Nei takk launahækkun? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar 22. febrúar 2015 11:22 Atkvæðagreiðsla um nýtt vinnumat framhaldsskólakennara hefst þann 23.febrúar, eða á mánudagsmorgun. Þetta nýja vinnumat er ein af niðurstöðum verkfalls framhaldsskólakennara sem stóð í þrjár vikur síðastliðið vor og lamaði þá allt skólastarf í framhaldsskólum landsins. Markmið verkfallsins var að ná fram launaleiðréttingu sökum þess hve framhaldsskólakennarar höfðu dregist aftur úr í launum miðað við viðmiðunarhópa. Sá samningur sem náðist tryggir um 30% launaleiðréttingu og hækkun, þegar allt er innreiknað. Samþykki kennarar vinnumatið fá þeir um 11% launahækkun, um níu prósent% í kjölfar samþykktar og önnur tvö í byrjun næsta árs. Felli kennarar hinsvegar dettur þetta um sjálft sig og samningar eru lausir á ný. Taka ber einnig fram að verði þátttakan í atkvæðagreiðslunni (sem er rafræn) verður undir 50% telst þetta vinnumat samþykkt. Hópastærðin tekin inn Meginatriðið í vinnumatinu er sú hugsun að þeir kennarar sem kenni meira og eru með stóra hópa fái meira borgað og raunverulega umbun fyrir að vera með stóra hópa. Þetta er gamalt baráttumál kennara, þ.e.a.s hópastærðin. Ekki er óalgengt að hópar í stórum framhaldsskólum í bóknámsgreinum séu á bilinu 25-32 nemendur. Ekki síst eftir hrun, þegar skólarnir fylltust af fólki. Það hljómar því nokkuð skringilega að loksins þegar á að koma til móts við eina háværustu kröfu framhaldsskólakennara, að þá séu mótmælin einnig sem hæst. Ímynd kennara Að mínu mati snýst þetta líka að stórum hluta um ímynd framhaldsskólakennara á Íslandi og framtíðarsýnina á starfið. Mikið hefur verið rætt um að kennarar njóti ekki virðingar í samfélaginu og gjarnan borið saman við Finnland, þar sem það þykir flott að vera kennari. Ég tel að einmitt einn liður í því að efla virðingu og stöðu kennara, sé einmitt að hækka launin. Og ætla kennarar sjálfir þá að fella eina mestu launahækkun sem í boði er á íslenskum vinnumarkaði um þessar mundir? Hvaða skilaboð sendir það út í samfélagið og til þeirra sem eru jafnvel að hugsa um það að verða kennarar? Getur það mögulega verið: ,,Nei, ekki verða kennari, gerðu eitthvað annað!“ Fleira mætti ef til vill tína til en að lokum vil ég segja þetta: Menntun er ein af grunnstoðum samfélaga. Ég vil hvetja alla framhaldsskólakennara til þess að skoða þetta nýja mat með opnum huga. Síðustu samningar eru taldir (af nánast öllum) fela í sér umtalsverða leiðréttingu og hækkun launa framhaldsskólakennara. Ég spyr: Viljum við ekki fá hana? Höfundur er kennari í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Mest lesið Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Sjá meira
Atkvæðagreiðsla um nýtt vinnumat framhaldsskólakennara hefst þann 23.febrúar, eða á mánudagsmorgun. Þetta nýja vinnumat er ein af niðurstöðum verkfalls framhaldsskólakennara sem stóð í þrjár vikur síðastliðið vor og lamaði þá allt skólastarf í framhaldsskólum landsins. Markmið verkfallsins var að ná fram launaleiðréttingu sökum þess hve framhaldsskólakennarar höfðu dregist aftur úr í launum miðað við viðmiðunarhópa. Sá samningur sem náðist tryggir um 30% launaleiðréttingu og hækkun, þegar allt er innreiknað. Samþykki kennarar vinnumatið fá þeir um 11% launahækkun, um níu prósent% í kjölfar samþykktar og önnur tvö í byrjun næsta árs. Felli kennarar hinsvegar dettur þetta um sjálft sig og samningar eru lausir á ný. Taka ber einnig fram að verði þátttakan í atkvæðagreiðslunni (sem er rafræn) verður undir 50% telst þetta vinnumat samþykkt. Hópastærðin tekin inn Meginatriðið í vinnumatinu er sú hugsun að þeir kennarar sem kenni meira og eru með stóra hópa fái meira borgað og raunverulega umbun fyrir að vera með stóra hópa. Þetta er gamalt baráttumál kennara, þ.e.a.s hópastærðin. Ekki er óalgengt að hópar í stórum framhaldsskólum í bóknámsgreinum séu á bilinu 25-32 nemendur. Ekki síst eftir hrun, þegar skólarnir fylltust af fólki. Það hljómar því nokkuð skringilega að loksins þegar á að koma til móts við eina háværustu kröfu framhaldsskólakennara, að þá séu mótmælin einnig sem hæst. Ímynd kennara Að mínu mati snýst þetta líka að stórum hluta um ímynd framhaldsskólakennara á Íslandi og framtíðarsýnina á starfið. Mikið hefur verið rætt um að kennarar njóti ekki virðingar í samfélaginu og gjarnan borið saman við Finnland, þar sem það þykir flott að vera kennari. Ég tel að einmitt einn liður í því að efla virðingu og stöðu kennara, sé einmitt að hækka launin. Og ætla kennarar sjálfir þá að fella eina mestu launahækkun sem í boði er á íslenskum vinnumarkaði um þessar mundir? Hvaða skilaboð sendir það út í samfélagið og til þeirra sem eru jafnvel að hugsa um það að verða kennarar? Getur það mögulega verið: ,,Nei, ekki verða kennari, gerðu eitthvað annað!“ Fleira mætti ef til vill tína til en að lokum vil ég segja þetta: Menntun er ein af grunnstoðum samfélaga. Ég vil hvetja alla framhaldsskólakennara til þess að skoða þetta nýja mat með opnum huga. Síðustu samningar eru taldir (af nánast öllum) fela í sér umtalsverða leiðréttingu og hækkun launa framhaldsskólakennara. Ég spyr: Viljum við ekki fá hana? Höfundur er kennari í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ.
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun