23,2 milljónir til að gera borgina betri Svafar Helgason skrifar 23. febrúar 2015 10:51 Nú er hafin kosning á þeim hugmyndum í ,,Betra hverfi" verkefninu, sem hafa fengið grænt ljós frá Umhverfis- og skipulags-sviði (USK) sem og hverfisráðunum. Við í hverfisráði miðborgarinnar fengum í kringum 20 hugmyndir frá USK sem höfðu verið grisjaðar úr u.þ.b. 50 innsendingum. Eftir að hafa farið yfir allar hugmyndir og röksemdafærslu USK, um af hverju sumar þeirra voru ekki tiltækar í kosningu, sammældumst við í ráðinu um að vera ekkert að eiga frekar við lýðræðilega raðaðan lista íbúa. Engar tillögur voru fjarlægðar né þeim bætt inn af okkur, og við töldum rétt að virða niðurstöðu fyrstu kosningunar og þær tillögur sem að uppfylla skilyrði USK. Virðing fyrir lýðræðislegum ferlum þessa verkefnis er nauðsynleg til þess að það nái fram að ganga. Betri hverfi verkefnið er hugsað sem vettvangur fyrir íbúa hverfa. Þetta markmið sést meðal annars á því að útdeiling fjármagnsins í þessu verkefni fer eftir íbúafjölda á hverju svæði fyrir sig, ekki eftir fjölda atvinnustaða, ásókn ferðamanna, fjölda hótela né umgangi í kringum verslun og þjónustu. Mig langar að hvetja íbúa miðborgar að nálgast verkefnið með það í huga, að þessir fjármunir eru ætlaðir til að bæta hverfið gagnvart þeim fyrst og fremst. Ég vil biðja íbúa að reyna að nýta þessa fjármuni sem best, og jafnvel að benda á að ekki þarf að velja verkefni sem nú þegar eru á dagská til framkvæmda, né verkefni eins og fegrunaraðgerðir á kennileitum sem eiga einfaldlega að vera í lagi. Ef miðborg Reykjavíkur á að líta vel út, þrátt fyrir mikin umgang utanaðkomandi íbúa, þá er það borgarfulltrúanna að sjá til þess. Það er mín einlæga skoðun, að ef ráðhúsið og umhverfi þess á að vera borginni til sóma, þá eigi ekki að eyða þessu litla fjármagni sem er ætlað íbúum hverfa til viðhalds þess. Við höfum 23,2 miljónir til að gera gott fyrir okkur sjálf og umhverfi okkar. Nýtum þær vel og gerum okkur góðan dag í fallegri borg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svafar Helgason Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Nú er hafin kosning á þeim hugmyndum í ,,Betra hverfi" verkefninu, sem hafa fengið grænt ljós frá Umhverfis- og skipulags-sviði (USK) sem og hverfisráðunum. Við í hverfisráði miðborgarinnar fengum í kringum 20 hugmyndir frá USK sem höfðu verið grisjaðar úr u.þ.b. 50 innsendingum. Eftir að hafa farið yfir allar hugmyndir og röksemdafærslu USK, um af hverju sumar þeirra voru ekki tiltækar í kosningu, sammældumst við í ráðinu um að vera ekkert að eiga frekar við lýðræðilega raðaðan lista íbúa. Engar tillögur voru fjarlægðar né þeim bætt inn af okkur, og við töldum rétt að virða niðurstöðu fyrstu kosningunar og þær tillögur sem að uppfylla skilyrði USK. Virðing fyrir lýðræðislegum ferlum þessa verkefnis er nauðsynleg til þess að það nái fram að ganga. Betri hverfi verkefnið er hugsað sem vettvangur fyrir íbúa hverfa. Þetta markmið sést meðal annars á því að útdeiling fjármagnsins í þessu verkefni fer eftir íbúafjölda á hverju svæði fyrir sig, ekki eftir fjölda atvinnustaða, ásókn ferðamanna, fjölda hótela né umgangi í kringum verslun og þjónustu. Mig langar að hvetja íbúa miðborgar að nálgast verkefnið með það í huga, að þessir fjármunir eru ætlaðir til að bæta hverfið gagnvart þeim fyrst og fremst. Ég vil biðja íbúa að reyna að nýta þessa fjármuni sem best, og jafnvel að benda á að ekki þarf að velja verkefni sem nú þegar eru á dagská til framkvæmda, né verkefni eins og fegrunaraðgerðir á kennileitum sem eiga einfaldlega að vera í lagi. Ef miðborg Reykjavíkur á að líta vel út, þrátt fyrir mikin umgang utanaðkomandi íbúa, þá er það borgarfulltrúanna að sjá til þess. Það er mín einlæga skoðun, að ef ráðhúsið og umhverfi þess á að vera borginni til sóma, þá eigi ekki að eyða þessu litla fjármagni sem er ætlað íbúum hverfa til viðhalds þess. Við höfum 23,2 miljónir til að gera gott fyrir okkur sjálf og umhverfi okkar. Nýtum þær vel og gerum okkur góðan dag í fallegri borg.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar