Sport

Aníta með þriðja besta tímann í undanúrslitunum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Aníta átti þriðja besta tímann í undanúrslitunum.
Aníta átti þriðja besta tímann í undanúrslitunum. vísir/getty
Aníta Hinriksdóttir verður á meðal keppenda í úrslitum í 800 metra hlaupi á EM innanhúss í frjálsum íþróttum á morgun.

Aníta varð þriðja í sínum riðli í undanúrslitunum í dag en hún kom í mark á 2:02,31 mínútum en Íslands- og Evrópumet unglinga sem hún setti í undanrásunum í gær er 2:01,56 mínútur.

Aníta var lengst af með forystu í hlaupi dagsins en gaf eftir á lokasprettinum þar sem Selina Büchel frá Sviss og hin rússneska Anastasiya Bazdyreva tóku fram úr henni.

Riðill Anítu var mun sterkari en seinni riðilinn en til marks um það voru allir tímarnir í seinni riðlinum verri en sá lakasti í fyrri riðlinum. Líklegt verður þó að teljast að nokkrir keppendur í seinni riðlinum hafa sparað sig fyrir úrslitahlaupið á morgun.

Aníta fer með þriðja besta tímann inn í úrslitahlaupið en keppendur í því má sjá hér að neðan:

Selina Büchel (Sviss) - 2:01,92

Anastasiya Bazdyreva (Rússland) - 20:02,04

Aníta Hinriksdóttir (Ísland) - 2:02,31

Nataliya Lupu (Úkraína) - 2:08,15

Joanna Jozwik (Pólland) - 2:08,47

Yekaterina Poistogova (Rússland) - 2:08,72

Úrslitahlaupið hefst klukkan 14:15 á morgun.


Tengdar fréttir

Aníta: Ég vil ná gullinu eins og allar stelpurnar hér

Aníta Hinriksdóttir var tekin í viðtal fyrir heimasíðu evrópska frjálsíþróttasambandsins eftir að íslenska hlaupadrottningin tryggði sér sæti í undanúrslitunum með mjög flottu hlaupi í undanrásum 800 metra hlaups kvenna.

Aníta í úrslit | Kom í mark á 2:02,31

Aníta Hinriksdóttir komst nú rétt í þessu í úrslit í 800 metra hlaupi á Evrópumeistaramótinu í frjálsum íþróttum innanhúss í Prag.

Aníta gæti verið nálægt verðlaunapallinum í Prag

Aníta Hinriksdóttir hefur keppni í dag á sínu fjórða stórmóti fullorðinna. Þjálfarinn Gunnar Páll Jóakimsson er bjartsýnn á gengi hennar á EM í Prag og segir Anítu vera reynslunni ríkari frá fyrri stórmótum sínum.

Aníta tekin í lyfjapróf eftir methlaupið sitt

Aníta Hinriksdóttir setti nýtt Íslands- og Evrópumet í dag þegar hún tryggði sér með glæsibrag sæti í undanúrslitunum í 800 metra hlaupi kvenna á EM innanhúss í Prag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×