Íslenskir bræður slá í gegn á Kickstarter: Snúran sem getur tengst öllu Bjarki Ármannsson skrifar 24. febrúar 2015 21:53 „Við stefnum á að koma vörunni frá okkur í lok júlí.“ Myndir/Janulus Bræðurnir Ágúst Arnar og Einar Ágústssynir eru heilarnir á bak við TOB-snúruna, nýja uppfinningu sem kom inn á vef Kickstarter fyrir rúmri viku og er strax kominn með rúmlega tvöfalt það fjármagn sem stefnt var á að safna. Snúrunni fylgja nokkur millistykki og hana er hægt að tengja við USB-, HDMI, Lightning- eða hljóðtengi.Draumurinn að losna við öll millistykki „Þetta er svo þú þurfir ekki að vera með allar þessar flækjur með þér alltaf,“ segir Ágúst Arnar. „Þú hefur kannski séð svona snúrur þar sem hægt er að setja einn svona „adapter“ á hjá þér, en hérna erum við að bjóða upp á að gera þetta að audio-snúru eða HDMI-snúru, sem er algjörlega brautryðjandi núna. Við erum að bjóða þér upp á að losna við ansi margar snúrur.“ Yfirskrift uppfinningarinnar á Kickstarter-vefnum er „ein snúra fyrir allt,“ og til lengri tíma ætla bræðurnir að þróa snúruna þannig að einnig sé hægt að tengja hana við hleðslutæki, fartölvur og margt fleira. Einn daginn verði vonandi enginn þörf á millistykkjum lengur. „Okkar draumur er að það séu ekki öll þessi tengi, að þú getir gert allt í gegnum TOB,“ segir Ágúst. „En þar er náttúrulega svolítið langt til litið.“Snúran býður meðal annars upp á að tengja snjallsíma við sjónvarpsskjái.Mynd/JanulusVaran varð til fyrir tilviljun Bræðurnir hafa unnið að snúrunni frá því í júní í fyrra. Þróunin hófst fyrir hálfgerða tilviljun, en þeir duttu á hugmyndina þegar þeir voru að vinna að öðru verkefni fyrir Kickstarter: ferðavindtúrbínu. „Við lendum í smá vandræðum með hönnunina á því og okkur vantar að gera vatnshelt USB-kerfi,“ útskýrir Ágúst. „Þannig að við búum til þetta tengi og þannig verður til allt önnur vara sem við áttum okkur á að getur leyst allt önnur vandamál.“ Þá hófst vinna að TOB-snúrunni, sem rataði svo loks inn á Kickstarter í þessum mánuði. Ágúst og Einar settu sér það markmið að ná að safna tuttugu þúsund Bandaríkjadölum á einum mánuði. Það tókst á fyrstu þremur dögunum og nú nemur upphæðin næstum 45 þúsund dölum. „Það er frábært að sjá þetta svona og greinilegt að fólk hefur trú á þessu,“ segir Ágúst. Næsta skref er einfaldlega fjöldaframleiðsla á TOB-snúrunni og heimsending til þeirra sem hafa pantað sér hana á vefnum. Bræðurnir eru nýkomnir frá Kína, þar sem þeir heimsóttu verksmiðjur og kynntu sér „bransann.“ „Um leið og Kickstart-söfnunin er búin förum við í að semja og taka saman pantanir. Við stefnum á að koma vörunni frá okkur í lok júlí.“ Mest lesið Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Sjálfbærni og fjárhagslegur árangur haldast í hendur Framúrskarandi fyrirtæki Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði Framúrskarandi kynning Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Hátíðin í heild sinni: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Framúrskarandi fyrirtæki Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki Sjá meira
Bræðurnir Ágúst Arnar og Einar Ágústssynir eru heilarnir á bak við TOB-snúruna, nýja uppfinningu sem kom inn á vef Kickstarter fyrir rúmri viku og er strax kominn með rúmlega tvöfalt það fjármagn sem stefnt var á að safna. Snúrunni fylgja nokkur millistykki og hana er hægt að tengja við USB-, HDMI, Lightning- eða hljóðtengi.Draumurinn að losna við öll millistykki „Þetta er svo þú þurfir ekki að vera með allar þessar flækjur með þér alltaf,“ segir Ágúst Arnar. „Þú hefur kannski séð svona snúrur þar sem hægt er að setja einn svona „adapter“ á hjá þér, en hérna erum við að bjóða upp á að gera þetta að audio-snúru eða HDMI-snúru, sem er algjörlega brautryðjandi núna. Við erum að bjóða þér upp á að losna við ansi margar snúrur.“ Yfirskrift uppfinningarinnar á Kickstarter-vefnum er „ein snúra fyrir allt,“ og til lengri tíma ætla bræðurnir að þróa snúruna þannig að einnig sé hægt að tengja hana við hleðslutæki, fartölvur og margt fleira. Einn daginn verði vonandi enginn þörf á millistykkjum lengur. „Okkar draumur er að það séu ekki öll þessi tengi, að þú getir gert allt í gegnum TOB,“ segir Ágúst. „En þar er náttúrulega svolítið langt til litið.“Snúran býður meðal annars upp á að tengja snjallsíma við sjónvarpsskjái.Mynd/JanulusVaran varð til fyrir tilviljun Bræðurnir hafa unnið að snúrunni frá því í júní í fyrra. Þróunin hófst fyrir hálfgerða tilviljun, en þeir duttu á hugmyndina þegar þeir voru að vinna að öðru verkefni fyrir Kickstarter: ferðavindtúrbínu. „Við lendum í smá vandræðum með hönnunina á því og okkur vantar að gera vatnshelt USB-kerfi,“ útskýrir Ágúst. „Þannig að við búum til þetta tengi og þannig verður til allt önnur vara sem við áttum okkur á að getur leyst allt önnur vandamál.“ Þá hófst vinna að TOB-snúrunni, sem rataði svo loks inn á Kickstarter í þessum mánuði. Ágúst og Einar settu sér það markmið að ná að safna tuttugu þúsund Bandaríkjadölum á einum mánuði. Það tókst á fyrstu þremur dögunum og nú nemur upphæðin næstum 45 þúsund dölum. „Það er frábært að sjá þetta svona og greinilegt að fólk hefur trú á þessu,“ segir Ágúst. Næsta skref er einfaldlega fjöldaframleiðsla á TOB-snúrunni og heimsending til þeirra sem hafa pantað sér hana á vefnum. Bræðurnir eru nýkomnir frá Kína, þar sem þeir heimsóttu verksmiðjur og kynntu sér „bransann.“ „Um leið og Kickstart-söfnunin er búin förum við í að semja og taka saman pantanir. Við stefnum á að koma vörunni frá okkur í lok júlí.“
Mest lesið Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Sjálfbærni og fjárhagslegur árangur haldast í hendur Framúrskarandi fyrirtæki Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði Framúrskarandi kynning Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Hátíðin í heild sinni: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Framúrskarandi fyrirtæki Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki Sjá meira