinu. Ég hef samt verið að æfa mig í gólfglímu meira og meira og er allur að koma til þar.“„Starfið hjá Mjölni leiddi mig út í þetta aftur.“vísir/vilhelmVann atvinnubardaga í Muah Thai Það er ástæða fyrir því að Birgi Erni líður betur að berja frá sér og sparka í MMA-bardögum. Grunnur hans er kominn úr Taílensku bardagalistinni Muah Thai og þá stundaði hann einnig hnefaleika. Fyrir þá sem þekkja minna til er hann í raun andstæðan við frægasta bardagakappa þjóðarinnar, Gunnar Nelson. Allt önnur týpa í búrinu. „Ég byrjaði í Muah Thai aftur 2009, hafði áður verið í því sem unglingur. Ég var í því í fimm ár áður en ég fór í MMA í Mjölni. Ég var líka í sparkboxi þegar ég var yngri og hnefaleikum,“ segir Birgir Örn sem á tvo atvinnumannabardaga á ferlinum. „Ég vann annan á rothöggi og tapaði á hinum,“ bætir Birgir Örn við. Hann á einnig tvo bardaga að baki í hnefaleikum. Hann vann þá báða. Þegar Birgir Örn hóf aftur að æfa Muah Thai hafði hann tekið sér tíu ára pásu frá bardagaíþróttum en er nú að koma sterkur inn aftur. „Starfið hjá Mjölni leiddi mig út í þetta aftur. Það var svona eina alvaran sem var í gangi hérna. Mjölnir er stór ástæða þess að ég byrjaði aftur,“ segir Birgir Örn sem hefur náð góðum árangri á skömmum tíma.Birgir Örn er öflugur sparkboxari.vísir/vilhelmMaður vinnur ekkikapphlaup við tímann Þrátt fyrir nokkuð háan aldur ef miðað er við afreksíþróttamenn er Birgir ekkert að leika sér og stefnir eins hátt og mögulegt er. Stóra takmarkið er UFC, alveg eins og hjá Gunnari Nelson. Hann er þó vel meðvitaður um að hann eigi alltof mikið eftir. „Nú er ég að fara að berjast um þennan titil þannig maður er eitthvað á leiðinni upp stigann. Auðvitað vill maður berjast um titla og alltaf stefnir maður á toppinn. Ég má samt ekkert hugsa alltof langt fram í tímann,“ segir Birgir Örn. „Ég er að verða 34 ára gamall þannig ég á ekkert brjálað mikið eftir. Ég vil samt reyna að gera eins vel og ég get og ná sem lengst. Ef það er að komast Í UFC þá væri það frábært.“ „Maður vinnur samt ekkert kapphlaup við tímann. En ég er samt sem áður að fara að berjast í þriðja sinn og það er titilbardagi þannig allt getur gerst. Ef maður setur upp nógu flottar sýningar í hverjum bardaga og rotar menn eins og ég gerði síðast þá geta hlutirnir gerst. Ég útilokar ekkert,“ segir Birgir Örn. Það er ekki ódýrt að keppa í svona bardögum enda þarf að fljúga yfir hafið og vera með gistingu og allar græjur klárar. „Maður er að reyna að safna fyrir þessu og ég er líka með gott fólk sem hjálpar mér. Það er gott að eiga góða að og þetta gengur ágætlega en betur má ef duga skal,“ segir Birgir Örn.Birgir Örn og kærastan Sunna Rannveig Davíðsdóttir æfa saman hjá Mjölni.vísir/vilhelmÁstið kviknaði á æfingu Milli þess að æfa bardagaíþróttir og keppa í þeim stundar Birgir Örn háskólanám. Það er mikið að gera hjá manni sem ætlar langt í íþróttum og námi eins og flestir vita. „Ég er á fyrsta ári í verkfræði í Háskólanum í Reykjavík. Maður er á æfingum, í skólanum og svo að læra. Það er í raun það eina sem maður gerir,“ segir hann. Birgir er í sambandi með Sunnu Rannveigu Davíðsdóttur sem einnig keppir fyrir Mjölni. Þau æfa mikið saman og ástin kviknaði á æfingamottunni. „Það hentar okkur ágætlega að vera með þetta sameiginlega áhugamál,“ segir hann og hlær við. „Við kynntumst þegar við vorum að æfa Muah Thai saman áður.“Þokkalegt stykki á bakinu.vísir/vilhelmStóra flúrið fjögur ár í vinnslu Birgir á tvo syni, átta ára og ellefu ára. Það má reikna með að þeir verði bardagamenn eins og pabbi miðað við hvað þeir eyða miklum tíma í Mjölniskastalanum. „Ég er mikið með strákana en meira um helgar núna þegar ég er að æfa svona mikið. Þeir eru mikið með mér á æfingum,“ segir Birgir Örn, en erum við þá ekki að tala um tvö stykki af Gunnari Nelson framtíðarinnar? „Það er vonandi,“ svarar Birgir og hlær. Eins og sjá má á myndunum er Birgir Örn vel flúraður frá toppi til táar. „Fyrsta tattúið kom þegar maður hafði aldur til og síðan hafa nokkur bæst við,“ segir hann. „Það eru tvö ár síðan ég fór síðast en stóra stykkið á bakinu var alveg fjögur ár í vinnslu. Mér fannst bara ekki komin full mynd á þetta fyrr en það var orðið klárt.“Það besta frá Birgi Erni: Birgir Örn Tómasson (highlights) 2013 from Mjolnir MMA on Vimeo.
MMA Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Körfubolti Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Fótbolti Fleiri fréttir Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Liverpool - Crystal Palace | Eru Ernirnir komnir með tak? Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Njarðvík - Grindavík | Halda þær gulu fluginu áfram? Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Sjá meira